Innlent

Fjöldi fyrir­tækja á skiltum mót­mælenda

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Mótmælt var bæði í Reykjavik og á Akureyri.
Mótmælt var bæði í Reykjavik og á Akureyri. vísir

Svokölluð sniðganga var gengin í Reykjavík og á Akureyri í dag. Um er að ræða viðburð á vegum félagsins Ísland-Palestína með þann tilgang að hvetja til sniðgöngu á vörum frá Ísrael til stuðnings Palestínu.

Gengið var frá Hellisgerði í Hafnarfirði að Katrínartúni í Reykjavík þar sem á dagskrá voru ræður og tónlistaratriði. Fyrir norðan var gengið frá Háskólanum á Akureyri að ráðhústorginu. Fólk bar skilti og veifaði palestínska fánanum.

Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2.

Meðal þeirra fyrirtækja sem mótmælendur hvöttu til þess að sniðganga eru Rapyd, Puma, Teva, Moroccan oil og Halsans kök.

„Sniðgangið Ísrael, sniðgangið Rapyd,“ kallaði Margrét Kristín Blöndal, betur þekkt sem Magga Stína sem hefur verið áberandi í mótmælum gegn framferði ísraelshers á Gazasvæðinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×