Brýnt að finna þyrluflugi nýjan samastað Lovísa Arnardóttir skrifar 17. september 2024 13:25 Svandís hefur sett af stað vinnu innan ráðuneytisins við að móta aðgerðir til að draga úr áhrifum flugs á nærsamfélagið. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra telur það brýnt að finna þyrluflugi annan samastað en á Reykjavíkurflugvelli. Á sama tíma þurfi að vinna að aðgerðum til að draga úr hávaða vegna flugs á Reykjavíkurflugvelli í nærsamfélagi flugvallarins. Svandís hefur sett af stað vinnu innan ráðuneytisins við að móta aðgerðir til að draga úr áhrifum flugs á nærsamfélagið. Það verði gert í samráði við Isavia, íbúa og hagaðila. „Það er afar mikilvægt að eiga málefnalegt samtal um áhrif flugumferðar á nærsamfélagið hér á höfuðborgarsvæðinu. Ég tel brýnt að finna nýjan samastað fyrir þyrluflug, sem hefur stóraukist á síðustu árum. Samtímis þarf að vinna að markvissum aðgerðum til að draga úr hávaða á flugvellinum, sem er alltof mikill og með öllu ólíðandi. Fundurinn með Hljóðmörk var mjög gagnlegur og ég hlakka til að vinna að úrlausn þessara mála í samvinnu við þessi samtök og öll þau sem koma að málinu,“ segir Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Fundaði með íbúasamtökum Þar kemur fram að Svandís hafi fundað í gær með forsvarsfólki íbúasamtakanna Hljóðmarka. Samtökin voru stofnuð í síðustu viku og er markmið þeirra að draga úr óþarfa flugumferð á Reykjavíkurflugvelli, einkum það sem snýr að einkaflugvélum, þyrlum og einkaþotum. Að samtökunum standa íbúar úr Hlíðum, Miðbæ, Vesturbæ Reykjavíkur og á Kársnesi í Kópavogi. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins í dag kemur fram að Svandís hafi tekið vel í erindi íbúasamtakanna og að hún geti tekið undir ýmis sjónarmið í þeirra málflutningi. Þá kemur fram að málið hafi verið skoðað í ráðuneytinu og erindi íbúasamtakanna þarft og gott innlegg. Bæjarstjórinn í Kópavogi óskaði eftir því að funda með innviðaráðherra vegna sama máls í síðustu viku. Reykjavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fréttir af flugi Reykjavík Kópavogur Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Svandís hefur sett af stað vinnu innan ráðuneytisins við að móta aðgerðir til að draga úr áhrifum flugs á nærsamfélagið. Það verði gert í samráði við Isavia, íbúa og hagaðila. „Það er afar mikilvægt að eiga málefnalegt samtal um áhrif flugumferðar á nærsamfélagið hér á höfuðborgarsvæðinu. Ég tel brýnt að finna nýjan samastað fyrir þyrluflug, sem hefur stóraukist á síðustu árum. Samtímis þarf að vinna að markvissum aðgerðum til að draga úr hávaða á flugvellinum, sem er alltof mikill og með öllu ólíðandi. Fundurinn með Hljóðmörk var mjög gagnlegur og ég hlakka til að vinna að úrlausn þessara mála í samvinnu við þessi samtök og öll þau sem koma að málinu,“ segir Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Fundaði með íbúasamtökum Þar kemur fram að Svandís hafi fundað í gær með forsvarsfólki íbúasamtakanna Hljóðmarka. Samtökin voru stofnuð í síðustu viku og er markmið þeirra að draga úr óþarfa flugumferð á Reykjavíkurflugvelli, einkum það sem snýr að einkaflugvélum, þyrlum og einkaþotum. Að samtökunum standa íbúar úr Hlíðum, Miðbæ, Vesturbæ Reykjavíkur og á Kársnesi í Kópavogi. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins í dag kemur fram að Svandís hafi tekið vel í erindi íbúasamtakanna og að hún geti tekið undir ýmis sjónarmið í þeirra málflutningi. Þá kemur fram að málið hafi verið skoðað í ráðuneytinu og erindi íbúasamtakanna þarft og gott innlegg. Bæjarstjórinn í Kópavogi óskaði eftir því að funda með innviðaráðherra vegna sama máls í síðustu viku.
Reykjavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fréttir af flugi Reykjavík Kópavogur Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira