Hundruð mótmæla brottvísun Yazan Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 17. september 2024 08:24 Yazan á heima hér syngja og hrópa mótmælendur. Vísir/Vilhelm Um tvö hundrað manns mótmæla fyrirhuguðum brottflutningi Yazan Tamini, ellefu ára langveiks drengs frá Palestínu, við Hverfisgötu. Ríkisstjórnin fundar þar núna í morgunsárið á sínum reglulega þriðjudagsfundi og er mál Yazans eitt þeirra sem er á dagskrá fundarins. Búið er að loka Hverfisgötunni við Lækjargötu vegna mótmælanna. „Yazan á heima hér. Öll börn eru okkar börn. Yazan er okkar barn,“ hrópa mótmælendur fyrir utan fund ríkisstjórnarinnar. Einhverjir ráðherranna mættu mótmælendum þegar þau löbbuðu inn snemma í morgun. Þegar Guðrún Hafsteinsdóttir gekk inn hrópuðu mótmælendur að henni að Yazan ætti heima hér. Mótmælin eru friðsamleg og eru mótmælendur aðallega að syngja. Þau hafa sungið Smávinir fagrir eftir Jónas Hallgrímsson og Vikivaki eftir Jóhannes úr Kötlum. Þá hélt Einar Már Guðmundsson rithöfundur ræðu á fundinum en svo er opið fyrir hvern sem er að halda ræðu. Mótmælendur syngja hátt.Vísir/Vilhelm Sólveig Arnarsdóttir leikkona er ein þeirra sem mótmælir við Hverfisgötuna. Hún segir íslenskum stjórnvöldum ekki skylt að senda Yazan til Spánar. Dyflinnarreglugerðin sé viðmið en ekki lög. Hún segir Yazan andlega og líkamlega kominn að þolmörkum sínum en eins og fram hefur komið er Yazan með Duchenne-heilkennið. „Hann á heima hér og hér á hann að vera,“ segir Sólveig í samtali við fréttamann okkar á staðnum. Búið er að loka Hverfisgötunni við Lækjargötu vegna mótmælanna.Vísir/Vilhelm Vilja að mannréttindum sé framfylgt „Það eru vel yfir hundrað manns hérna,“ segir Pétur Eggerz Pétursson, einn skipuleggjenda mótmælanna, og að krafa þeirra sé að brottvísun fari ekki fram. „Og að mannréttindum sé fylgt hér.“ Hann segir að mótmælendur stefni á að vera á staðnum þar til ríkisstjórnin er búin að funda í það minnsta. Misjafnt er hversu lengi ríkisstjórnin fundar en iðulega er það til jafnvel hádegis. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra mætti til fundar. Mótmælendur hrópuðu að henni að Yazan ætti heima hér.Vísir/Vilhelm Búið er að girða svæðið vel af og er nokkuð fjölmennt af lögreglu einnig á staðnum. Boðað var til mótmælanna í gær og segir í fundarboðinu á Facebook að mótmælendur vilji sýna ríkisstjórninni að þau hafi ekki gleymt mennskunni. Fjölmenni er á Hverfisgötunni þar sem er verið að mótmæla brottvísun Yazan. Búið er að girða innganginn af þannig mótmælendur standa á gangstétt og á götunni.Vísir/Vilhelm „Viljum sýna í verki að ofbeldi gegn börnum sé aldrei boðlegt. Yazan á heima hér,“ segir í fundarboðinu en um þúsund hafa svarað boðinu. Mótmælendur syngja hátt.Vísir/Vilhelm Hafði ekki heimild til að stíga inn Mál Yazans hefur vakið mikla athygli undanfarnar vikur og samstöðufundir haldnir til stuðnings honum. Eftir að brottvísun hans til Spánar var frestað í gær eftir að hann var sóttur í Rjóðrið á Landspítalanum ítrekaði dómsmálaráðherra að enn stæði til að vísa honum úr landi. Yazan var í gær vakinn af lögreglu og fluttur frá Landspítalanum á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem fljúga átti honum til Spánar ásamt fjölskyldu. Yazan og fjölskylda hans voru komin upp á völl þegar fyrirskipun um að stöðva ætti brottflutning hans barst. Fullorðnir og börn eru á Hverfisgötu að mótmæla.Vísir/Vilhelm Í viðtali við RÚV í gær sagðist hún ekki hafa haft lagalega heimild til að stíga inn í mál Yazans Tamimi en hún fyrirskipaði að brottvísuninni yrði frestað, í gær, að beiðni Guðmundar Inga Guðbrandssonar félagsmálaráðherra. Sigurður Ingi Jóhannsson mætti til fundar í morgun.Vísir/Vilhelm Fyrst um sinn voru mótmælin ekki fjölmenn. Myndin er tekin um klukkan átta. Mótmælin voru boðuð klukkan 8.15.Vísir/Vilhelm Opið er að halda ræðu á mótmælunum.Vísir/Vilhelm Mótmælendur ætla að standa við Hverfisgötuna þar til fundi ríkisstjórnarinnar lýkur.Vísir/Vilhelm Fréttin er í vinnslu. Mál Yazans Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Palestína Landspítalinn Tengdar fréttir Viðurkennir að hafa ekki haft heimild til að stíga inn Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra kveðst ekki hafa haft lagaheimild til þess að stíga inn í mál Yazans Tamimi, ellefu ára langveiks drengs frá Palestínu, sem til stóð að vísa úr landi í morgun. Frá því var horfið þegar Guðrún fyrirskipaði að brottvísun hans yrði frestað, að ósk Guðmundar Inga Guðbrandssonar félagsmálaráðherra. 16. september 2024 23:50 Furða sig á harkalegum aðgerðum yfirvalda Faðir langveiks drengs frá Palestínu sem var vísað af landi brott í gærkvöldi segir fjölskylduna skelfingu lostna eftir harkalegar aðgerðir lögreglu. Sonur hans hafi ásamt móður verið handtekinn á sjúkrabeði. Þá hafi hann meiðst þegar menn með lambúshettur brutust inn til hans í nótt og handtóku. 16. september 2024 19:22 Landspítalinn telur heimildir lögreglu ekki hafnar yfir allan vafa Landspítalinn telur aðgerðir lögreglu á spítalanum varpa ljósi á mikilvægi þess að skýra hvaða heimildir stjórnvöld hafi til að fara inn á sjúkrastofnanir og sækja þangað veika einstaklinga til brottflutnings úr landi. 16. september 2024 17:13 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Fleiri fréttir Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Sjá meira
„Yazan á heima hér. Öll börn eru okkar börn. Yazan er okkar barn,“ hrópa mótmælendur fyrir utan fund ríkisstjórnarinnar. Einhverjir ráðherranna mættu mótmælendum þegar þau löbbuðu inn snemma í morgun. Þegar Guðrún Hafsteinsdóttir gekk inn hrópuðu mótmælendur að henni að Yazan ætti heima hér. Mótmælin eru friðsamleg og eru mótmælendur aðallega að syngja. Þau hafa sungið Smávinir fagrir eftir Jónas Hallgrímsson og Vikivaki eftir Jóhannes úr Kötlum. Þá hélt Einar Már Guðmundsson rithöfundur ræðu á fundinum en svo er opið fyrir hvern sem er að halda ræðu. Mótmælendur syngja hátt.Vísir/Vilhelm Sólveig Arnarsdóttir leikkona er ein þeirra sem mótmælir við Hverfisgötuna. Hún segir íslenskum stjórnvöldum ekki skylt að senda Yazan til Spánar. Dyflinnarreglugerðin sé viðmið en ekki lög. Hún segir Yazan andlega og líkamlega kominn að þolmörkum sínum en eins og fram hefur komið er Yazan með Duchenne-heilkennið. „Hann á heima hér og hér á hann að vera,“ segir Sólveig í samtali við fréttamann okkar á staðnum. Búið er að loka Hverfisgötunni við Lækjargötu vegna mótmælanna.Vísir/Vilhelm Vilja að mannréttindum sé framfylgt „Það eru vel yfir hundrað manns hérna,“ segir Pétur Eggerz Pétursson, einn skipuleggjenda mótmælanna, og að krafa þeirra sé að brottvísun fari ekki fram. „Og að mannréttindum sé fylgt hér.“ Hann segir að mótmælendur stefni á að vera á staðnum þar til ríkisstjórnin er búin að funda í það minnsta. Misjafnt er hversu lengi ríkisstjórnin fundar en iðulega er það til jafnvel hádegis. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra mætti til fundar. Mótmælendur hrópuðu að henni að Yazan ætti heima hér.Vísir/Vilhelm Búið er að girða svæðið vel af og er nokkuð fjölmennt af lögreglu einnig á staðnum. Boðað var til mótmælanna í gær og segir í fundarboðinu á Facebook að mótmælendur vilji sýna ríkisstjórninni að þau hafi ekki gleymt mennskunni. Fjölmenni er á Hverfisgötunni þar sem er verið að mótmæla brottvísun Yazan. Búið er að girða innganginn af þannig mótmælendur standa á gangstétt og á götunni.Vísir/Vilhelm „Viljum sýna í verki að ofbeldi gegn börnum sé aldrei boðlegt. Yazan á heima hér,“ segir í fundarboðinu en um þúsund hafa svarað boðinu. Mótmælendur syngja hátt.Vísir/Vilhelm Hafði ekki heimild til að stíga inn Mál Yazans hefur vakið mikla athygli undanfarnar vikur og samstöðufundir haldnir til stuðnings honum. Eftir að brottvísun hans til Spánar var frestað í gær eftir að hann var sóttur í Rjóðrið á Landspítalanum ítrekaði dómsmálaráðherra að enn stæði til að vísa honum úr landi. Yazan var í gær vakinn af lögreglu og fluttur frá Landspítalanum á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem fljúga átti honum til Spánar ásamt fjölskyldu. Yazan og fjölskylda hans voru komin upp á völl þegar fyrirskipun um að stöðva ætti brottflutning hans barst. Fullorðnir og börn eru á Hverfisgötu að mótmæla.Vísir/Vilhelm Í viðtali við RÚV í gær sagðist hún ekki hafa haft lagalega heimild til að stíga inn í mál Yazans Tamimi en hún fyrirskipaði að brottvísuninni yrði frestað, í gær, að beiðni Guðmundar Inga Guðbrandssonar félagsmálaráðherra. Sigurður Ingi Jóhannsson mætti til fundar í morgun.Vísir/Vilhelm Fyrst um sinn voru mótmælin ekki fjölmenn. Myndin er tekin um klukkan átta. Mótmælin voru boðuð klukkan 8.15.Vísir/Vilhelm Opið er að halda ræðu á mótmælunum.Vísir/Vilhelm Mótmælendur ætla að standa við Hverfisgötuna þar til fundi ríkisstjórnarinnar lýkur.Vísir/Vilhelm Fréttin er í vinnslu.
Mál Yazans Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Palestína Landspítalinn Tengdar fréttir Viðurkennir að hafa ekki haft heimild til að stíga inn Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra kveðst ekki hafa haft lagaheimild til þess að stíga inn í mál Yazans Tamimi, ellefu ára langveiks drengs frá Palestínu, sem til stóð að vísa úr landi í morgun. Frá því var horfið þegar Guðrún fyrirskipaði að brottvísun hans yrði frestað, að ósk Guðmundar Inga Guðbrandssonar félagsmálaráðherra. 16. september 2024 23:50 Furða sig á harkalegum aðgerðum yfirvalda Faðir langveiks drengs frá Palestínu sem var vísað af landi brott í gærkvöldi segir fjölskylduna skelfingu lostna eftir harkalegar aðgerðir lögreglu. Sonur hans hafi ásamt móður verið handtekinn á sjúkrabeði. Þá hafi hann meiðst þegar menn með lambúshettur brutust inn til hans í nótt og handtóku. 16. september 2024 19:22 Landspítalinn telur heimildir lögreglu ekki hafnar yfir allan vafa Landspítalinn telur aðgerðir lögreglu á spítalanum varpa ljósi á mikilvægi þess að skýra hvaða heimildir stjórnvöld hafi til að fara inn á sjúkrastofnanir og sækja þangað veika einstaklinga til brottflutnings úr landi. 16. september 2024 17:13 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Fleiri fréttir Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Sjá meira
Viðurkennir að hafa ekki haft heimild til að stíga inn Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra kveðst ekki hafa haft lagaheimild til þess að stíga inn í mál Yazans Tamimi, ellefu ára langveiks drengs frá Palestínu, sem til stóð að vísa úr landi í morgun. Frá því var horfið þegar Guðrún fyrirskipaði að brottvísun hans yrði frestað, að ósk Guðmundar Inga Guðbrandssonar félagsmálaráðherra. 16. september 2024 23:50
Furða sig á harkalegum aðgerðum yfirvalda Faðir langveiks drengs frá Palestínu sem var vísað af landi brott í gærkvöldi segir fjölskylduna skelfingu lostna eftir harkalegar aðgerðir lögreglu. Sonur hans hafi ásamt móður verið handtekinn á sjúkrabeði. Þá hafi hann meiðst þegar menn með lambúshettur brutust inn til hans í nótt og handtóku. 16. september 2024 19:22
Landspítalinn telur heimildir lögreglu ekki hafnar yfir allan vafa Landspítalinn telur aðgerðir lögreglu á spítalanum varpa ljósi á mikilvægi þess að skýra hvaða heimildir stjórnvöld hafi til að fara inn á sjúkrastofnanir og sækja þangað veika einstaklinga til brottflutnings úr landi. 16. september 2024 17:13