Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin úr stórsigrum Vals og Víkings

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valsmenn fagna sigrinum á KR-ingum.
Valsmenn fagna sigrinum á KR-ingum. vísir/diego

Ellefu mörk voru skoruð í síðustu tveimur leikjum 22. umferðar Bestu deildar karla. Valur vann KR, 4-1, og Víkingur rústaði Fylki, 0-6.

Lúkas Logi Heimisson skoraði tvö lagleg mörk í fyrri hálfleik fyrir Val gegn KR á Hlíðarenda í gær. Aron Sigurðarson minnkaði muninn fyrir KR-inga en mörk frá Patrick Pedersen og Tryggva Hrafni Haraldssyni gulltryggðu sigur Valsmanna.

Valur er í 3. sæti Bestu deildarinnar fyrir úrslitakeppnina en KR í því níunda, aðeins þremur stigum frá fallsæti.

Klippa: Valur 4-1 KR

Leikur Fylkis og Víkings í Árbænum var heldur ójafn og þegar uppi var staðið höfðu Íslands- og bikarmeistararnir skorað sex mörk en Fylkismenn ekki neitt.

Ari Sigurpálsson skoraði tvö mörk fyrir Víking og Nikolaj Hansen, Danijel Dejan Djuric, Daði Berg Jónsson og Helgi Guðjónsson sitt markið hver.

Víkingur er á toppi deildarinnar en Fylkir á botninum.

Klippa: Fylkir 0-6 Víkingur

Mörkin úr leikjum gærdagsins má sjá hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Arnar: Hleyptum þeim sjaldan úr skotgröfunum

Víkingur mætti heldur betur til leiks í Árbænum í kvöld. Komust snemma yfir og rúlluðu yfir Fylki í 22. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. Arnar Gunnlaugsson gat leyft sér að vera stoltur af ýmsu.

Rúnar Páll: Fáránlega mikið af mörkum á okkur sem boðar ekki gott

Fylkir reyndist vera lítil fyrirstaða fyrir Víking í Árbænum í kvöld. Leikið var í 22. umferð Bestu deildar karla og enduðu leikar 0-6 fyrir Fossvogspilta. Þjálfari Fylkis, Rúnar Páll Sigmundsson sá það að liðið hans mætti ofjarli sínum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×