Innlent

Ís­lenskur faðir grunaður um að hafa banað dóttur sinni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ómerktur lögreglubíll í Krýsuvík á tólfta tímanum í morgun.
Ómerktur lögreglubíll í Krýsuvík á tólfta tímanum í morgun. Vísir/Bjarni

Karlmaður sem var handtekinn í gærkvöldi grunaður um að hafa orðið ungri stúlku að bana er faðir stúlkunnar. Þetta herma heimildir fréttastofu. Faðirinn var handtekinn í Krýsuvík um kvöldmatarleytið í gærkvöldi.

Lögregla heldur nokkuð þétt að sér spilunum varðandi rannsókn málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um íslensk feðgin að ræða. Fram kom í tilkynningu frá lögreglu á tíunda tímanum í morgun að stúlkan væri á grunnskólaaldri.

Lögreglu barst tilkynning um málið um kvöldmatarleytið í gærkvöldi og var faðirinn handtekinn í Krýsuvík.

Viðbúið er að lögregla fari fram á gæsluvarðhald yfir föðurnum síðdegis í dag. Það þarf að gera innan sólarhrings frá handtöku.Vísir/Vilhelm

Að sögn Helenu Rósar Sturludóttur, upplýsingafulltrúa Ríkislögreglustjóra, aðstoðaði sérsveit Ríkislögreglustjóra Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í útkallinu.

Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu sem fer með rannsókn málsins, tjáði fréttastofu í morgun að málið væri á frumstigi. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×