Innlent

Kviknaði í út frá kerti á svölum

Lovísa Arnardóttir skrifar
Lögregla og slökkvilið sinntu mörgum útköllum í gær og í nótt.
Lögregla og slökkvilið sinntu mörgum útköllum í gær og í nótt. Vísir/Vilhelm

Fjórir gistu í fangageymslum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Alls voru 82 mál skráð í dagbók lögreglunnar frá klukkan 17 til fimm í nótt.

Tilkynnt var um eld á svölum sem hafði kviknað út frá kerti en samkvæmt dagbók lögreglu tókst greiðlega að slökkva eldinn. Þó varð eitthvað tjón á húsinu að utan.

Í samantekt slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu kemur jafnframt fram að dælubílar hafi veið boðaðir út átta sinnum síðasta sólarhringinn. Þá var einnig nóg að gera hjá þeim í sjúkraflutningum en síðasta sólarhringinn voru skráðir 104 slíkir flutningar og þar af 27 í forgangi.

Þá kemur einnig fram í dagbók lögreglunnar að einhver fjöldi ökumanna hafi verið stöðvaður vegna gruns um að aka undir áhrifum áfengis- eða vímuefna og tilkynnt um innbrot í geymslur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×