Talstöðvar springa einnig í Beirút Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2024 14:37 Talstöðvar í notkun Hezbollah-liða eru sagðar hafa sprungið í dag, degi eftir að gífurlega margir símboðar sprungu. Þessi sjúkrabíll var notaður til að flytja slasaða í dag frá jarðarför fjögurra Hezbolla-liða í Beirút. AP/Bilal Hussein Degi eftir að fjölmargir símboðar í notkun meðal meðlima Hezbollah-samtakanna í Líbanon og Sýrlandi sprungu, gerðist það sama með talstöðvar þeirra. Sprengingar hafa átt sér stað víðsvegar um Beirút og annarsstaðar í Líbanon. Heilbrigðisráðuneyti Líbanon segir að minnsta kosti níu látna og þrjú hundrað særða eftir nýjustu sprengingarnar. Óljóst er hve margar sprengingar hafa orðið en svo virðist sem þær séu mun færri en þær voru í gær, þegar hundruð ef ekki þúsundir símboða sem notaðir voru af Hezbollah-liðum sprungu samstundis víðsvegar um Líbanon og í Sýrlandi. Símboðarnir sem sprungu í gær munu hafa verið framleiddir af skúffufélagi sem skráð er með höfuðstöðvar í Ungverjalandi. Sjá einnig: Símboðarnir sagðir koma frá ungversku skúffufélagi Yfirvöld í Ungverjalandi segja að umrætt skúffufélag sé ekkert meira en það. Skúffufélag sem hafi enga framleiðslu í Ungverjalandi og sé einungis skráð þar. Í yfirlýsingum sem gefnar hafa verið út í dag segir að símboðarnir sem sprungu í gær hafi aldrei verið í Ungverjalandi. Vitað er til þess að um 2.800 manns særðust í gær og þar af eru um þrjú hundruð í alvarlegri stöðu. Tólf eru sagðir látnir og þar af tvö börn. Leiðtogar Hezbollah hafa sakað Ísraela um að bera ábyrgð á sprengingunum í gær og í dag skutu þeir tíu eldflaugum að Ísrael. Engan virðist hafa sakað í þeim árásum. Reuters hefur eftir heimildarmönnum sínum að talstöðvanar hafi verið keyptar um svipað leyti og símboðarnir fyrir um fimm mánuðum síðan. #BREAKING: Reports of #Hezbollah radios and walkie talkies exploding today. pic.twitter.com/HjupoWS98B— Jason Brodsky (@JasonMBrodsky) September 18, 2024 Blaðmaður Axios segist hafa heimildir fyrir því að talstöðvarnar hafi verið hugsaðar sem neyðarbúnaður, ef aðrir samskiptamöguleikar Hezbollah gætu ekki verið notaðir. Óstaðfestar fregnir hafa einnig borist af því að tölvur hafi sprungið og fingrafaraskannar sem Hezbollah á að hafa notað. Deilt hefur verið um það innan ríkisstjórnar Ísraels hvort gera ætti innrás inn í suðurhluta Líbanon og reka vígamenn Hezbollah þaðan og stöðva eldflaugaárásir samtakanna á norðanvert Ísrael. Hér að neðan má sjá myndband frá jarðarför fjögurra Hezbollah-liða í Beirút í dag. Myndbandið er sagt sýna þegar ein talstöð springur í loft upp. A #Hezbollah walkie talkie explodes at a funeral today in #Lebanon after yesterday’s exploding Hezbollah pagers. pic.twitter.com/b8TIfUUBKq— Jason Brodsky (@JasonMBrodsky) September 18, 2024 Fréttin hefur verið uppfærð. Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Settu sprengjur í símboðana Ísraelsmenn standa að baki árás á Hezbollah sem framin var í dag, þegar um 2.800 manns slöðuðust eftir að símboðar sprungu í Líbanon, Íran og Sýrlandi. Símboðarnir voru gerðir í Taívan en átt var við þá áður en þeir voru fluttir til Líbanon. 17. september 2024 23:26 Tæplega þrjú þúsund slasaðir eftir að símboðar sprungu Rúmlega 2.800 manns eru sagðir hafa særst og átta látið lífið, þegar fjölmargir símboðar sprungu samtímis í Líbanon og Sýrlandi. Margir hinna særðu eru meðlimir hinna líbönsku Hezbollah-samtaka en samtökin eiga að hafa verið að nota símaboðana. Símboðarnir eru sagðir hafa gefið frá sér hljóð og sprungið skömmu síðar. 17. september 2024 14:38 Herforingi kallar eftir innrás í Líbanon Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, segir tímann á þrotum þegar kemur að því að koma í veg fyrir átök milli Ísrael og Hezbollah í sunnanverðu Líbanon. Ori Gordin, yfirmaður herafla Ísrael í norðri, hefur kallað eftir því að fá grænt ljós á innrás í Líbanon. 16. september 2024 16:06 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Sjá meira
Heilbrigðisráðuneyti Líbanon segir að minnsta kosti níu látna og þrjú hundrað særða eftir nýjustu sprengingarnar. Óljóst er hve margar sprengingar hafa orðið en svo virðist sem þær séu mun færri en þær voru í gær, þegar hundruð ef ekki þúsundir símboða sem notaðir voru af Hezbollah-liðum sprungu samstundis víðsvegar um Líbanon og í Sýrlandi. Símboðarnir sem sprungu í gær munu hafa verið framleiddir af skúffufélagi sem skráð er með höfuðstöðvar í Ungverjalandi. Sjá einnig: Símboðarnir sagðir koma frá ungversku skúffufélagi Yfirvöld í Ungverjalandi segja að umrætt skúffufélag sé ekkert meira en það. Skúffufélag sem hafi enga framleiðslu í Ungverjalandi og sé einungis skráð þar. Í yfirlýsingum sem gefnar hafa verið út í dag segir að símboðarnir sem sprungu í gær hafi aldrei verið í Ungverjalandi. Vitað er til þess að um 2.800 manns særðust í gær og þar af eru um þrjú hundruð í alvarlegri stöðu. Tólf eru sagðir látnir og þar af tvö börn. Leiðtogar Hezbollah hafa sakað Ísraela um að bera ábyrgð á sprengingunum í gær og í dag skutu þeir tíu eldflaugum að Ísrael. Engan virðist hafa sakað í þeim árásum. Reuters hefur eftir heimildarmönnum sínum að talstöðvanar hafi verið keyptar um svipað leyti og símboðarnir fyrir um fimm mánuðum síðan. #BREAKING: Reports of #Hezbollah radios and walkie talkies exploding today. pic.twitter.com/HjupoWS98B— Jason Brodsky (@JasonMBrodsky) September 18, 2024 Blaðmaður Axios segist hafa heimildir fyrir því að talstöðvarnar hafi verið hugsaðar sem neyðarbúnaður, ef aðrir samskiptamöguleikar Hezbollah gætu ekki verið notaðir. Óstaðfestar fregnir hafa einnig borist af því að tölvur hafi sprungið og fingrafaraskannar sem Hezbollah á að hafa notað. Deilt hefur verið um það innan ríkisstjórnar Ísraels hvort gera ætti innrás inn í suðurhluta Líbanon og reka vígamenn Hezbollah þaðan og stöðva eldflaugaárásir samtakanna á norðanvert Ísrael. Hér að neðan má sjá myndband frá jarðarför fjögurra Hezbollah-liða í Beirút í dag. Myndbandið er sagt sýna þegar ein talstöð springur í loft upp. A #Hezbollah walkie talkie explodes at a funeral today in #Lebanon after yesterday’s exploding Hezbollah pagers. pic.twitter.com/b8TIfUUBKq— Jason Brodsky (@JasonMBrodsky) September 18, 2024 Fréttin hefur verið uppfærð.
Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Settu sprengjur í símboðana Ísraelsmenn standa að baki árás á Hezbollah sem framin var í dag, þegar um 2.800 manns slöðuðust eftir að símboðar sprungu í Líbanon, Íran og Sýrlandi. Símboðarnir voru gerðir í Taívan en átt var við þá áður en þeir voru fluttir til Líbanon. 17. september 2024 23:26 Tæplega þrjú þúsund slasaðir eftir að símboðar sprungu Rúmlega 2.800 manns eru sagðir hafa særst og átta látið lífið, þegar fjölmargir símboðar sprungu samtímis í Líbanon og Sýrlandi. Margir hinna særðu eru meðlimir hinna líbönsku Hezbollah-samtaka en samtökin eiga að hafa verið að nota símaboðana. Símboðarnir eru sagðir hafa gefið frá sér hljóð og sprungið skömmu síðar. 17. september 2024 14:38 Herforingi kallar eftir innrás í Líbanon Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, segir tímann á þrotum þegar kemur að því að koma í veg fyrir átök milli Ísrael og Hezbollah í sunnanverðu Líbanon. Ori Gordin, yfirmaður herafla Ísrael í norðri, hefur kallað eftir því að fá grænt ljós á innrás í Líbanon. 16. september 2024 16:06 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Sjá meira
Settu sprengjur í símboðana Ísraelsmenn standa að baki árás á Hezbollah sem framin var í dag, þegar um 2.800 manns slöðuðust eftir að símboðar sprungu í Líbanon, Íran og Sýrlandi. Símboðarnir voru gerðir í Taívan en átt var við þá áður en þeir voru fluttir til Líbanon. 17. september 2024 23:26
Tæplega þrjú þúsund slasaðir eftir að símboðar sprungu Rúmlega 2.800 manns eru sagðir hafa særst og átta látið lífið, þegar fjölmargir símboðar sprungu samtímis í Líbanon og Sýrlandi. Margir hinna særðu eru meðlimir hinna líbönsku Hezbollah-samtaka en samtökin eiga að hafa verið að nota símaboðana. Símboðarnir eru sagðir hafa gefið frá sér hljóð og sprungið skömmu síðar. 17. september 2024 14:38
Herforingi kallar eftir innrás í Líbanon Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, segir tímann á þrotum þegar kemur að því að koma í veg fyrir átök milli Ísrael og Hezbollah í sunnanverðu Líbanon. Ori Gordin, yfirmaður herafla Ísrael í norðri, hefur kallað eftir því að fá grænt ljós á innrás í Líbanon. 16. september 2024 16:06