Tiger í enn eina bakaðgerðina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. september 2024 22:25 Tiger Woods hefur átt erfitt uppdráttar í ár. Vísir/EPA-EFE/JUSTIN LANE Raðsigurvegarinn Tiger Woods hefur farið í enn eina bakaðgerðina til að losa um verkina sem hafa plagað hann á yfirstandandi tímabili. Woods er einn sigursælasti kylfingur síðari ára en hefur glímt við gríðarlega erfið bakmeiðsli á ferli sínum. Svo slæm voru þau að hann ánetjaðist verkjalyfjum á sínum tíma til að lina þjáningar sínar. Í yfirlýsingu á X, áður Twitter, segir kylfingurinn að hann hafi farið í aðgerð neðarlega á baki til að losa um verk á föstudagsmorgun. Skurðlæknirinn sem framkvæmdi aðgerðina segir hana hafa heppnast vel. pic.twitter.com/PFOnFxlTa7— Tiger Woods (@TigerWoods) September 13, 2024 Hinn 48 ára Woods hefur ekki spilað síðan honum mistókst að komast í gegnum niðurskurðinn á Opna í júlí síðastliðnum. Hann hefur spilað takmarkað síðan hann lenti í skelfilegu bílslysi árið 2021. „Aðgerðin gekk vel og ég vona að hún losi um verkinn sem ég hef fundið fyrir nær allt árið. Ég hlakka til að takast á við endurhæfinguna sem og að undirbúa mig undir daglegt líf, þar á meðal golf.“ Woods hefur tekið þátt á fjórum meistaramótum í ár. Hann komst ekki í gegnum niðurskurð á þremur þeirra en endaði í 60. sæti á Masters-mótinu. Golf Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Woods er einn sigursælasti kylfingur síðari ára en hefur glímt við gríðarlega erfið bakmeiðsli á ferli sínum. Svo slæm voru þau að hann ánetjaðist verkjalyfjum á sínum tíma til að lina þjáningar sínar. Í yfirlýsingu á X, áður Twitter, segir kylfingurinn að hann hafi farið í aðgerð neðarlega á baki til að losa um verk á föstudagsmorgun. Skurðlæknirinn sem framkvæmdi aðgerðina segir hana hafa heppnast vel. pic.twitter.com/PFOnFxlTa7— Tiger Woods (@TigerWoods) September 13, 2024 Hinn 48 ára Woods hefur ekki spilað síðan honum mistókst að komast í gegnum niðurskurðinn á Opna í júlí síðastliðnum. Hann hefur spilað takmarkað síðan hann lenti í skelfilegu bílslysi árið 2021. „Aðgerðin gekk vel og ég vona að hún losi um verkinn sem ég hef fundið fyrir nær allt árið. Ég hlakka til að takast á við endurhæfinguna sem og að undirbúa mig undir daglegt líf, þar á meðal golf.“ Woods hefur tekið þátt á fjórum meistaramótum í ár. Hann komst ekki í gegnum niðurskurð á þremur þeirra en endaði í 60. sæti á Masters-mótinu.
Golf Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira