Íslenski boltinn

Jökull: „Gátum verið þakk­látir fyrir 0-0 í hálf­leik“

Ólafur Þór Jónsson skrifar
Jökull Elísabetarson er þjálfari Stjörnumanna. Hann sá sína menn landa sigri í lokin.
Jökull Elísabetarson er þjálfari Stjörnumanna. Hann sá sína menn landa sigri í lokin. vísir/Diego

Stjarnan vann 1-0 sigur á Vestra í lokaumferð deildarkeppni Bestu deildarinnar í dag. Leikurinn var heldur bragðdaufur en Stjarnan skoraði úr víti eftir 88 mínútur.

Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, ræddi við Vísi eftir leik og var sáttur við sigurinn. Hann viðurkenndi að tilfinningin væri góð að fá svona mark í lokin.

„Þetta var erfiður leikur eins og við bjuggumst við. Vorum full slappir meirihlutann af fyrri hálfleik og að einhverju leiti gátum við verið þakklátir fyrir að fara inní hálfleikinn með 0-0. Frábært mark sem við skorum, frábær sókn og frábær sending. Við erum mjög ánægðir með þennan sigur,“ sagði Jökull.

Vestri byrjuðu mun betur og hefðu auðveldlega getað skorað snemma leiks. Jökull tók ekki undir það að byrjunin hafi verið vonbrigði.

„Það er stundum svona. Þurfum að komast í gegnum það og ná okkur upp. Það eiga allir sína off daga og leiki. Mér fannst ekkert svona afgerandi til að hafa áhyggjur af. Þetta var off dagur og það var sterkt að halda hreinu. Þetta er þriðji leikurinn í röð sem við höldum hreinu. Frábært að klára þennan leik.“ sagði Jökull.

Sigurinn þýðir að Stjarnan stekkur uppí fimmta sætið eftir deildarkeppnina. Jökull vildi að menn myndi halda fótunum á jörðinni.

„Við erum svo leiðilegir að við tölum alltaf bara um að taka eitthvað úr þessum leik og inní þann næsta. Fimmta sætið gefur okkur heimaleik gegn grasliðunum sem er bara ágætt.“

Sigurður Gunnar Jónsson varnarmaður Stjörnunnar vakti athygli í dag fyrir frammistöðu sína en þessi tvítugi miðverji átti góðan leik í hjarta varnarinnar.

„Siggi er ekki bara góður leikmaður heldur líka með afgerandi hugarfar. Mjög öflugur karakter. Hann á bara eftir að verða betri. Hann hefur spilað alla þessa leiki sem við höfum haldið hreinu í röð. Auðvitað frábært fyrir hann að vera hluti af því og hann á svo sannarlega þátt í því.“ sagði Jökull að lokum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×