Læknir hafi metið Yazan flugfæran Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. september 2024 10:46 Marín Þórsdóttir er verkefnastjóri hjá heimferða- og fylgdadeild ríkislögreglustjóra. Hún stýrir heimferðar- og fylgdardeildum ríkislögreglustjóra. Hún starfaði áður sem deildarstjóri hjá Rauða krossinum. Vísir/Vilhelm Verkefnastjóri heimferða- og fylgdadeildar Ríkislögreglustjóra segir að grænt ljós sé fengið hjá læknum veikra barna áður en þeim er fylgt úr landi. Þannig sé gengið úr skugga um að óhætt sé fyrir viðkomandi að ferðast. Lögreglumenn á vegum ríkislögreglustjóra voru sendir í Rjóðrið, hvíldarheimili fyrir langveik börn, seint á sunnudagskvöld. Þar var Yazan Tamimi, ellefu ára drengur frá Palestínu sem glímir við vöðvarýrnunarsjúkdóm, vakinn með það fyrir augum að flytja hann og móður hans úr landi. Um svipað leyti braust lögregla inn í húsnæði sem fjölskyldan hefur til afnota og handtók föður hans. Til stóð að fljúga fjölskyldunni til Spánar á grundvelli Dyflinnarsáttmálans. Þangað flaug fjölskyldan frá Palestínu áður en hún kom til Íslands árið 2023. Félagsmálaráðherra fór þess á leit að málið fengi frekari umræðu og ákvað dómsmálaráðherra að fresta brottvísun. Tilhögun ríkislögreglustjóra hefur vakið athygli og hefur formaður Duchenne-samtakanna hér á landi sagt geta verið hættulegt fyrir Yazan að ferðast til Spánar. Marín Þórsdóttir, verkefnastjóri heimferða- og fylgdadeildar hjá ríkislögreglustjóra, mætti í Kastljós í gærkvöldi til að ræða slíkan brottflutning. Þar sagði hún að ekki væri ráðist í slíkar aðgerðir nema með grænu ljósi frá lækni. „Þegar við erum með líkamlega veika einstaklinga þá er rætt við lækna. Ef þeir eru með lækna þá er rætt við þá. Ef þeir hafa ekki verið í læknismeðferð og talið er að hætta sé á, þá er fengið læknismat og gefið út svokallað „Fit to fly“-vottorð og það er gert,“ sagði Marín. Það lægi alltaf fyrir áður en farið væri í aðgerðir sem þessar. Nokkur hundruð manns hafa komið saman við Hverfisgötu í morgun þar sem ríkisstjórnin fundar. Vill hópurinn mótmæla meðferðinni á Yazan og kallar eftir að hann fái dvalarleyfi hér á landi. Mál Yazans Hælisleitendur Lögreglumál Tengdar fréttir Yazan mjög verkjaður og faðir hans brákaður Kristbjörg Arna Elínudóttir Þorvaldsdóttir aðstoðarkona Yazans hitti hann og fjölskyldu hans í gær. Hún er ein þeirra sem mótmælir fyrir utan fund ríkisstjórnarinnar á Hverfisgötu. Hún segir Yazan þreyttan eftir að hafa setið í hjólastól í sjö tíma í gær og faðir hans brákaðan eftir aðgerðir lögreglu. 17. september 2024 10:33 „Við viljum þetta ekki“ Mótmælendur á Hverfisgötu segja kröfu sína einfalda. Að Yazan og fjölskylda hans fái að vera á Íslandi. Það verði rof á þjónustu með brottflutningi til Spánar sem geti stytt ævi hans. Mótmælt hefur verið fyrir utan ríkisstjórnarinnar frá því klukkan átta í morgun. 17. september 2024 10:11 Hundruð mótmæla brottvísun Yazan Um tvö hundrað manns mótmæla fyrirhuguðum brottflutningi Yazan Tamini, ellefu ára langveiks drengs frá Palestínu, við Hverfisgötu. Ríkisstjórnin fundar þar núna í morgunsárið á sínum reglulega þriðjudagsfundi og er mál Yazans eitt þeirra sem er á dagskrá fundarins. Búið er að loka Hverfisgötunni við Lækjargötu vegna mótmælanna. 17. september 2024 08:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Lögreglumenn á vegum ríkislögreglustjóra voru sendir í Rjóðrið, hvíldarheimili fyrir langveik börn, seint á sunnudagskvöld. Þar var Yazan Tamimi, ellefu ára drengur frá Palestínu sem glímir við vöðvarýrnunarsjúkdóm, vakinn með það fyrir augum að flytja hann og móður hans úr landi. Um svipað leyti braust lögregla inn í húsnæði sem fjölskyldan hefur til afnota og handtók föður hans. Til stóð að fljúga fjölskyldunni til Spánar á grundvelli Dyflinnarsáttmálans. Þangað flaug fjölskyldan frá Palestínu áður en hún kom til Íslands árið 2023. Félagsmálaráðherra fór þess á leit að málið fengi frekari umræðu og ákvað dómsmálaráðherra að fresta brottvísun. Tilhögun ríkislögreglustjóra hefur vakið athygli og hefur formaður Duchenne-samtakanna hér á landi sagt geta verið hættulegt fyrir Yazan að ferðast til Spánar. Marín Þórsdóttir, verkefnastjóri heimferða- og fylgdadeildar hjá ríkislögreglustjóra, mætti í Kastljós í gærkvöldi til að ræða slíkan brottflutning. Þar sagði hún að ekki væri ráðist í slíkar aðgerðir nema með grænu ljósi frá lækni. „Þegar við erum með líkamlega veika einstaklinga þá er rætt við lækna. Ef þeir eru með lækna þá er rætt við þá. Ef þeir hafa ekki verið í læknismeðferð og talið er að hætta sé á, þá er fengið læknismat og gefið út svokallað „Fit to fly“-vottorð og það er gert,“ sagði Marín. Það lægi alltaf fyrir áður en farið væri í aðgerðir sem þessar. Nokkur hundruð manns hafa komið saman við Hverfisgötu í morgun þar sem ríkisstjórnin fundar. Vill hópurinn mótmæla meðferðinni á Yazan og kallar eftir að hann fái dvalarleyfi hér á landi.
Mál Yazans Hælisleitendur Lögreglumál Tengdar fréttir Yazan mjög verkjaður og faðir hans brákaður Kristbjörg Arna Elínudóttir Þorvaldsdóttir aðstoðarkona Yazans hitti hann og fjölskyldu hans í gær. Hún er ein þeirra sem mótmælir fyrir utan fund ríkisstjórnarinnar á Hverfisgötu. Hún segir Yazan þreyttan eftir að hafa setið í hjólastól í sjö tíma í gær og faðir hans brákaðan eftir aðgerðir lögreglu. 17. september 2024 10:33 „Við viljum þetta ekki“ Mótmælendur á Hverfisgötu segja kröfu sína einfalda. Að Yazan og fjölskylda hans fái að vera á Íslandi. Það verði rof á þjónustu með brottflutningi til Spánar sem geti stytt ævi hans. Mótmælt hefur verið fyrir utan ríkisstjórnarinnar frá því klukkan átta í morgun. 17. september 2024 10:11 Hundruð mótmæla brottvísun Yazan Um tvö hundrað manns mótmæla fyrirhuguðum brottflutningi Yazan Tamini, ellefu ára langveiks drengs frá Palestínu, við Hverfisgötu. Ríkisstjórnin fundar þar núna í morgunsárið á sínum reglulega þriðjudagsfundi og er mál Yazans eitt þeirra sem er á dagskrá fundarins. Búið er að loka Hverfisgötunni við Lækjargötu vegna mótmælanna. 17. september 2024 08:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Yazan mjög verkjaður og faðir hans brákaður Kristbjörg Arna Elínudóttir Þorvaldsdóttir aðstoðarkona Yazans hitti hann og fjölskyldu hans í gær. Hún er ein þeirra sem mótmælir fyrir utan fund ríkisstjórnarinnar á Hverfisgötu. Hún segir Yazan þreyttan eftir að hafa setið í hjólastól í sjö tíma í gær og faðir hans brákaðan eftir aðgerðir lögreglu. 17. september 2024 10:33
„Við viljum þetta ekki“ Mótmælendur á Hverfisgötu segja kröfu sína einfalda. Að Yazan og fjölskylda hans fái að vera á Íslandi. Það verði rof á þjónustu með brottflutningi til Spánar sem geti stytt ævi hans. Mótmælt hefur verið fyrir utan ríkisstjórnarinnar frá því klukkan átta í morgun. 17. september 2024 10:11
Hundruð mótmæla brottvísun Yazan Um tvö hundrað manns mótmæla fyrirhuguðum brottflutningi Yazan Tamini, ellefu ára langveiks drengs frá Palestínu, við Hverfisgötu. Ríkisstjórnin fundar þar núna í morgunsárið á sínum reglulega þriðjudagsfundi og er mál Yazans eitt þeirra sem er á dagskrá fundarins. Búið er að loka Hverfisgötunni við Lækjargötu vegna mótmælanna. 17. september 2024 08:24