20 létust og 450 slösuðust þegar talstöðvarnar sprungu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. september 2024 06:34 Heiðursvörður liðsmanna Hezbollah við útför fjögurra sem létust þegar símboðarnir sprungu á þriðjudag. AP/Bilal Hussein Að minnsta kosti 20 létust og 450 særðust þegar talstöðvar liðsmanna Hezbollah sprungu í borgum Líbanon í gær, degi eftir að tólf létust og 2.800 særðust þegar sama gerðist með símboða. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur fordæmt árásirnar og kallað eftir því að Ísrael og Hezbollah haldi aftur af sér þegar kemur að hefndaraðgerðum. Ísrael hefur ekki formlega lýst ábyrgð árásanna á hendur sér en varnarmálaráðherrann Yoav Gallant óskaði leyniþjónustunni Mossad til hamingju í gær fyrir stórkostlegann árangur. Gallant greindi einnig frá því í gær að aðgerðir Ísraelsmanna myndu nú í auknum mæli beinast að norðurhluta landsins, þar sem Ísrael og Hezbollah hafa staðið í skærum yfir landamærin. Það vekur athygli að Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem var þá staddur í Egyptalandi virtist ýja að því í ummælum sínum í gær að árásirnar væru þáttur í viðleitni Ísraelsmanna til að koma í veg fyrir að friðarsamkomulag næðist um Gasa. Ráðherrann sagði það hafa gerst ítrekað að menn teldu sig vera nálægt því að ná árangri en þá ætti einhver atburður sér stað sem setti allt á bið. Volker Türk, yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði í yfirlýsingu í gær að árásirnar í Líbanon, sem hefðu beinst gegn fjölda fólks án tillits til staðsetningar og aðstæðna hvers og eins, fæli í sér brot á mannréttindalögum. National News Agency hefur greint frá því að sólarhleðslustöðvar hafi einnig sprungið á nokkrum heimilum í gær. Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Fleiri fréttir Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Sjá meira
António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur fordæmt árásirnar og kallað eftir því að Ísrael og Hezbollah haldi aftur af sér þegar kemur að hefndaraðgerðum. Ísrael hefur ekki formlega lýst ábyrgð árásanna á hendur sér en varnarmálaráðherrann Yoav Gallant óskaði leyniþjónustunni Mossad til hamingju í gær fyrir stórkostlegann árangur. Gallant greindi einnig frá því í gær að aðgerðir Ísraelsmanna myndu nú í auknum mæli beinast að norðurhluta landsins, þar sem Ísrael og Hezbollah hafa staðið í skærum yfir landamærin. Það vekur athygli að Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem var þá staddur í Egyptalandi virtist ýja að því í ummælum sínum í gær að árásirnar væru þáttur í viðleitni Ísraelsmanna til að koma í veg fyrir að friðarsamkomulag næðist um Gasa. Ráðherrann sagði það hafa gerst ítrekað að menn teldu sig vera nálægt því að ná árangri en þá ætti einhver atburður sér stað sem setti allt á bið. Volker Türk, yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði í yfirlýsingu í gær að árásirnar í Líbanon, sem hefðu beinst gegn fjölda fólks án tillits til staðsetningar og aðstæðna hvers og eins, fæli í sér brot á mannréttindalögum. National News Agency hefur greint frá því að sólarhleðslustöðvar hafi einnig sprungið á nokkrum heimilum í gær.
Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Fleiri fréttir Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Sjá meira