Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. október 2024 07:02 Jákvætt fas einkennir Sævar Garðarsson, verkfræðing og ráðgjafi, sem á glæstan starfsferil: Starfaði hjá Bosch í Þýskalandi, í tíu ár hjá Marel og hátt í það sama hjá Össuri en var einn þeirra sem missti vinnuna þar í lok ágúst. Sævar gefur hér nokkur góð ráð við atvinnumissi og hvernig hægt er að snúa vörn í sókn. Vísir/Vilhelm „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu. Enda hef ég aldrei lent í neinu svona,“ segir Sævar Garðarsson sjálfstætt starfandi ráðgjafi um atvinnumissinn hjá Controlant á dögunum. Því Sævar var einn þeirra 150 starfsmanna sem missti vinnuna sína hjá fyrirtækinu í lok ágúst. Og fjölmiðlar fjölluðu um. „Ég fór samt aldrei í sjokk. Og tók þessu aldrei persónulega. Í nokkurn tíma hafði ég meira að segja velt því fyrir mér, hvað ég myndi gera ef eitthvað svona myndi gerast. Ráðgjafahlutverkið hafði ég velt fyrir mér lengi. Að væri mögulega eitthvað sem mig langaði að gera. Og nú er bara komið að því,“ bætir Sævar við. Sem gefur einnig nokkur góð ráð til þeirra, sem mögulega lenda í uppsögnum á starfi sínu. Þrátt fyrir glæstan starfsferil og almenna velgengni í starfi. Sævar starfaði til dæmis í mörg ár hjá Marel og Össur, áður en hann réði sig til Controlant í ársbyrjun í fyrra. Í kjölfar meistaranáms í rafmagnsverkfræði í Þýskalandi á sínum tíma, starfaði Sævar hjá Bosch. Síðari viðtal af tveimur í umfjöllun Atvinnulífsins um atvinnumissi og hvernig hægt er að snúa vörn í sókn þegar fólk missir vinnuna sína. Fyrra viðtal má sjá hér: Að snúa vörn í sókn Það má segja að orðatiltækið „Enginn veit sína ævi fyrr en öll er…,“ eigi við um viðfangsefni umfjöllunar Atvinnulífsins um atvinnumissi. Því svo sannarlega gerir enginn ráð fyrir því að vera sagt upp í vinnunni. Sama hversu velgengnin hefur verið, er það þó staðreynd að uppsögn á starfi getur einfaldlega verið áskorun sem getur dúkkað upp hjá öllum: Óháð því hver um ræðir. Nema þá þeim, sem einfaldlega vinnur hjá sjálfum sér, eins og Sævar ákvað að gera. „Ég hef í raun ekki tekið einn frídag,“ segir Sævar og brosir. Sem í ráðgjafastarfi sínu, býður fram sína þekkingu og þjónustu fyrir vöruþróun og vörustjórnun. „En þetta er vissulega algjörlega nýtt fyrir mér. Eitthvað sem ég hef aldrei gert áður,“ bætir hann við og viðurkennir fúslega að það að fara í sjálfstætt, kallar alveg á að fara út fyrir þægindarrammann. Sérstaklega hjá manni sem lengst af hefur starfað hjá fyrri vinnuveitendum til margra ára í senn. Árið 2005 flutti Sævar með fjölskyldu sinni aftur til Íslands, eftir fimm ára dvöl í Þýskalandi. Þá tók við að starfa fyrir Marel þar sem hann vann í tíu ár. „Að vinna fyrir Marel var æðislegur tími. Þar var ég að vinna með skemmtilegum hópi, sem fékk mörg tækifæri til að vinna í framsæknum og spennandi verkefnum,“ segir Sævar. Frá árinu 2015 til ársloka 2022 vann Sævar hjá Össuri. „Það kom mér svolítið á óvart hvað það var síðan ólíkt að vinna hjá Össuri. Sem var rosalega fínt líka. En fyrirtækjamenningin er allt öðruvísi, lækningatækjageirinn stífari ef svo má að orði komast og kannski erfiðari að vissu leyti,“ segir Sævar og bætir við: „En þar var ég líka heppinn. Vann með góðum hópi fólks að framsæknum og spennandi verkefnum sem mér fannst líka mjög skemmtileg. Enda flott fyrirtæki.“ En hvað fékk þig til að hætta hjá Marel og ráða þig til Össurar? „Mig langaði einfaldlega að prófa nýja hluti. Maður lærir svo mikið af því. Kannski var það ákveðin ævintýraþrá en mér finnst líka mikilvægt að staðna ekki. Að skipta um starf er gott tækifæri til að passa það.“ Sævar segir svipað hafa verið upp á teningnum þegar hann ákvað að hætta hjá Össuri og sækja um starf hjá Controlant. „Ég byrjaði 1.janúar árið 2023 hjá Controlant. Langaði að prófa eitthvað nýtt og það var virkilega gaman að prófa að vinna í svona dýnamísku umhverfi. Því í Controlant er start-up stemningin enn mjög ríkjandi og mér fannst gaman að hoppa á þann vagn.“ Sævar er nánast búinn að vera með trompetið við hendina frá því að hann var átta ára og nú er hann formaður Lúðrasveitarinnar Svans. Það var einmitt í lúðrasveitinni sem Sævar kynntist konunni sinni og ýmislegt sem hann hefur gert þar til að koma tónleikum á framfæri, er að nýtast honum nú þegar hann er að afla sér verkefna fyrir fyrirtækið sitt Sjöund vöruþróun og ráðgjöf ehf.Vísir/Vilhelm Ást í lúðrasveit Til að setja góðu ráðin sem við fáum frá Sævari í smá samhengi, er ágætt fyrir okkur að kynnast honum sem karakter fyrst. Og vita meira um starfsframabrautina. Sævar er fæddur árið 1976, ólst upp á Seltjarnarnesi, kláraði stúdentinn í MR en fór síðan í rafmagnsverkfræði í Háskóla Íslands. Enda hafði hann þá þegar haft áhuga á tækninni nokkuð lengi: Að skrúfa í sundur tæki og svona.“ „Ég var alveg ákveðin í að fara í verkfræðina eftir stúdentinn. En viðurkenni alveg að ég þurfti að böðlast í gegnum það. Sérstaklega fyrst. Því skemmtilegri hlutinn tók við þegar leið lengra á námið. Þetta var þó skemmtilegt allan tímann því félagsskapurinn var góður.“ Frá barnsaldri og allt til dagsins í dag, er það þó tónlistin sem ræður ríkjum þegar kemur að ástríðunni. Enda velti Sævar því fyrir sér sem hugmynd, hvort hann ætti kannski frekar að nema tónlist en verkfræði. Sævar byrjaði í tónlistarskóla átta ára. Blokkflautan var fyrsta hljóðfærið, þótt Sævari fyndist það nú harla lítið spennandi nám. En fljótlega byrjaði hann að læra á trompet og segja má að trompetið hafi verið áfast við hann síðan. Í Lúðrasveitinni Svani, kynntist hann síðan eiginkonu sinni og barnsmóður, Írisi Dögg Gísladóttur, en þau eiga saman synina Hlyn (f.2001) og Kára (f.2008). „Íris og vinkona hennar skráðu sig í lúðrasveitina að ég held bara upp á grín,“ segir Sævar samt og hlær. „Íris er fiðluleikari en þær skráðu sig í sveitina til að spila á trommur. Þetta átti bara að vera skemmtilegt grín í smá stund.“ En varð að hjónabandi. Með manninum sem síðastliðin tvö ár hefur meira að segja verið formaður Lúðrasveitarinnar Svans. Meira um það á eftir… Sævar segir tilvalið að fara yfir gamlar hugmyndir og drauma þegar atvinnumissir blasir við. Vissulega hafi ekki verið gaman að tilkynna þetta heima fyrir en fljótt fór hann að hugsa: Já hvaða hugmyndir hef ég annars verið með í gegnum tíðina….? Og nú er hann að láta gamlan ráðgjafadraum rætast.Vísir/Vilhelm Góðu ráðin: Að þora Það eru alls konar ráð sem koma upp úr krafsinu í samtalinu við Sævar. Því það sem gerist hjá fólki sem óvænt lendir í því áfalli að missa vinnuna sína, er að fólk þarf að horfa svolítið inn á við. Eitt af því sem Sævar ráðleggur fólki að gera, er einmitt það. Þótt ég hafi verið búinn að hugsa svolítið um ráðgjafadrauminn minn í aðdraganda uppsagnarinnar, myndi ég mæla með því að þegar fólk missir svona vinnuna, setjist það niður og velti fyrir sér gömlum draumum og hugmyndum. Að missa vinnuna er tilvalið tækifæri til að hugsa: Já hvaða hugmyndir hef ég annars verið með í gegnum tíðina….?“ Sumir sem gera það, hafa meira að segja skipt alveg um gír: Farið í eitthvað allt annað en áður. Hjá Sævari var það strax hugmynd um að stofna ráðgjafafyrirtæki, Sjöund vöruþróun og ráðgjöf ehf. „Annað sem mér finnst mjög mikilvægt þegar þessi staða kemur upp, er að halda sér mjög virkum í félagslegum tengslum. Ég veit þetta er erfitt fyrir marga. Það getur verið auðvelt að sitja bara heima yfir kaffibolla og tala ekki við neinn. En að setja sér þetta sem markmið, nota símann og heyra í fólki skiptir miklu máli.“ Enda segir Sævar það lið í því að byggja upp tengslanetið og gera lífið skemmtilegra. Annað er síðan að hugsa alltaf út frá því: Hvað finnst mér gaman að gera og í hverju er ég góður í?“ Að prófa eitthvað nýtt kallar stundum á að fólk þarf að fara út fyrir þægindarammann. En Sævar segir að það sé oft þannig líka þegar fólk ræður sig til starfa á nýjum vinnustað. Þá sé gott að ákveða að hræðast það ekki að vera nýi gaurinn. Að heyra í fólki og afla sér verkefna fyrir eiginn rekstur sé svolítið svipað.Vísir/Vilhelm Margt við það að stofna sitt eigið fyrirtæki, kallar þó á algjöra óvissu. Tökum til dæmis heimilisbókhaldið. Því það er tvennt ólíkt að vera sjálfstætt starfandi ráðgjafi eða að vera öruggur með launin sín um hver mánaðarmót á stórum vinnustað. „Það sem er að nýtast mér vel er að ég fór strax af stað á meðan þriggja mánaðar uppsagnarfresturinn er enn að líða,“ segir Sævar og mælir með því að fólk nýti mjög vel þann tíma sem það þó enn er á launum, þannig að öll óvissa verði mögulega minni og ný tækifæri farin að skila sér þegar þeim greiðslum lýkur. Til dæmis er Sævar nú þegar komin með nokkur verkefni á sviði vöruþróunar og vörustjórnunar. Og þó er ekki mánuður liðinn frá uppsögn. „En ég hef aldrei gert neitt svona áður. Það til dæmis að koma mér á framfæri eða að selja sjálfan mig er algjörlega nýtt.“ Tengslanetið og tónlistin nýttist þó vel þar. Því þegar Sævar stofnaði fyrirtækið, leitaði hann ráða hjá vinum og mælir með því að fólk gerir það. „Oft er fólk líka miklu meira til í að hjálpa en maður heldur.“ Annað er að nýta sér alla reynslu sem verið hefur. „Síðustu tvö árin hef ég til dæmis þurft að sinna markaðsmálum fyrir lúðrasveitina. Að læra á samfélagsmiðlana til að auglýsa eða að fá einhvern til að kaupa miða á gigg og svo framvegis. Þetta hefur hjálpað mér aðeins við að vinna í því að koma mér á framfæri,“ segir Sævar. Sem þó viðurkennir að það að birta tilkynningu á samfélagsmiðlunum um að hann hefði misst vinnuna og ætlaði í sjálfstætt, kallaði alveg á fiðrildi í magann. „Ég skal alveg viðurkenna að ég vandaði mig við þessa færslu. Undirbjó textann og fékk vin minn til að renna yfir hann. En síðan var ekkert annað en að ýta bara á birta og þá var þetta komið,“ segir Sævar og brosir. „LinkdIn er þó sá samfélagsmiðill sem ég ætla að nota fyrir ráðgjafastarfið, en ekki Facebook,“ bætir Sævar við, sem er ágætis ábending til fólks sem missir vinnuna að LinkedIn er mikilvægur tengslanets vettvangur fyrir fólk í atvinnulífinu og því um að gera að huga að síðunni sinni þar. En hvað með samfélagið og annað fólk? Eða að segja makanum sínum frá því að þú hafir misst vinnuna? „Jú það var alveg óþægilegt,“ viðurkennir Sævar. ,, Í okkar tilfelli kom fréttin um uppsagnirnar líka bara strax í fjölmiðlum. Það var til dæmis mjög skrýtin upplifun.“ Sem þó reyndist ágæt á endanum því fréttir fjölmiðla gerðu það í raun að verkum að Sævar hefur lítið þurft að skýra út. Fólk hefur einfaldlega verið upplýst og því enginn hissa á að heyra að hann hafi misst vinnuna. Það sem Sævar segir líka nýtast ágætlega ef uppsagnir koma fram sem fréttir fjölmiðla, er að nýta það tækifæri sem fréttirnar skapa. „Að huga að næsta skrefi strax. Og taka það skref strax. Kýla á það sem þú vilt gera og vanda þig við að gera það vel. Þótt maður sé að fara svolítið blint í allt sem nýtt er.“ Sem þýðir þó ekkert að hræðast of mikið eða ofhugsa. „Ég hef til dæmis alltaf sagt að þegar maður er í nýrri vinnu, má maður ekki hræðast það að vera nýi gaurinn. Þetta er svolítið svipað.“ Já, það er eflaust nokkuð ólíkt vinnuumhverfið að vinna hjá 400 þúsund manna fyrirtæki eins og Bosch, síðan Marel, síðan Össuri og vera síðan sagt upp í 150 manna hópuppsögn hjá startup fyrirtæki. En Sævar reynir að vera skipulagður. Það skiptir miklu máli að hafa gaman af því sem þú ert að gera. En ég reyni líka að vera svolítið skipulagður og vinnudagarnir mínir hjá Sjöund hafa því ekkert verið mjög ólíkir þeim vinnudögum þegar ég var að vinna fyrir aðra. Ég reyni að skipuleggja verkefni fyrir hvern dag, vera félagslega virkur, er einmitt núna að leggja áherslu á að nota símann og heyra í fólki. Og hvað sem verður, þá eru alla vega einhver verkefni strax að skila sér inn.“ Starfsframi Vinnumarkaður Nýsköpun Góðu ráðin Mannauðsmál Tengdar fréttir „Á heimsvísu fjölgar giggurum stórkostlega“ Árið 2020 var 33% vöxtur á giggstörfum á heimsvísu og samkvæmt rannsókn McKinsey myndi einn af hverjum sex starfsmönnum í hefðbundnu starfi helst vilja starfa sjálfstætt. Spár gera ráð fyrir gífurlega hröðum vexti gigg-hagkerfisins á næstu árum. 16. desember 2021 07:01 Giggstörfum fjölgar: Hafa frelsið til að velja sér lífstíl „Nú er svo komið að mestur vöxtur er í slíkum störfum og atvinnurekendur segjast oft ekki fá fólk í ákveðin störf nema tímabundið og þeir sem gigga velja sér lífsstíl út frá verkefnum sínum,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands um þá þróun að sífellt fleira fólk kýs að starfa sjálfstætt á verktakasamningum, frekar en að ráða sig sem launþega. Árelía segir helsta gallann við giggið felast í því að fólk upplifir oft, sérstaklega í byrjun, meiri óvissu um tekjur. ,,Hins vegar sagði einn giggari í rannsókninni að „það að vera launþegi er fullkomið óöryggi.“ 2. september 2021 07:01 Starfsmenn framtíðarinnar: Vinna sjálfstætt og fjölgar hratt nú þegar „Þau störf sem við teljum að muni vera hvað mest áberandi í sjálfstæðum rekstri eru allar tegundir ráðgjafa og sérfræðinga. Sviðið getur spannað allt frá forriturum til listamanna og viðskiptafræðinga, lykillinn hér er sérhæfing,“ segir Lilja Hallbjörnsdóttir, sem ásamt dóttur sinni, Fanneyju Sigurðardóttur, mun standa fyrir vinnustofu í október fyrir sjálfstætt starfandi fólk. „Fjölgun sjálfstætt starfandi mun að endingu marka endalok skipuritsins. Þar sem þú ert með sérfræðinga sem koma inn og taka við stoðþjónustunni eða öðru sem hægt er að úthýsa,“ segir Fanney. 1. september 2021 07:00 Vinnustaður í kjölfar uppsagna Eins og eðlilegt er, eru fyrstu viðbrögðin okkar þegar uppsagnir eru á vinnustað að hugsa um það samstarfsfólk okkar sem var rétt í þessu að missa vinnuna. Við upplifum samkenndina og umhyggjuna. Vonum það besta fyrir viðkomandi í atvinnuleitinni framundan. Þegar ein dyr lokast opnast aðrar ekki satt? 1. desember 2022 07:00 Starfsmenn framtíðarinnar: Vinna sjálfstætt og fjölgar hratt nú þegar „Þau störf sem við teljum að muni vera hvað mest áberandi í sjálfstæðum rekstri eru allar tegundir ráðgjafa og sérfræðinga. Sviðið getur spannað allt frá forriturum til listamanna og viðskiptafræðinga, lykillinn hér er sérhæfing,“ segir Lilja Hallbjörnsdóttir, sem ásamt dóttur sinni, Fanneyju Sigurðardóttur, mun standa fyrir vinnustofu í október fyrir sjálfstætt starfandi fólk. „Fjölgun sjálfstætt starfandi mun að endingu marka endalok skipuritsins. Þar sem þú ert með sérfræðinga sem koma inn og taka við stoðþjónustunni eða öðru sem hægt er að úthýsa,“ segir Fanney. 1. september 2021 07:00 Mest lesið Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Því Sævar var einn þeirra 150 starfsmanna sem missti vinnuna sína hjá fyrirtækinu í lok ágúst. Og fjölmiðlar fjölluðu um. „Ég fór samt aldrei í sjokk. Og tók þessu aldrei persónulega. Í nokkurn tíma hafði ég meira að segja velt því fyrir mér, hvað ég myndi gera ef eitthvað svona myndi gerast. Ráðgjafahlutverkið hafði ég velt fyrir mér lengi. Að væri mögulega eitthvað sem mig langaði að gera. Og nú er bara komið að því,“ bætir Sævar við. Sem gefur einnig nokkur góð ráð til þeirra, sem mögulega lenda í uppsögnum á starfi sínu. Þrátt fyrir glæstan starfsferil og almenna velgengni í starfi. Sævar starfaði til dæmis í mörg ár hjá Marel og Össur, áður en hann réði sig til Controlant í ársbyrjun í fyrra. Í kjölfar meistaranáms í rafmagnsverkfræði í Þýskalandi á sínum tíma, starfaði Sævar hjá Bosch. Síðari viðtal af tveimur í umfjöllun Atvinnulífsins um atvinnumissi og hvernig hægt er að snúa vörn í sókn þegar fólk missir vinnuna sína. Fyrra viðtal má sjá hér: Að snúa vörn í sókn Það má segja að orðatiltækið „Enginn veit sína ævi fyrr en öll er…,“ eigi við um viðfangsefni umfjöllunar Atvinnulífsins um atvinnumissi. Því svo sannarlega gerir enginn ráð fyrir því að vera sagt upp í vinnunni. Sama hversu velgengnin hefur verið, er það þó staðreynd að uppsögn á starfi getur einfaldlega verið áskorun sem getur dúkkað upp hjá öllum: Óháð því hver um ræðir. Nema þá þeim, sem einfaldlega vinnur hjá sjálfum sér, eins og Sævar ákvað að gera. „Ég hef í raun ekki tekið einn frídag,“ segir Sævar og brosir. Sem í ráðgjafastarfi sínu, býður fram sína þekkingu og þjónustu fyrir vöruþróun og vörustjórnun. „En þetta er vissulega algjörlega nýtt fyrir mér. Eitthvað sem ég hef aldrei gert áður,“ bætir hann við og viðurkennir fúslega að það að fara í sjálfstætt, kallar alveg á að fara út fyrir þægindarrammann. Sérstaklega hjá manni sem lengst af hefur starfað hjá fyrri vinnuveitendum til margra ára í senn. Árið 2005 flutti Sævar með fjölskyldu sinni aftur til Íslands, eftir fimm ára dvöl í Þýskalandi. Þá tók við að starfa fyrir Marel þar sem hann vann í tíu ár. „Að vinna fyrir Marel var æðislegur tími. Þar var ég að vinna með skemmtilegum hópi, sem fékk mörg tækifæri til að vinna í framsæknum og spennandi verkefnum,“ segir Sævar. Frá árinu 2015 til ársloka 2022 vann Sævar hjá Össuri. „Það kom mér svolítið á óvart hvað það var síðan ólíkt að vinna hjá Össuri. Sem var rosalega fínt líka. En fyrirtækjamenningin er allt öðruvísi, lækningatækjageirinn stífari ef svo má að orði komast og kannski erfiðari að vissu leyti,“ segir Sævar og bætir við: „En þar var ég líka heppinn. Vann með góðum hópi fólks að framsæknum og spennandi verkefnum sem mér fannst líka mjög skemmtileg. Enda flott fyrirtæki.“ En hvað fékk þig til að hætta hjá Marel og ráða þig til Össurar? „Mig langaði einfaldlega að prófa nýja hluti. Maður lærir svo mikið af því. Kannski var það ákveðin ævintýraþrá en mér finnst líka mikilvægt að staðna ekki. Að skipta um starf er gott tækifæri til að passa það.“ Sævar segir svipað hafa verið upp á teningnum þegar hann ákvað að hætta hjá Össuri og sækja um starf hjá Controlant. „Ég byrjaði 1.janúar árið 2023 hjá Controlant. Langaði að prófa eitthvað nýtt og það var virkilega gaman að prófa að vinna í svona dýnamísku umhverfi. Því í Controlant er start-up stemningin enn mjög ríkjandi og mér fannst gaman að hoppa á þann vagn.“ Sævar er nánast búinn að vera með trompetið við hendina frá því að hann var átta ára og nú er hann formaður Lúðrasveitarinnar Svans. Það var einmitt í lúðrasveitinni sem Sævar kynntist konunni sinni og ýmislegt sem hann hefur gert þar til að koma tónleikum á framfæri, er að nýtast honum nú þegar hann er að afla sér verkefna fyrir fyrirtækið sitt Sjöund vöruþróun og ráðgjöf ehf.Vísir/Vilhelm Ást í lúðrasveit Til að setja góðu ráðin sem við fáum frá Sævari í smá samhengi, er ágætt fyrir okkur að kynnast honum sem karakter fyrst. Og vita meira um starfsframabrautina. Sævar er fæddur árið 1976, ólst upp á Seltjarnarnesi, kláraði stúdentinn í MR en fór síðan í rafmagnsverkfræði í Háskóla Íslands. Enda hafði hann þá þegar haft áhuga á tækninni nokkuð lengi: Að skrúfa í sundur tæki og svona.“ „Ég var alveg ákveðin í að fara í verkfræðina eftir stúdentinn. En viðurkenni alveg að ég þurfti að böðlast í gegnum það. Sérstaklega fyrst. Því skemmtilegri hlutinn tók við þegar leið lengra á námið. Þetta var þó skemmtilegt allan tímann því félagsskapurinn var góður.“ Frá barnsaldri og allt til dagsins í dag, er það þó tónlistin sem ræður ríkjum þegar kemur að ástríðunni. Enda velti Sævar því fyrir sér sem hugmynd, hvort hann ætti kannski frekar að nema tónlist en verkfræði. Sævar byrjaði í tónlistarskóla átta ára. Blokkflautan var fyrsta hljóðfærið, þótt Sævari fyndist það nú harla lítið spennandi nám. En fljótlega byrjaði hann að læra á trompet og segja má að trompetið hafi verið áfast við hann síðan. Í Lúðrasveitinni Svani, kynntist hann síðan eiginkonu sinni og barnsmóður, Írisi Dögg Gísladóttur, en þau eiga saman synina Hlyn (f.2001) og Kára (f.2008). „Íris og vinkona hennar skráðu sig í lúðrasveitina að ég held bara upp á grín,“ segir Sævar samt og hlær. „Íris er fiðluleikari en þær skráðu sig í sveitina til að spila á trommur. Þetta átti bara að vera skemmtilegt grín í smá stund.“ En varð að hjónabandi. Með manninum sem síðastliðin tvö ár hefur meira að segja verið formaður Lúðrasveitarinnar Svans. Meira um það á eftir… Sævar segir tilvalið að fara yfir gamlar hugmyndir og drauma þegar atvinnumissir blasir við. Vissulega hafi ekki verið gaman að tilkynna þetta heima fyrir en fljótt fór hann að hugsa: Já hvaða hugmyndir hef ég annars verið með í gegnum tíðina….? Og nú er hann að láta gamlan ráðgjafadraum rætast.Vísir/Vilhelm Góðu ráðin: Að þora Það eru alls konar ráð sem koma upp úr krafsinu í samtalinu við Sævar. Því það sem gerist hjá fólki sem óvænt lendir í því áfalli að missa vinnuna sína, er að fólk þarf að horfa svolítið inn á við. Eitt af því sem Sævar ráðleggur fólki að gera, er einmitt það. Þótt ég hafi verið búinn að hugsa svolítið um ráðgjafadrauminn minn í aðdraganda uppsagnarinnar, myndi ég mæla með því að þegar fólk missir svona vinnuna, setjist það niður og velti fyrir sér gömlum draumum og hugmyndum. Að missa vinnuna er tilvalið tækifæri til að hugsa: Já hvaða hugmyndir hef ég annars verið með í gegnum tíðina….?“ Sumir sem gera það, hafa meira að segja skipt alveg um gír: Farið í eitthvað allt annað en áður. Hjá Sævari var það strax hugmynd um að stofna ráðgjafafyrirtæki, Sjöund vöruþróun og ráðgjöf ehf. „Annað sem mér finnst mjög mikilvægt þegar þessi staða kemur upp, er að halda sér mjög virkum í félagslegum tengslum. Ég veit þetta er erfitt fyrir marga. Það getur verið auðvelt að sitja bara heima yfir kaffibolla og tala ekki við neinn. En að setja sér þetta sem markmið, nota símann og heyra í fólki skiptir miklu máli.“ Enda segir Sævar það lið í því að byggja upp tengslanetið og gera lífið skemmtilegra. Annað er síðan að hugsa alltaf út frá því: Hvað finnst mér gaman að gera og í hverju er ég góður í?“ Að prófa eitthvað nýtt kallar stundum á að fólk þarf að fara út fyrir þægindarammann. En Sævar segir að það sé oft þannig líka þegar fólk ræður sig til starfa á nýjum vinnustað. Þá sé gott að ákveða að hræðast það ekki að vera nýi gaurinn. Að heyra í fólki og afla sér verkefna fyrir eiginn rekstur sé svolítið svipað.Vísir/Vilhelm Margt við það að stofna sitt eigið fyrirtæki, kallar þó á algjöra óvissu. Tökum til dæmis heimilisbókhaldið. Því það er tvennt ólíkt að vera sjálfstætt starfandi ráðgjafi eða að vera öruggur með launin sín um hver mánaðarmót á stórum vinnustað. „Það sem er að nýtast mér vel er að ég fór strax af stað á meðan þriggja mánaðar uppsagnarfresturinn er enn að líða,“ segir Sævar og mælir með því að fólk nýti mjög vel þann tíma sem það þó enn er á launum, þannig að öll óvissa verði mögulega minni og ný tækifæri farin að skila sér þegar þeim greiðslum lýkur. Til dæmis er Sævar nú þegar komin með nokkur verkefni á sviði vöruþróunar og vörustjórnunar. Og þó er ekki mánuður liðinn frá uppsögn. „En ég hef aldrei gert neitt svona áður. Það til dæmis að koma mér á framfæri eða að selja sjálfan mig er algjörlega nýtt.“ Tengslanetið og tónlistin nýttist þó vel þar. Því þegar Sævar stofnaði fyrirtækið, leitaði hann ráða hjá vinum og mælir með því að fólk gerir það. „Oft er fólk líka miklu meira til í að hjálpa en maður heldur.“ Annað er að nýta sér alla reynslu sem verið hefur. „Síðustu tvö árin hef ég til dæmis þurft að sinna markaðsmálum fyrir lúðrasveitina. Að læra á samfélagsmiðlana til að auglýsa eða að fá einhvern til að kaupa miða á gigg og svo framvegis. Þetta hefur hjálpað mér aðeins við að vinna í því að koma mér á framfæri,“ segir Sævar. Sem þó viðurkennir að það að birta tilkynningu á samfélagsmiðlunum um að hann hefði misst vinnuna og ætlaði í sjálfstætt, kallaði alveg á fiðrildi í magann. „Ég skal alveg viðurkenna að ég vandaði mig við þessa færslu. Undirbjó textann og fékk vin minn til að renna yfir hann. En síðan var ekkert annað en að ýta bara á birta og þá var þetta komið,“ segir Sævar og brosir. „LinkdIn er þó sá samfélagsmiðill sem ég ætla að nota fyrir ráðgjafastarfið, en ekki Facebook,“ bætir Sævar við, sem er ágætis ábending til fólks sem missir vinnuna að LinkedIn er mikilvægur tengslanets vettvangur fyrir fólk í atvinnulífinu og því um að gera að huga að síðunni sinni þar. En hvað með samfélagið og annað fólk? Eða að segja makanum sínum frá því að þú hafir misst vinnuna? „Jú það var alveg óþægilegt,“ viðurkennir Sævar. ,, Í okkar tilfelli kom fréttin um uppsagnirnar líka bara strax í fjölmiðlum. Það var til dæmis mjög skrýtin upplifun.“ Sem þó reyndist ágæt á endanum því fréttir fjölmiðla gerðu það í raun að verkum að Sævar hefur lítið þurft að skýra út. Fólk hefur einfaldlega verið upplýst og því enginn hissa á að heyra að hann hafi misst vinnuna. Það sem Sævar segir líka nýtast ágætlega ef uppsagnir koma fram sem fréttir fjölmiðla, er að nýta það tækifæri sem fréttirnar skapa. „Að huga að næsta skrefi strax. Og taka það skref strax. Kýla á það sem þú vilt gera og vanda þig við að gera það vel. Þótt maður sé að fara svolítið blint í allt sem nýtt er.“ Sem þýðir þó ekkert að hræðast of mikið eða ofhugsa. „Ég hef til dæmis alltaf sagt að þegar maður er í nýrri vinnu, má maður ekki hræðast það að vera nýi gaurinn. Þetta er svolítið svipað.“ Já, það er eflaust nokkuð ólíkt vinnuumhverfið að vinna hjá 400 þúsund manna fyrirtæki eins og Bosch, síðan Marel, síðan Össuri og vera síðan sagt upp í 150 manna hópuppsögn hjá startup fyrirtæki. En Sævar reynir að vera skipulagður. Það skiptir miklu máli að hafa gaman af því sem þú ert að gera. En ég reyni líka að vera svolítið skipulagður og vinnudagarnir mínir hjá Sjöund hafa því ekkert verið mjög ólíkir þeim vinnudögum þegar ég var að vinna fyrir aðra. Ég reyni að skipuleggja verkefni fyrir hvern dag, vera félagslega virkur, er einmitt núna að leggja áherslu á að nota símann og heyra í fólki. Og hvað sem verður, þá eru alla vega einhver verkefni strax að skila sér inn.“
Starfsframi Vinnumarkaður Nýsköpun Góðu ráðin Mannauðsmál Tengdar fréttir „Á heimsvísu fjölgar giggurum stórkostlega“ Árið 2020 var 33% vöxtur á giggstörfum á heimsvísu og samkvæmt rannsókn McKinsey myndi einn af hverjum sex starfsmönnum í hefðbundnu starfi helst vilja starfa sjálfstætt. Spár gera ráð fyrir gífurlega hröðum vexti gigg-hagkerfisins á næstu árum. 16. desember 2021 07:01 Giggstörfum fjölgar: Hafa frelsið til að velja sér lífstíl „Nú er svo komið að mestur vöxtur er í slíkum störfum og atvinnurekendur segjast oft ekki fá fólk í ákveðin störf nema tímabundið og þeir sem gigga velja sér lífsstíl út frá verkefnum sínum,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands um þá þróun að sífellt fleira fólk kýs að starfa sjálfstætt á verktakasamningum, frekar en að ráða sig sem launþega. Árelía segir helsta gallann við giggið felast í því að fólk upplifir oft, sérstaklega í byrjun, meiri óvissu um tekjur. ,,Hins vegar sagði einn giggari í rannsókninni að „það að vera launþegi er fullkomið óöryggi.“ 2. september 2021 07:01 Starfsmenn framtíðarinnar: Vinna sjálfstætt og fjölgar hratt nú þegar „Þau störf sem við teljum að muni vera hvað mest áberandi í sjálfstæðum rekstri eru allar tegundir ráðgjafa og sérfræðinga. Sviðið getur spannað allt frá forriturum til listamanna og viðskiptafræðinga, lykillinn hér er sérhæfing,“ segir Lilja Hallbjörnsdóttir, sem ásamt dóttur sinni, Fanneyju Sigurðardóttur, mun standa fyrir vinnustofu í október fyrir sjálfstætt starfandi fólk. „Fjölgun sjálfstætt starfandi mun að endingu marka endalok skipuritsins. Þar sem þú ert með sérfræðinga sem koma inn og taka við stoðþjónustunni eða öðru sem hægt er að úthýsa,“ segir Fanney. 1. september 2021 07:00 Vinnustaður í kjölfar uppsagna Eins og eðlilegt er, eru fyrstu viðbrögðin okkar þegar uppsagnir eru á vinnustað að hugsa um það samstarfsfólk okkar sem var rétt í þessu að missa vinnuna. Við upplifum samkenndina og umhyggjuna. Vonum það besta fyrir viðkomandi í atvinnuleitinni framundan. Þegar ein dyr lokast opnast aðrar ekki satt? 1. desember 2022 07:00 Starfsmenn framtíðarinnar: Vinna sjálfstætt og fjölgar hratt nú þegar „Þau störf sem við teljum að muni vera hvað mest áberandi í sjálfstæðum rekstri eru allar tegundir ráðgjafa og sérfræðinga. Sviðið getur spannað allt frá forriturum til listamanna og viðskiptafræðinga, lykillinn hér er sérhæfing,“ segir Lilja Hallbjörnsdóttir, sem ásamt dóttur sinni, Fanneyju Sigurðardóttur, mun standa fyrir vinnustofu í október fyrir sjálfstætt starfandi fólk. „Fjölgun sjálfstætt starfandi mun að endingu marka endalok skipuritsins. Þar sem þú ert með sérfræðinga sem koma inn og taka við stoðþjónustunni eða öðru sem hægt er að úthýsa,“ segir Fanney. 1. september 2021 07:00 Mest lesið Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Á heimsvísu fjölgar giggurum stórkostlega“ Árið 2020 var 33% vöxtur á giggstörfum á heimsvísu og samkvæmt rannsókn McKinsey myndi einn af hverjum sex starfsmönnum í hefðbundnu starfi helst vilja starfa sjálfstætt. Spár gera ráð fyrir gífurlega hröðum vexti gigg-hagkerfisins á næstu árum. 16. desember 2021 07:01
Giggstörfum fjölgar: Hafa frelsið til að velja sér lífstíl „Nú er svo komið að mestur vöxtur er í slíkum störfum og atvinnurekendur segjast oft ekki fá fólk í ákveðin störf nema tímabundið og þeir sem gigga velja sér lífsstíl út frá verkefnum sínum,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands um þá þróun að sífellt fleira fólk kýs að starfa sjálfstætt á verktakasamningum, frekar en að ráða sig sem launþega. Árelía segir helsta gallann við giggið felast í því að fólk upplifir oft, sérstaklega í byrjun, meiri óvissu um tekjur. ,,Hins vegar sagði einn giggari í rannsókninni að „það að vera launþegi er fullkomið óöryggi.“ 2. september 2021 07:01
Starfsmenn framtíðarinnar: Vinna sjálfstætt og fjölgar hratt nú þegar „Þau störf sem við teljum að muni vera hvað mest áberandi í sjálfstæðum rekstri eru allar tegundir ráðgjafa og sérfræðinga. Sviðið getur spannað allt frá forriturum til listamanna og viðskiptafræðinga, lykillinn hér er sérhæfing,“ segir Lilja Hallbjörnsdóttir, sem ásamt dóttur sinni, Fanneyju Sigurðardóttur, mun standa fyrir vinnustofu í október fyrir sjálfstætt starfandi fólk. „Fjölgun sjálfstætt starfandi mun að endingu marka endalok skipuritsins. Þar sem þú ert með sérfræðinga sem koma inn og taka við stoðþjónustunni eða öðru sem hægt er að úthýsa,“ segir Fanney. 1. september 2021 07:00
Vinnustaður í kjölfar uppsagna Eins og eðlilegt er, eru fyrstu viðbrögðin okkar þegar uppsagnir eru á vinnustað að hugsa um það samstarfsfólk okkar sem var rétt í þessu að missa vinnuna. Við upplifum samkenndina og umhyggjuna. Vonum það besta fyrir viðkomandi í atvinnuleitinni framundan. Þegar ein dyr lokast opnast aðrar ekki satt? 1. desember 2022 07:00
Starfsmenn framtíðarinnar: Vinna sjálfstætt og fjölgar hratt nú þegar „Þau störf sem við teljum að muni vera hvað mest áberandi í sjálfstæðum rekstri eru allar tegundir ráðgjafa og sérfræðinga. Sviðið getur spannað allt frá forriturum til listamanna og viðskiptafræðinga, lykillinn hér er sérhæfing,“ segir Lilja Hallbjörnsdóttir, sem ásamt dóttur sinni, Fanneyju Sigurðardóttur, mun standa fyrir vinnustofu í október fyrir sjálfstætt starfandi fólk. „Fjölgun sjálfstætt starfandi mun að endingu marka endalok skipuritsins. Þar sem þú ert með sérfræðinga sem koma inn og taka við stoðþjónustunni eða öðru sem hægt er að úthýsa,“ segir Fanney. 1. september 2021 07:00