Keane segir Arteta að taka lyfin sín Aron Guðmundsson skrifar 23. september 2024 10:02 Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal og Roy Keane, sparkspekingur og fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður Vísir/Samsett mynd Roy Keane, sparkspekingur og fyrrum leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United er allt annað en sáttur með Mikel Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal, og ummæli hans um Michael Oliver og dómarateymið í stórleik Arsenal gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en Arsenal hékk á 2-1 forystu sinni alveg þar til að nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum og John Stones jafnaði metin fyrir Manchester City. Skytturnar léku einum manni færri allan seinni hálfleikinn eftir að Belginn Leandro Trossard fékk að líta sitt fyrsta gula spjald með stuttu millibili eftir að hafa sparkað knettinum í burtu eftir að dómari leiksins, téður Michael Oliver, hafði flautað og dæmt aukaspyrnu í kjölfar tæklingar Trossard á Bernardo Silva sem hann fékk sitt seinna gula spjald fyrir. Arteta var allt annað en sáttur með dómarateymi leiksins í viðtali eftir leik og benti á tvö atvik í leiknum sem vörðuðu leikmenn Manchester City sem hann taldi svipuð því atviki sem að Trossard fékk gult spjald fyrir þegar að hann sparkaði knettinum í burtu eftir flaut Oliver. Þar taldi stjóri Arsenal að gula spjaldið hefði þá einnig átt að fara á loft. Roy Keane er ekki ánægður með þróunina hjá knattspyrnustjórum deildarinnar sem hann segir að kvarti of mikið. „Knattspyrnustjórar eru að tjá sig í hverri einustu viku og taka fyrir allar ákvarðanir sem þeir telja að séu gegn sér,“ sagði Roy Keane í útsendingu Sky Sports í kringum leikinn. „Stígðu bara fram og sættu þig við þetta. Innst inni er hann sáttur við stigið. Sýndu bara smá klassa. Þú sem knattspyrnustjóri Arsenal. Segðu frekar: „Hann átti ábyggilega skilið að fá rauða spjaldið, liðið brást vel við því að vera manni undir og svo höldum við áfram frá þessu.“ Taktu lyfin þín og haltu áfram.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Varamaðurinn tryggði meisturunum dramatískt stig Arsenal og Manchester City, liðin sem höfnuðu í efstu tveimur sætum ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, gerðu dramatískt 2-2 jafntefli er liðin mættust í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 22. september 2024 15:02 Ótrúleg og áður óséð tölfræði: Tveir Arsenal-menn áttu enga sendingu Þeir Kai Havertz og Jurriën Timber áttu sinn þátt í 2-2 jafntefli Arsenal gegn Manchester City í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gær. Hvorugur þeirra átti þó eina einustu sendingu á samherja. 23. september 2024 08:01 Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Sjá meira
Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en Arsenal hékk á 2-1 forystu sinni alveg þar til að nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum og John Stones jafnaði metin fyrir Manchester City. Skytturnar léku einum manni færri allan seinni hálfleikinn eftir að Belginn Leandro Trossard fékk að líta sitt fyrsta gula spjald með stuttu millibili eftir að hafa sparkað knettinum í burtu eftir að dómari leiksins, téður Michael Oliver, hafði flautað og dæmt aukaspyrnu í kjölfar tæklingar Trossard á Bernardo Silva sem hann fékk sitt seinna gula spjald fyrir. Arteta var allt annað en sáttur með dómarateymi leiksins í viðtali eftir leik og benti á tvö atvik í leiknum sem vörðuðu leikmenn Manchester City sem hann taldi svipuð því atviki sem að Trossard fékk gult spjald fyrir þegar að hann sparkaði knettinum í burtu eftir flaut Oliver. Þar taldi stjóri Arsenal að gula spjaldið hefði þá einnig átt að fara á loft. Roy Keane er ekki ánægður með þróunina hjá knattspyrnustjórum deildarinnar sem hann segir að kvarti of mikið. „Knattspyrnustjórar eru að tjá sig í hverri einustu viku og taka fyrir allar ákvarðanir sem þeir telja að séu gegn sér,“ sagði Roy Keane í útsendingu Sky Sports í kringum leikinn. „Stígðu bara fram og sættu þig við þetta. Innst inni er hann sáttur við stigið. Sýndu bara smá klassa. Þú sem knattspyrnustjóri Arsenal. Segðu frekar: „Hann átti ábyggilega skilið að fá rauða spjaldið, liðið brást vel við því að vera manni undir og svo höldum við áfram frá þessu.“ Taktu lyfin þín og haltu áfram.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Varamaðurinn tryggði meisturunum dramatískt stig Arsenal og Manchester City, liðin sem höfnuðu í efstu tveimur sætum ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, gerðu dramatískt 2-2 jafntefli er liðin mættust í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 22. september 2024 15:02 Ótrúleg og áður óséð tölfræði: Tveir Arsenal-menn áttu enga sendingu Þeir Kai Havertz og Jurriën Timber áttu sinn þátt í 2-2 jafntefli Arsenal gegn Manchester City í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gær. Hvorugur þeirra átti þó eina einustu sendingu á samherja. 23. september 2024 08:01 Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Sjá meira
Varamaðurinn tryggði meisturunum dramatískt stig Arsenal og Manchester City, liðin sem höfnuðu í efstu tveimur sætum ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, gerðu dramatískt 2-2 jafntefli er liðin mættust í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 22. september 2024 15:02
Ótrúleg og áður óséð tölfræði: Tveir Arsenal-menn áttu enga sendingu Þeir Kai Havertz og Jurriën Timber áttu sinn þátt í 2-2 jafntefli Arsenal gegn Manchester City í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gær. Hvorugur þeirra átti þó eina einustu sendingu á samherja. 23. september 2024 08:01