Enski boltinn

Fannst mark Gabriels vera ó­lög­legt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gabriel fagnar marki sínu gegn Tottenham.
Gabriel fagnar marki sínu gegn Tottenham. getty/Rob Newell

Að mati sérfræðinga Sky Sports átti að dæma eina markið í Norður-Lundúnaslag Tottenham og Arsenal af.

Gabriel, varnarmaður Arsenal, skoraði eina mark leiksins með skalla eftir hornspyrnu Bukayos Saka á 64. mínútu.

Paul Merson og Les Ferdinand voru álitsgjafar hjá Sky Sports um leikinn. Að þeirra mati átti mark Gabriels ekki að fá að standa þar sem hann braut á Cristian Romero, varnarmanni Tottenham.

„Ég hefði orðið vonsvikinn ef ég hefði ekki fengið aukaspyrnu. Hann er í rangri stöðu, allt við varnarleik hans er rangt. Þú þarft að sjá mann og bolta,“ sagði Merson sem lék með Arsenal á árunum 1985-97 og varð tvívegis Englandsmeistari með liðinu.

Ferdinand, sem lék með Tottenham á sínum tíma, var sammála Merson, um að Romero hefði átt að gera betur og fá aukaspyrnu.

„Ég held að ef framherji gerir þetta dæmi dómarinn á það. Þeir kíktu ekki einu sinni á þetta. Hann þarf að vera sterkari. Þetta er slakur varnarleikur en honum var hrint,“ sagði Ferdinand.

Arsenal er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með tíu stig, tveimur stigum á eftir Manchester City. Liðin mætast um næstu helgi. Tottenham er með fjögur stig í 13. sæti deildarinnar.


Tengdar fréttir

„Arsenal spilaði eins og meistaralið“

Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports, segir að Arsenal hafi spilað eins og meistaralið í sigrinum á Tottenham í Norður-Lundúnaslagnum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×