Segir það alrangt að Elvar skuldi ekki nema tvær milljónir í laun Lovísa Arnardóttir skrifar 14. september 2024 08:52 Stéttarfélagið Efling stóð á fimmtudag fyrir mótmælum við veitingastaðinn Ítalíu vegna meintra brota Elvars Ingimarssonar, eiganda og rekstraraðila Ítalíu, gegn starfsfólki staðarins. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það ekki rétt að Elvar Ingimarsson, eigandi veitingastaðarins Ítalíu, skuldi um tvær milljónir í laun. Á þessari stundu séu 3,8 milljónir hjá lögmanni í innheimtu fyrir hönd fólks sem hafi leitað til Eflingar vegna launaþjófnaðar. „Það er leitt að Elvar skuli kjósa að senda fjölmiðlum rekstrar-áfallasögu sína, en tilgangurinn virðist fyrst og fremst vera að grafa undan trúverðugleika þeirra sem stigið hafa fram og sagt frá ömurlegri framkomu hans, frekar en að sjá sóma sinn í að greiða fólki launin sem hann hefur haft af þeim,“ segir Sólveig Anna í færslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í gær. Efling efndi til mótmæla á fimmtudag við veitingastaðinn Ítalíu vegna meintra brota Elvars gegn starfsfólki staðarins. Elvar sendi svo í gær frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði félag sitt hafa átt í erfiðleikum með að greiða út laun og að samanlagt standi skuldir félagsins vegna þess í tveimur milljónum. Það samsvari um tveimur prósentum af öllum launagreiðslum á þessu ári. Sjá einnig: Mótmæla við veitingastaðinn Ítalíu vegna meints launaþjófnaðar Í færslu Sólveigar Önnu kemur fram að auk þessara innheimtumála séu önnur mál í vinnslu á skrifstofu Eflingar er varða Elvar. Þá er bent á að vegna þess að hann hafi ekki skráð niður vinnutíma, gert ráðningarsamninga eða afhent fólki launaseðla sé afar erfitt fyrir fólk að afla gagna til að gera kröfu eða senda mál sitt til lögmanns. „En ljóst er að þær upphæðir sem að Elvar hefur svikið starfsfólk um eru háar, og að svikin hafa haft mikil og þungbær áhrif á líf þeirra sem fyrir þeim hafa orðið,“ segir Sólveig Anna í færslu sinni. Kjaramál Stéttarfélög Veitingastaðir Reykjavík Deilur Eflingar og Ítalíu Tengdar fréttir Elvar á Ítalíu viðurkennir erfiðleika við launagreiðslur Elvar Ingimarsson, eigandi veitingastaðarins Ítalíu, viðurkennir að félagið hafi átt í erfiðleikum með að greiða út laun. Hann segir að sem stendur skuldi veitingastaðurinn tvær milljónir króna í ógreidd laun, sem samsvari um tveimur prósentum af launum sem hafa verið til greiðslu á þessu ári. 13. september 2024 14:11 „Hann hefur fyrir vana að ráða fólk til vinnu en greiða þeim svo ekki laun“ Formaður Eflingar segir mótmæli fyrir utan Ítalíu tilkomin vegna stórfellds launaþjófnaðar eigandans. Vandinn sé að á Íslandi er ekkert mál að stela launum. Menn komi sér því upp viðskiptamódeli sem gangi út að ráða erlent verkafólk og greiða þeim ekki laun. 12. september 2024 21:44 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira
„Það er leitt að Elvar skuli kjósa að senda fjölmiðlum rekstrar-áfallasögu sína, en tilgangurinn virðist fyrst og fremst vera að grafa undan trúverðugleika þeirra sem stigið hafa fram og sagt frá ömurlegri framkomu hans, frekar en að sjá sóma sinn í að greiða fólki launin sem hann hefur haft af þeim,“ segir Sólveig Anna í færslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í gær. Efling efndi til mótmæla á fimmtudag við veitingastaðinn Ítalíu vegna meintra brota Elvars gegn starfsfólki staðarins. Elvar sendi svo í gær frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði félag sitt hafa átt í erfiðleikum með að greiða út laun og að samanlagt standi skuldir félagsins vegna þess í tveimur milljónum. Það samsvari um tveimur prósentum af öllum launagreiðslum á þessu ári. Sjá einnig: Mótmæla við veitingastaðinn Ítalíu vegna meints launaþjófnaðar Í færslu Sólveigar Önnu kemur fram að auk þessara innheimtumála séu önnur mál í vinnslu á skrifstofu Eflingar er varða Elvar. Þá er bent á að vegna þess að hann hafi ekki skráð niður vinnutíma, gert ráðningarsamninga eða afhent fólki launaseðla sé afar erfitt fyrir fólk að afla gagna til að gera kröfu eða senda mál sitt til lögmanns. „En ljóst er að þær upphæðir sem að Elvar hefur svikið starfsfólk um eru háar, og að svikin hafa haft mikil og þungbær áhrif á líf þeirra sem fyrir þeim hafa orðið,“ segir Sólveig Anna í færslu sinni.
Kjaramál Stéttarfélög Veitingastaðir Reykjavík Deilur Eflingar og Ítalíu Tengdar fréttir Elvar á Ítalíu viðurkennir erfiðleika við launagreiðslur Elvar Ingimarsson, eigandi veitingastaðarins Ítalíu, viðurkennir að félagið hafi átt í erfiðleikum með að greiða út laun. Hann segir að sem stendur skuldi veitingastaðurinn tvær milljónir króna í ógreidd laun, sem samsvari um tveimur prósentum af launum sem hafa verið til greiðslu á þessu ári. 13. september 2024 14:11 „Hann hefur fyrir vana að ráða fólk til vinnu en greiða þeim svo ekki laun“ Formaður Eflingar segir mótmæli fyrir utan Ítalíu tilkomin vegna stórfellds launaþjófnaðar eigandans. Vandinn sé að á Íslandi er ekkert mál að stela launum. Menn komi sér því upp viðskiptamódeli sem gangi út að ráða erlent verkafólk og greiða þeim ekki laun. 12. september 2024 21:44 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira
Elvar á Ítalíu viðurkennir erfiðleika við launagreiðslur Elvar Ingimarsson, eigandi veitingastaðarins Ítalíu, viðurkennir að félagið hafi átt í erfiðleikum með að greiða út laun. Hann segir að sem stendur skuldi veitingastaðurinn tvær milljónir króna í ógreidd laun, sem samsvari um tveimur prósentum af launum sem hafa verið til greiðslu á þessu ári. 13. september 2024 14:11
„Hann hefur fyrir vana að ráða fólk til vinnu en greiða þeim svo ekki laun“ Formaður Eflingar segir mótmæli fyrir utan Ítalíu tilkomin vegna stórfellds launaþjófnaðar eigandans. Vandinn sé að á Íslandi er ekkert mál að stela launum. Menn komi sér því upp viðskiptamódeli sem gangi út að ráða erlent verkafólk og greiða þeim ekki laun. 12. september 2024 21:44