Haaland skoraði bæði mörkin í 2-1 endurkomusigri Manchester City gegn Brentford. Þetta var hans níunda mark á tímabilinu, en enginn hefur byrjað fyrstu fjóra leikina jafn vel. Wayne Rooney átti besta árangurinn áður þegar hann skoraði átta mark í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins 2011-12.
Most goals in the opening 4 games of a Premier League season:
— LiveScore (@livescore) September 14, 2024
🔵 Haaland - 9 (24/25)
🔴 Rooney - 8 (11/12)
Another record unlocked 🔓 pic.twitter.com/PvxI3XT9GQ
Haaland bætti því einu meti í sitt mikla safn, en missti annað á sama tíma.
Harry Kane komst nefnilega þrisvar á blað í 1-6 sigri Bayern Munchen gegn Holstein Kiel og varð þar með sá fljótasti til að skora eða leggja upp fimmtíu mörk í þýsku úrvalsdeildinni, en það gerði hann í aðeins 35 leikjum.
Mörkin telja fjörutíu og stoðsendingarnar eru tíu samtals. Haaland náði sama árangri í fimmtíu leikjum.
One for the collection. 😁⚽️⚽️⚽️🎩
— Harry Kane (@HKane) September 14, 2024
Lads were at it from start to finish today. Brilliant away win. pic.twitter.com/Ayv9SvF7gD