Engin væll í sunnlenskum sauðfjárbændum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. september 2024 13:05 Féð koma vænt af fjalli í Tungnaréttir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjallkóngur Tungnamanna segir að lömbin hafa sjaldan eða aldrei komið eins falleg af afrétti eins og í ár. Réttað var í Tungnaréttum í gær þar sem fjögur þúsund fjár komu til réttanna og mörg hundruð manns mætt til að taka þátt í réttarstörfum. Eitt af aðaleinkennum Tungnarétta í Bláskógabyggð er söngurinn í réttunum eftir að búið er að draga í dilka. Þá safnast saman hópur fólks af öllum kynjum og öllum aldri til að syngja saman. Fjallkóngur Tungnamanna og bóndi í Bræðratungu, Guðrún Svandís Magnúsdóttir segir að lömbin hafi verið sérstaklega falleg í ár. Mér líst vel á lömbin, þau koma bara mjög vel af fjalli, mér líst mjög vel á þau. Ég þakka það afréttinum, sem er góður, það er bara þannig, það hefur bara farið ljómandi vel um féð í sumar,“ segir Guðrún. Og ekki vantaði fólkið í réttirnar. „Já, já, þetta eru mjög vinsælar réttir og við fögnum því að fólk hafi áhuga á sauðfé og okkar störfum.“ Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir, fjallkóngur Tungnamanna og bóndi í Bræðratungu, sem segir að réttardagur Tungnamanna hafi heppnast einstaklega vel í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Af hverju heldur þú að fólk hafi svona mikinn áhuga á íslensku sauðkindinni? „Af því að þetta er okkar þjóðararfur, það eru smalamennskur og sauðfé, hér vilja allir vera,“ segir Guðrún. Ráðherrarnir Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna mættu galvaskar í réttirnar og voru duglegir að draga fé í dilka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðrún segir að staða sauðfjárræktarinnar sé góð og engin vælll í bændum. „Við verðum bara að vera bjartsýn, allavega eru bændur alltaf að bæta í og kynbæta sitt fé og það sem er kannski að breytast mest og við þurfum að leggja áherslu á, við þurfum að fá meiri afurðir eftir hverja kind og við verðum bara að vona að þjóðin standi með okkur og haldi áfram að kaupa lambakjöt, ég hef enga trú á öðru en að þjóðin geri það,“ segir Guðrún Svanhvít, fjallkóngur Tungnamanna og bóndi í Bræðratungu í Bláskógabyggð. Það er alltaf sungið mikið í Tungnaréttum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er alltaf mikil og góð stemming í réttum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Réttir Bláskógabyggð Sauðfé Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Eitt af aðaleinkennum Tungnarétta í Bláskógabyggð er söngurinn í réttunum eftir að búið er að draga í dilka. Þá safnast saman hópur fólks af öllum kynjum og öllum aldri til að syngja saman. Fjallkóngur Tungnamanna og bóndi í Bræðratungu, Guðrún Svandís Magnúsdóttir segir að lömbin hafi verið sérstaklega falleg í ár. Mér líst vel á lömbin, þau koma bara mjög vel af fjalli, mér líst mjög vel á þau. Ég þakka það afréttinum, sem er góður, það er bara þannig, það hefur bara farið ljómandi vel um féð í sumar,“ segir Guðrún. Og ekki vantaði fólkið í réttirnar. „Já, já, þetta eru mjög vinsælar réttir og við fögnum því að fólk hafi áhuga á sauðfé og okkar störfum.“ Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir, fjallkóngur Tungnamanna og bóndi í Bræðratungu, sem segir að réttardagur Tungnamanna hafi heppnast einstaklega vel í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Af hverju heldur þú að fólk hafi svona mikinn áhuga á íslensku sauðkindinni? „Af því að þetta er okkar þjóðararfur, það eru smalamennskur og sauðfé, hér vilja allir vera,“ segir Guðrún. Ráðherrarnir Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna mættu galvaskar í réttirnar og voru duglegir að draga fé í dilka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðrún segir að staða sauðfjárræktarinnar sé góð og engin vælll í bændum. „Við verðum bara að vera bjartsýn, allavega eru bændur alltaf að bæta í og kynbæta sitt fé og það sem er kannski að breytast mest og við þurfum að leggja áherslu á, við þurfum að fá meiri afurðir eftir hverja kind og við verðum bara að vona að þjóðin standi með okkur og haldi áfram að kaupa lambakjöt, ég hef enga trú á öðru en að þjóðin geri það,“ segir Guðrún Svanhvít, fjallkóngur Tungnamanna og bóndi í Bræðratungu í Bláskógabyggð. Það er alltaf sungið mikið í Tungnaréttum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er alltaf mikil og góð stemming í réttum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Réttir Bláskógabyggð Sauðfé Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira