Saka rússneskan ríkisfjölmiðil um að vera arm leyniþjónustunnar Kjartan Kjartansson skrifar 13. september 2024 20:20 Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, varaði bandalagsríki við starfsemi rússneska fjölmiðilsins RT í dag. AP/Mark Schiefelbein Rússneski ríkisfjölmiðillinn RT er framlenging á rússnesku leyniþjónustunni að sögn bandarískra, breskra og kandarískra stjórnvalda. Þau kynntu refsiaðgerðir sem eiga að draga tennurnar úr áróðursherferðum stöðvarinnar víða um heim. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sakaði RT um að standa fyrir leynilegum aðgerðum í Bandaríkjunum og fleiri ríkjum samkvæmt skipunum rússneskra leyniþjónustumanna sem svara beint til stjórnvalda í Kreml. „Vopnavæðing Rússa á upplýsingafalsi til þess að grafa undan og valda sundrung í frjálsum og opnum samfélögum nær til allra heimshluta,“ sagði Blinken, á blaðamannafundi í dag. Hvatti hann öll bandalagsríki Bandaríkjanna til þess að taka á RT með sama hætti og annarri leyniþjónustustarfsemi Rússlands innan landamæra þeirra. Reyna að koma í veg fyrir að RT geti starfað utan Rússlands RT, sem sendir út um allan heim, er sakað um að stofna vefsíður sem eru látnar líta út eins og lögmætar fréttasíður til þess að dreifa upplýsingafalsi og áróðri í Evrópu, Afríku, Suður-Ameríku og víðar. Þar var meðal annars safnað framlögum til þess að fjármagna hernaðinn í Úkraínu, að því er kemur fram í frétt AP-fréttastofunnar. Þá er rússneska leyniþjónustan sögð hafa stofnað einingu innan RT sem stundar tölvunjósnir. Markmið refsiaðgerðanna sem voru kynntar í dag er að gera RT erfitt að stunda viðskiptum í dollurum og þannig minnka möguleika stöðvarinnar á að starfa utan Rússlands, að sögn New York Times. Fjármögnuðu íhaldssama hlaðvarpsveitu á laun Aðeins nokkrir dagar eru liðnir frá því að bandarísk yfirvöld ákærðu tvo starfsmenn RT fyrir að greiða bandarískum hlaðvarpsstjórnendum hægrisinnaðs fjölmiðils á laun til þess að dreifa út rússneskum áróðri og grafa undan kosningum í Bandaríkjunum. Fyrr í sumar sökuðu bandarísk yfirvöld ritstjóra hjá RT um að vinna með rússnesku leyniþjónustunni FSB að því að stofna hundruð gervireikninga að samfélagsmiðlinum X til þess að dreifa efni stöðvarinnar. Bandaríska leyniþjónustan telur að stjórnvöld í Kreml reyni enn og aftur að beita sér til þess að hjálpa Donald Trump að ná kjöri sem forseti á ný. Ástæðan sé meðal annars stuðningur ríkisstjórnar Joes Biden við Úkraínu. Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Rannsaka bandaríska álitsgjafa rússneskrar sjónvarpsstöðvar Umdeildur fyrrverandi vopnaeftirlitsmaður Sameinuðu þjóðanna í Írak er annar tveggja Bandaríkjamanna sem sæta sakamálarannsókn vegna starfa sinna fyrir rússneska ríkissjónvarpsstöð. Rannsóknin er sögð liður í að berjast gegn tilraunum Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í haust. 23. ágúst 2024 23:37 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggjast aftur yfir myndefnið Innlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sakaði RT um að standa fyrir leynilegum aðgerðum í Bandaríkjunum og fleiri ríkjum samkvæmt skipunum rússneskra leyniþjónustumanna sem svara beint til stjórnvalda í Kreml. „Vopnavæðing Rússa á upplýsingafalsi til þess að grafa undan og valda sundrung í frjálsum og opnum samfélögum nær til allra heimshluta,“ sagði Blinken, á blaðamannafundi í dag. Hvatti hann öll bandalagsríki Bandaríkjanna til þess að taka á RT með sama hætti og annarri leyniþjónustustarfsemi Rússlands innan landamæra þeirra. Reyna að koma í veg fyrir að RT geti starfað utan Rússlands RT, sem sendir út um allan heim, er sakað um að stofna vefsíður sem eru látnar líta út eins og lögmætar fréttasíður til þess að dreifa upplýsingafalsi og áróðri í Evrópu, Afríku, Suður-Ameríku og víðar. Þar var meðal annars safnað framlögum til þess að fjármagna hernaðinn í Úkraínu, að því er kemur fram í frétt AP-fréttastofunnar. Þá er rússneska leyniþjónustan sögð hafa stofnað einingu innan RT sem stundar tölvunjósnir. Markmið refsiaðgerðanna sem voru kynntar í dag er að gera RT erfitt að stunda viðskiptum í dollurum og þannig minnka möguleika stöðvarinnar á að starfa utan Rússlands, að sögn New York Times. Fjármögnuðu íhaldssama hlaðvarpsveitu á laun Aðeins nokkrir dagar eru liðnir frá því að bandarísk yfirvöld ákærðu tvo starfsmenn RT fyrir að greiða bandarískum hlaðvarpsstjórnendum hægrisinnaðs fjölmiðils á laun til þess að dreifa út rússneskum áróðri og grafa undan kosningum í Bandaríkjunum. Fyrr í sumar sökuðu bandarísk yfirvöld ritstjóra hjá RT um að vinna með rússnesku leyniþjónustunni FSB að því að stofna hundruð gervireikninga að samfélagsmiðlinum X til þess að dreifa efni stöðvarinnar. Bandaríska leyniþjónustan telur að stjórnvöld í Kreml reyni enn og aftur að beita sér til þess að hjálpa Donald Trump að ná kjöri sem forseti á ný. Ástæðan sé meðal annars stuðningur ríkisstjórnar Joes Biden við Úkraínu.
Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Rannsaka bandaríska álitsgjafa rússneskrar sjónvarpsstöðvar Umdeildur fyrrverandi vopnaeftirlitsmaður Sameinuðu þjóðanna í Írak er annar tveggja Bandaríkjamanna sem sæta sakamálarannsókn vegna starfa sinna fyrir rússneska ríkissjónvarpsstöð. Rannsóknin er sögð liður í að berjast gegn tilraunum Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í haust. 23. ágúst 2024 23:37 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggjast aftur yfir myndefnið Innlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Rannsaka bandaríska álitsgjafa rússneskrar sjónvarpsstöðvar Umdeildur fyrrverandi vopnaeftirlitsmaður Sameinuðu þjóðanna í Írak er annar tveggja Bandaríkjamanna sem sæta sakamálarannsókn vegna starfa sinna fyrir rússneska ríkissjónvarpsstöð. Rannsóknin er sögð liður í að berjast gegn tilraunum Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í haust. 23. ágúst 2024 23:37