Nýr samningur sagður gera þá bestu að þeirri launahæstu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. september 2024 19:02 Hefur spilað hreint út sagt frábærlega undanfarin misseri og fær nú loks veglega launahækkun. AP Photo/Michel Euler Aitana Bonmatí, besta knattspyrnukona heims um þessar mundir, hefur framlengt samning sinn við Evrópu- og Spánarmeistara Barcelona. Samningurinn er sagður gera hana að launahæstu knattspyrnukonu heims. Hin 26 ára gamla Bonmatí var bæði valin best af Alþjóðaknattspyrnusambandinu FIFA sem og hún vann Gullknöttinn á síðasta ári. Jafnframt var hún valin best á HM 2023 þar sem Spánn stóð uppi sem sigurvegari. Ofan á það hefur hún verið í lykilhlutverki hjá Barcelona sem hefur orðið spænskur meistari undanfarin fjögur ár ásamt því að félagið hefur þrívegis orðið Evrópumeistari á þeim tíma. Hún hefur verið hjá Barcelona allan sinn feril en hafði áður sagt í viðtali að „aldrei segja aldrei.“ Bonmatí var ekki endilega að íhuga að yfirgefa Katalóníu en bæði Chelsea og Lyon renndu hýru auga til miðjumannsins knáa í sumar. 275 games. 96 goals. 23 trophies.The best is yet to come for @AitanaBonmati & @FCBfemeni, with Bonmatí signing through 2028 🤩📸 @FCBfemeni pic.twitter.com/ltwJ10uxjk— Attacking Third (@AttackingThird) September 16, 2024 Barcelona var ekki lengi að stökkva til og hefur nú framlengt samning hennar til ársins 2028. Þó það komi hvergi fram hversu mikla launahækkun Bonmatí fær með nýjum samning þá eru miðlar á borð við Forbes handvissir um að samningurinn geri heimsmeistarann þá launahæstu í heimi. Barcelona hefur byrjað tímabilið á Spáni með tveimur sigrum í tveimur leikjum en er sem stendur á eftir Real Madríd á markatölu. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Sjá meira
Hin 26 ára gamla Bonmatí var bæði valin best af Alþjóðaknattspyrnusambandinu FIFA sem og hún vann Gullknöttinn á síðasta ári. Jafnframt var hún valin best á HM 2023 þar sem Spánn stóð uppi sem sigurvegari. Ofan á það hefur hún verið í lykilhlutverki hjá Barcelona sem hefur orðið spænskur meistari undanfarin fjögur ár ásamt því að félagið hefur þrívegis orðið Evrópumeistari á þeim tíma. Hún hefur verið hjá Barcelona allan sinn feril en hafði áður sagt í viðtali að „aldrei segja aldrei.“ Bonmatí var ekki endilega að íhuga að yfirgefa Katalóníu en bæði Chelsea og Lyon renndu hýru auga til miðjumannsins knáa í sumar. 275 games. 96 goals. 23 trophies.The best is yet to come for @AitanaBonmati & @FCBfemeni, with Bonmatí signing through 2028 🤩📸 @FCBfemeni pic.twitter.com/ltwJ10uxjk— Attacking Third (@AttackingThird) September 16, 2024 Barcelona var ekki lengi að stökkva til og hefur nú framlengt samning hennar til ársins 2028. Þó það komi hvergi fram hversu mikla launahækkun Bonmatí fær með nýjum samning þá eru miðlar á borð við Forbes handvissir um að samningurinn geri heimsmeistarann þá launahæstu í heimi. Barcelona hefur byrjað tímabilið á Spáni með tveimur sigrum í tveimur leikjum en er sem stendur á eftir Real Madríd á markatölu.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Sjá meira