Skilur að fólk sé hugsi yfir mögulegum skyldleika við sæðisgjöf Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. september 2024 20:02 Henry Alexander Henrysson heimspekingur segir marga hugsi yfir fréttum helgarinnar. Vísir/Sigurjón Heimspekingur segist skilja vel að fólk hafi orðið hugsi eftir fréttir af því að skyldleiki íslenskra sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæði hérlendis sé ekki skoðaður. Smæð samfélagsins geti kallað á að farið sé lengra en lagarammi og læknisfræðileg rök kveða á um. Frjósemisfyrirtækð Livio auglýsti nýlega eftir íslenskum sæðisgjöfum, sem geta valið hvort sæðið sé notað hér á landi eða einungis í útlöndum. Það vakti mikla athygli þegar greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag að skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæði sé ekki kannaður en sæðisgjafar eru hvattir til að láta sína nánustu vita svo ekki verði „slys“ eins og yfirlæknir orðaði það. „Ég skil alveg að fólk sé hugsi eftir þessar fréttir. Það hafa margir nefnt það við mig að þetta sé sértakt. Ég held það sé í fyrsta lagi það að fólk vissi ekki af þessum möguleika, þetta hefur ekki verið mikið rætt í íslensku samfélagi. Ég held hreinlega að fáir hafi vitað að sæðisgjafir væru í boði,“ segir Henry Alexander Henrysson, heimspekingur. Taka megi aukaskref Fólk sé þá hugsi yfir því að ábyrgðinni sé varpað á herðar sæðisgjafanna. „Ég held að það sé kannski ekki alveg leiðin til að fara.“ Snorri Einarsson, yfrlæknir á Livio, segir í samtali við fréttastofu í dag að langflestir íslensku sæðisgjafanna velji að senda sæðið út og eins velji þeir sem þiggja sæði hérlendis erlenda gjafa. Þá nefnir hann að ekkert stoppi til að mynda systkinabörn að eignast saman afkomendur. „Fólk spyr sig: Er íslenskt samfélag ekki með ákveðna sérstöðu vegna smæðar sinnar? Þá vaknar þessi spurning, sem ég held að hafi gert fólk smá hugsi: Er kannski ástæða til að fara aðeins umfram lagarammann og læknisfræðileg rök og taka kannski nokkur aukaskref, til dæmis að bjóða upp á þann möguleika að skyldleiki sé skoðaður?“ segir Henry. „Slys geta alltaf orðið“ Eins séu uppi stórar spurningar um það hversu marga afkomendur sæðisgjafar geti eignast. „Það er kannski eitthvað sem við höfum alltaf áhyggjur af og jafnvel hafa verið búnar til bíómyndir um. Það eru kannski stærstu spurningarnar: Hvert kynfrumurnar fara og hversu margir nýta þær og þar af leiðandi skyldleiki aðila úti í samfélaginu, sem vita kannski ekki af hvorum öðrum.“ Er einhver hætta á að það verði einhver svona slys, eins og það er orðað? „Slys geta alltaf orðið og við höfum það í gegn um söguna að jafnvel hjá öflugustu aðilum hafi hlutir farið úrskeiðis. Það er óalgengt, það gerist ekki oft en þegar það gerist fer ansi mikið úrskeiðis og þá erum við líka að fást við gríðarlega mikilvæg siðfræðileg verðmæti.“ Frjósemi Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tækni Fjölskyldumál Tengdar fréttir Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. 21. september 2024 21:03 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Fleiri fréttir Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Sjá meira
Frjósemisfyrirtækð Livio auglýsti nýlega eftir íslenskum sæðisgjöfum, sem geta valið hvort sæðið sé notað hér á landi eða einungis í útlöndum. Það vakti mikla athygli þegar greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag að skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæði sé ekki kannaður en sæðisgjafar eru hvattir til að láta sína nánustu vita svo ekki verði „slys“ eins og yfirlæknir orðaði það. „Ég skil alveg að fólk sé hugsi eftir þessar fréttir. Það hafa margir nefnt það við mig að þetta sé sértakt. Ég held það sé í fyrsta lagi það að fólk vissi ekki af þessum möguleika, þetta hefur ekki verið mikið rætt í íslensku samfélagi. Ég held hreinlega að fáir hafi vitað að sæðisgjafir væru í boði,“ segir Henry Alexander Henrysson, heimspekingur. Taka megi aukaskref Fólk sé þá hugsi yfir því að ábyrgðinni sé varpað á herðar sæðisgjafanna. „Ég held að það sé kannski ekki alveg leiðin til að fara.“ Snorri Einarsson, yfrlæknir á Livio, segir í samtali við fréttastofu í dag að langflestir íslensku sæðisgjafanna velji að senda sæðið út og eins velji þeir sem þiggja sæði hérlendis erlenda gjafa. Þá nefnir hann að ekkert stoppi til að mynda systkinabörn að eignast saman afkomendur. „Fólk spyr sig: Er íslenskt samfélag ekki með ákveðna sérstöðu vegna smæðar sinnar? Þá vaknar þessi spurning, sem ég held að hafi gert fólk smá hugsi: Er kannski ástæða til að fara aðeins umfram lagarammann og læknisfræðileg rök og taka kannski nokkur aukaskref, til dæmis að bjóða upp á þann möguleika að skyldleiki sé skoðaður?“ segir Henry. „Slys geta alltaf orðið“ Eins séu uppi stórar spurningar um það hversu marga afkomendur sæðisgjafar geti eignast. „Það er kannski eitthvað sem við höfum alltaf áhyggjur af og jafnvel hafa verið búnar til bíómyndir um. Það eru kannski stærstu spurningarnar: Hvert kynfrumurnar fara og hversu margir nýta þær og þar af leiðandi skyldleiki aðila úti í samfélaginu, sem vita kannski ekki af hvorum öðrum.“ Er einhver hætta á að það verði einhver svona slys, eins og það er orðað? „Slys geta alltaf orðið og við höfum það í gegn um söguna að jafnvel hjá öflugustu aðilum hafi hlutir farið úrskeiðis. Það er óalgengt, það gerist ekki oft en þegar það gerist fer ansi mikið úrskeiðis og þá erum við líka að fást við gríðarlega mikilvæg siðfræðileg verðmæti.“
Frjósemi Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tækni Fjölskyldumál Tengdar fréttir Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. 21. september 2024 21:03 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Fleiri fréttir Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Sjá meira
Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. 21. september 2024 21:03