Hvers vegna að fella ísbirni? Bjarki Sigurðsson skrifar 20. september 2024 22:31 Þorvaldur Þór Björnsson er hamskeri hjá Náttúrufræðistofnun. Vísir/Vilhelm Ísbjörninn sem kom á land á Hornströndum í gær var birna, líklegast tveggja eða þriggja vetra. Birnan var ekki í góðum holdum þegar hún kom hingað á land. Líklega hafði aðeins reynt á fituforðann síðustu daga. Kona á níræðisaldri í sumarhúsi tilkynnti lögreglu um birnuna sem var felld nokkrum tímum síðar. Koma ísbjarna á íslenska grundu vekur ávallt mikla athygli. Húnninn í gær kom upp á land við Höfðaströnd á Hornströndum. Fyrir það kom síðast hingað stálpuð birna sumarið 2016 og þar á undan björn árið 2011. Bæði dýr voru felld. Lítill björn sem gekk á land janúar 2010 á Þistilfirði var einnig felldur. Tvö dýr komu svo á land 2008 með einungis tveggja vikna millibili. Fyrri björninn var felldur í byrjun júní. Sú ákvörðun þótti afar umdeild og þegar annar björn kom á land tveimur vikum síðar var ákveðið að reyna að svæfa hann og flytja hann úr landi. Novator, félag Björgólfs Thors, bauðst til þess að greiða fyrir flutninginn og hingað til lands kom danskur sérfræðingur með ísbjarnabúr. Sá þurfti að komast í þrjátíu metra fjarlægð frá birninum til að svæfa hann en á leið sinni nær truflaðist björninn og stefndi í átt að hafi. Því var ákveðið að fella hann líka. Eftir þetta hefur ekki verið reynt að svæfa björn en í skýrslu sem starfshópur skilaði af sér eftir málin tvö segir að vænlegasti kosturinn fyrir íslensku þjóðina sé að fella dýrin. En hvers vegna er verið að fella dýrin? „Þó við myndum svæfa það, sem þarf að gerast við alveg sérstök skilyrði því ef þú skýtur deyfilyfi í dýr sem er stressað, þá virkar kannski ekki sprautan og ef hún virkar og það ofhitnar, þá drepst dýrið úr hitakrampa. En við getum hvergi komið því fyrir. Danir neita að taka við því fyrir hönd Grænlendinga, eða hafa milligöngu með það,“ segir Þorvaldur Þór Björnsson, hamskeri hjá Náttúrufræðistofnun. Hræið er nú hjá Hafrannsóknarstofnun.Vísir/Vilhelm „Það var haft samband við grænlenskan dýralækni núna og hann sagði nei. Þeir vildu ekki fá það. Ef við erum með það og gefum því að borða í einhvern tíma, þá verður það mannvant. Ef við myndum sleppa dýrinu í Grænlandi myndi það fara beint inn í þorp. Hann myndi finna það.“ Birnirnir ættu erfitt með að lifa af hér á landi. „Ég hef hitt útlendinga og talað við marga. Ég tek símann úr sambandi yfir nóttina því það er hringt í mig endalaust og sagt hvað ég er vondur maður þó ég komi þannig ekki að þessu. En ég hef sagt við menn sem ég hef hitt á Hornströndum að birnir gætu lifað hér á landi ef við fengjum nóg af túristum,“ segir Þorvaldur kíminn. Hvítabirnir Dýr Hornstrandir Ísafjarðarbær Grænland Danmörk Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Koma ísbjarna á íslenska grundu vekur ávallt mikla athygli. Húnninn í gær kom upp á land við Höfðaströnd á Hornströndum. Fyrir það kom síðast hingað stálpuð birna sumarið 2016 og þar á undan björn árið 2011. Bæði dýr voru felld. Lítill björn sem gekk á land janúar 2010 á Þistilfirði var einnig felldur. Tvö dýr komu svo á land 2008 með einungis tveggja vikna millibili. Fyrri björninn var felldur í byrjun júní. Sú ákvörðun þótti afar umdeild og þegar annar björn kom á land tveimur vikum síðar var ákveðið að reyna að svæfa hann og flytja hann úr landi. Novator, félag Björgólfs Thors, bauðst til þess að greiða fyrir flutninginn og hingað til lands kom danskur sérfræðingur með ísbjarnabúr. Sá þurfti að komast í þrjátíu metra fjarlægð frá birninum til að svæfa hann en á leið sinni nær truflaðist björninn og stefndi í átt að hafi. Því var ákveðið að fella hann líka. Eftir þetta hefur ekki verið reynt að svæfa björn en í skýrslu sem starfshópur skilaði af sér eftir málin tvö segir að vænlegasti kosturinn fyrir íslensku þjóðina sé að fella dýrin. En hvers vegna er verið að fella dýrin? „Þó við myndum svæfa það, sem þarf að gerast við alveg sérstök skilyrði því ef þú skýtur deyfilyfi í dýr sem er stressað, þá virkar kannski ekki sprautan og ef hún virkar og það ofhitnar, þá drepst dýrið úr hitakrampa. En við getum hvergi komið því fyrir. Danir neita að taka við því fyrir hönd Grænlendinga, eða hafa milligöngu með það,“ segir Þorvaldur Þór Björnsson, hamskeri hjá Náttúrufræðistofnun. Hræið er nú hjá Hafrannsóknarstofnun.Vísir/Vilhelm „Það var haft samband við grænlenskan dýralækni núna og hann sagði nei. Þeir vildu ekki fá það. Ef við erum með það og gefum því að borða í einhvern tíma, þá verður það mannvant. Ef við myndum sleppa dýrinu í Grænlandi myndi það fara beint inn í þorp. Hann myndi finna það.“ Birnirnir ættu erfitt með að lifa af hér á landi. „Ég hef hitt útlendinga og talað við marga. Ég tek símann úr sambandi yfir nóttina því það er hringt í mig endalaust og sagt hvað ég er vondur maður þó ég komi þannig ekki að þessu. En ég hef sagt við menn sem ég hef hitt á Hornströndum að birnir gætu lifað hér á landi ef við fengjum nóg af túristum,“ segir Þorvaldur kíminn.
Hvítabirnir Dýr Hornstrandir Ísafjarðarbær Grænland Danmörk Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira