Innlent

Sex ferða­menn festust í helli við Reynisfjöru

Jón Þór Stefánsson skrifar
Reynisfjara er gríðarlega vinsæll ferðamannastaður en þar bíða jafnframt margar hættur.
Reynisfjara er gríðarlega vinsæll ferðamannastaður en þar bíða jafnframt margar hættur. Vísir/Vilhelm

Sex ferðamenn festust í helli við Reynisfjöru í dag. Björgunarsveitarmenn sem höfðu verið að leita að manni við Vík í Mýrdal fóru á vettvang og björguðu ferðamönnunum.

Frá þessu greinir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við fréttastofu.

Að sögn Jóns Þórs var farið að flæða að ferðamönnunum, en útkall barst björgunarsveitum um það mál rétt fyrir eitt. Sú björgunaraðgerð gekk vel.

Leitin að Illes Benedek Incze sem hófst í gærkvöldi á svæðinu í kringum Vík í Mýrdal hefur hins vegar enn engan árangur borið. Þeirri leit hefur nú verið frestað. 

Sjá nánar:  Fresta leitinni að Illes

Hluti af þeim björgunarsveitarmönnum sem voru að leita við Vík fóru að sinna verkefninu í Reynisfjöru. Þeir hafi síðan farið aftur í hina leitina.

Jón Þór segir að það hafi ekki skemmt fyrir að margir björgunarsveitarmenn væru saman komnir við Vík til þess að bjarga ferðamönnunum í Reynisfjöru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×