Eiginmaður íslenskrar konu lét sig hverfa rétt eftir brúðkaupið Árni Sæberg skrifar 20. september 2024 10:53 Starfsmenn íslenska sendiráðsins í Kampala hafa meðal annarra reynt að hafa uppi á manninum. Stjórnarráðið Íslensk kona á sextugsaldri hefur stefnt úgönskum eiginmanni sínum til lögskilnaðar en hún hefur hvorki heyrt frá honum né séð frá árinu 2007, skömmu eftir að þau gengu í hjónaband. Þetta kemur fram í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu. Þar segir að lögmaður hafi tilkynnt Héraðsdómi Reykjavíkur að hún þyrfti að höfða mál fyrir dómstólnum á hendur manninum vegna kröfu hennar um lögskilnað. Maðurinn sé fæddur árið 1979 og aðsetur hans sé óþekkt sem og lögheimili. Þá sé málskostnaðar krafist að mati dómsins eða samkvæmt málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti, sem lagður verði fram við aðalmeðferð málsins, komi til hennar, en þess sé krafist að málskostnaður verði tildæmdur konunni eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. Með lögheimili í Úganda árið 2008 Málsatvikum er svo lýst að hjónin hafi gengið í hjúskap árið 2007 en þau hefðu kynnst nokkrum mánuðum fyrr. Stuttu eftir að þau voru gefin saman hafi maðurinn horfið og konan hafi eftir það hvorki heyrt frá honum né séð. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá hafi maðurinn verið skráður með lögheimili í Úganda 8. ágúst 2008 en vinnsludagur skráningar hafi verið 7. október 2008. Hjónin eigi engin börn saman og fjárhagur þeirra hafi aldrei verið sameiginlegur þrátt fyrir hjónabandið. Konan geri því engar fjárkröfur á hendur manninum. Hefur reynt að hafa uppi á manninum með aðstoð sendiráðsins í Kampala Fyrir liggi að árangurlaust hefur verið fyrir konuna að leita skilnaðar hjá sýslumanni en maðurinn hafi ekki haft lögheimili hér á landi síðan 2008. Gerðar hafi verið tilraunir til þess að hafa upp á stefnda, þar með talið með aðstoð Þjóðskrár, sendiráðs Íslands í Kampala, Úganda, sem og utanríkisráðuneytisins, en allt hafi komið fyrir ekki. Ráðuneytið muni hafa milligöngu um birtingu réttarstefnunnar, þar sem Úganda sé ekki aðili að Haag-samningnum. Í ljósi alls framangreinds sé konunni nauðugur einn sá kostur að höfða dómsmál, hvar farið er fram á lögskilnað, en öðru hjóna sé heimilt að höfða dómsmál og krefjast skilnaðar samkvæmt hjúskaparlögum. Úganda Ástin og lífið Dómsmál Fjölskyldumál Tengdar fréttir Ekki séð eiginkonuna síðan tveimur vikum eftir giftingu Kona á fertugsaldri hefur höfðað mál á hendur annarri konu níu árum yngri þess efnis að henni verði veittur lögskilnaður. Hún segir konuna hafa gift sér til málamynda til að geta dvalið í Evrópu án vandræða. 16. september 2024 14:14 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Þetta kemur fram í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu. Þar segir að lögmaður hafi tilkynnt Héraðsdómi Reykjavíkur að hún þyrfti að höfða mál fyrir dómstólnum á hendur manninum vegna kröfu hennar um lögskilnað. Maðurinn sé fæddur árið 1979 og aðsetur hans sé óþekkt sem og lögheimili. Þá sé málskostnaðar krafist að mati dómsins eða samkvæmt málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti, sem lagður verði fram við aðalmeðferð málsins, komi til hennar, en þess sé krafist að málskostnaður verði tildæmdur konunni eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. Með lögheimili í Úganda árið 2008 Málsatvikum er svo lýst að hjónin hafi gengið í hjúskap árið 2007 en þau hefðu kynnst nokkrum mánuðum fyrr. Stuttu eftir að þau voru gefin saman hafi maðurinn horfið og konan hafi eftir það hvorki heyrt frá honum né séð. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá hafi maðurinn verið skráður með lögheimili í Úganda 8. ágúst 2008 en vinnsludagur skráningar hafi verið 7. október 2008. Hjónin eigi engin börn saman og fjárhagur þeirra hafi aldrei verið sameiginlegur þrátt fyrir hjónabandið. Konan geri því engar fjárkröfur á hendur manninum. Hefur reynt að hafa uppi á manninum með aðstoð sendiráðsins í Kampala Fyrir liggi að árangurlaust hefur verið fyrir konuna að leita skilnaðar hjá sýslumanni en maðurinn hafi ekki haft lögheimili hér á landi síðan 2008. Gerðar hafi verið tilraunir til þess að hafa upp á stefnda, þar með talið með aðstoð Þjóðskrár, sendiráðs Íslands í Kampala, Úganda, sem og utanríkisráðuneytisins, en allt hafi komið fyrir ekki. Ráðuneytið muni hafa milligöngu um birtingu réttarstefnunnar, þar sem Úganda sé ekki aðili að Haag-samningnum. Í ljósi alls framangreinds sé konunni nauðugur einn sá kostur að höfða dómsmál, hvar farið er fram á lögskilnað, en öðru hjóna sé heimilt að höfða dómsmál og krefjast skilnaðar samkvæmt hjúskaparlögum.
Úganda Ástin og lífið Dómsmál Fjölskyldumál Tengdar fréttir Ekki séð eiginkonuna síðan tveimur vikum eftir giftingu Kona á fertugsaldri hefur höfðað mál á hendur annarri konu níu árum yngri þess efnis að henni verði veittur lögskilnaður. Hún segir konuna hafa gift sér til málamynda til að geta dvalið í Evrópu án vandræða. 16. september 2024 14:14 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Ekki séð eiginkonuna síðan tveimur vikum eftir giftingu Kona á fertugsaldri hefur höfðað mál á hendur annarri konu níu árum yngri þess efnis að henni verði veittur lögskilnaður. Hún segir konuna hafa gift sér til málamynda til að geta dvalið í Evrópu án vandræða. 16. september 2024 14:14