Innlent

Hand­tekinn eftir eftir­för úr mið­bæ í Mos­fells­bæ

Lovísa Arnardóttir skrifar
Eftirför lögreglunnar hófst í miðbænum og endaði í Mosfellsbæ. Sérsveit aðstoðaði við handtöku mannsins.
Eftirför lögreglunnar hófst í miðbænum og endaði í Mosfellsbæ. Sérsveit aðstoðaði við handtöku mannsins. Vísir/Vilhelm

Karlmaður verður ákærður fyrir fjölda umferðarlagabrota eftir eftirför lögreglu sem hófst í miðbænum síðdegis í gær endaði í Mosfellsbæ. Í dagbók lögreglunnar segir að maðurinn hafi á ákveðnum köflum ekið á 200 kílómetra hraða á klukkustund. 

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu naut aðstoðar sérsveitarinnar við handtöku mannsins sem ók eftir gangstéttum og gangstígum í tilraun sinni til að stinga lögregluna af. 

„Eftirförin hefst í bænum og endar í Mosfellsbæ. Þetta er sama mál,“ segir Þóra Jónasdóttir yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu.

Glæfralegur akstur

Í frétt Vísis um málið í gær kom fram að mikill viðbúnaður hefði verið í Mosfellsbæ þar sem maðurinn var handtekinn. Fréttastofu barst ábending um glæfralegan akstur og fjöldamarga lögreglubifreiðar. Varðstjóri slökkviliðs staðfesti síðar að sjúkrabílar hafi fylgt bílunum í öryggisskyni.

Fram kom í dagbók lögreglu í morgun að maðurinn verði ákærður fyrir fjölda brota, meðal annars að aka án réttinda og fylgja ekki fyrirmælum lögreglunnar.


Tengdar fréttir

Dyraverðir grunaðir um alvarlega líkamsárás

Dyraverðir skemmtistaðar í miðbænum voru handteknir í nótt grunaðir um alvarlega líkamsárás samkvæmt dagbók lögreglunnar. Þar kemur fram að málið sé í rannsókn og að margir hafi orðið vitni að árásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×