Settu sprengjur í símboðana Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. september 2024 23:26 Mikil ringulreið ríkti í Beirút, höfuðborg Líbanon, eftir sprengingarnar. Houssam Shbaro/Anadolu via Getty Ísraelsmenn standa að baki árás á Hezbollah sem framin var í dag, þegar um 2.800 manns slöðuðust eftir að símboðar sprungu í Líbanon, Íran og Sýrlandi. Símboðarnir voru gerðir í Taívan en átt var við þá áður en þeir voru fluttir til Líbanon. New York Times hefur þetta eftir heimildamönnum sínum, meðal annars innan úr bandaríska stjórnkerfinu, sem fengið hafa upplýsingar um málið. Í frétt NYT segir að símboðarnir, sem Hezbollah hafi pantað frá fyrirtækinu Gold Appollo í Taívan, hafi innihaldið um 30 til 60 grömm af sprengieni hver. Efninu hafi verið komið fyrir við rafhlöðu hvers tækis, sem einnig var búið fjarstýrðum hvellhettum sem hægt hafi verið að virkja úr langri fjarlægð. Hér að neðan má sjá tvö myndband af því þegar símboðarnir sprungu. 🚨 Breaking: Tens of Hezbollah communication devices are exploding during the past hour. Initial reports state that over one hundred Hezbollah terrorists already injured.Here's footage from two such explosion 👇 pic.twitter.com/rMwdRWsTGB— Dr. Eli David (@DrEliDavid) September 17, 2024 Klukkan 15:30 að staðartíma í Líbanon fengu allir símboðarnir skilaboð, sem virtust fyrst um sinn koma frá leiðtogum Hezbollah. Svo reyndist ekki vera, heldur virkjuðu skilaboðin hvellhetturnar með þeim afleiðingum að rúmlega 2.800 manns slösuðust og minnst níu létu lífið. Einhverjum símboðanna, sem voru um þrjú þúsund talsins, hafði einnig verið dreift til bandamanna Hezbollah í Sýrlandi og Íran. Árásin hafði áhrif á öll þau tæki sem kveikt var á og gátu tekið við skilaboðum. Hezbollah hefur sakað Ísraelsmenn um árásina, sem hafa ekki tjáð sig um hana. NYT hefur eftir sérfræðingi í netöryggi að af myndskeiðum að dæma sé ljóst að sprengiefni hafi verið í tækjunum. „Líklega var búið að eiga við símboðana með einhverjum hætti, gagngert til að valda sprengingum. Stærð og styrkur srpengingarinnar gefur til kynna að þetta hafi ekki bara verið rafhlaðan,“ segir Mikko Hypponen, rannsóknarsérfræðingur hjá hugbúnaðarfyrirtækinu WithSecure og ráðgjafi um netglæpi hjá Interpol. Höfðu varann á varðandi farsíma Fyrr á árinu takmarkaði Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah-samtakanna, verulega notkun liðsmanna sinna á farsímum, sem hann taldi viðkvæma fyrir njósnum Ísraelsmanna. „Þessari árás var miðað á akkílesarhæl samtakanna, því hún gerði úti um helstu samskiptaleið þeirra,“ hefur NYT eftir Keren Elazeri, ísraelskum netöryggisgreinanda hjá háskólanum í Tel Aviv. Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Tæplega þrjú þúsund slasaðir eftir að símboðar sprungu Rúmlega 2.800 manns eru sagðir hafa særst og átta látið lífið, þegar fjölmargir símboðar sprungu samtímis í Líbanon og Sýrlandi. Margir hinna særðu eru meðlimir hinna líbönsku Hezbollah-samtaka en samtökin eiga að hafa verið að nota símaboðana. Símboðarnir eru sagðir hafa gefið frá sér hljóð og sprungið skömmu síðar. 17. september 2024 14:38 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
New York Times hefur þetta eftir heimildamönnum sínum, meðal annars innan úr bandaríska stjórnkerfinu, sem fengið hafa upplýsingar um málið. Í frétt NYT segir að símboðarnir, sem Hezbollah hafi pantað frá fyrirtækinu Gold Appollo í Taívan, hafi innihaldið um 30 til 60 grömm af sprengieni hver. Efninu hafi verið komið fyrir við rafhlöðu hvers tækis, sem einnig var búið fjarstýrðum hvellhettum sem hægt hafi verið að virkja úr langri fjarlægð. Hér að neðan má sjá tvö myndband af því þegar símboðarnir sprungu. 🚨 Breaking: Tens of Hezbollah communication devices are exploding during the past hour. Initial reports state that over one hundred Hezbollah terrorists already injured.Here's footage from two such explosion 👇 pic.twitter.com/rMwdRWsTGB— Dr. Eli David (@DrEliDavid) September 17, 2024 Klukkan 15:30 að staðartíma í Líbanon fengu allir símboðarnir skilaboð, sem virtust fyrst um sinn koma frá leiðtogum Hezbollah. Svo reyndist ekki vera, heldur virkjuðu skilaboðin hvellhetturnar með þeim afleiðingum að rúmlega 2.800 manns slösuðust og minnst níu létu lífið. Einhverjum símboðanna, sem voru um þrjú þúsund talsins, hafði einnig verið dreift til bandamanna Hezbollah í Sýrlandi og Íran. Árásin hafði áhrif á öll þau tæki sem kveikt var á og gátu tekið við skilaboðum. Hezbollah hefur sakað Ísraelsmenn um árásina, sem hafa ekki tjáð sig um hana. NYT hefur eftir sérfræðingi í netöryggi að af myndskeiðum að dæma sé ljóst að sprengiefni hafi verið í tækjunum. „Líklega var búið að eiga við símboðana með einhverjum hætti, gagngert til að valda sprengingum. Stærð og styrkur srpengingarinnar gefur til kynna að þetta hafi ekki bara verið rafhlaðan,“ segir Mikko Hypponen, rannsóknarsérfræðingur hjá hugbúnaðarfyrirtækinu WithSecure og ráðgjafi um netglæpi hjá Interpol. Höfðu varann á varðandi farsíma Fyrr á árinu takmarkaði Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah-samtakanna, verulega notkun liðsmanna sinna á farsímum, sem hann taldi viðkvæma fyrir njósnum Ísraelsmanna. „Þessari árás var miðað á akkílesarhæl samtakanna, því hún gerði úti um helstu samskiptaleið þeirra,“ hefur NYT eftir Keren Elazeri, ísraelskum netöryggisgreinanda hjá háskólanum í Tel Aviv.
Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Tæplega þrjú þúsund slasaðir eftir að símboðar sprungu Rúmlega 2.800 manns eru sagðir hafa særst og átta látið lífið, þegar fjölmargir símboðar sprungu samtímis í Líbanon og Sýrlandi. Margir hinna særðu eru meðlimir hinna líbönsku Hezbollah-samtaka en samtökin eiga að hafa verið að nota símaboðana. Símboðarnir eru sagðir hafa gefið frá sér hljóð og sprungið skömmu síðar. 17. september 2024 14:38 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Tæplega þrjú þúsund slasaðir eftir að símboðar sprungu Rúmlega 2.800 manns eru sagðir hafa særst og átta látið lífið, þegar fjölmargir símboðar sprungu samtímis í Líbanon og Sýrlandi. Margir hinna særðu eru meðlimir hinna líbönsku Hezbollah-samtaka en samtökin eiga að hafa verið að nota símaboðana. Símboðarnir eru sagðir hafa gefið frá sér hljóð og sprungið skömmu síðar. 17. september 2024 14:38