Leiðrétting löngu eftir EM: Þetta hefði átt að vera víti Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2024 13:31 Jamal Musiala skaut boltanum að marki Spánar en Marc Cucurella stöðvaði skotið með hendi. Spánverjar sluppu með skrekkinn og enduðu á að verða Evrópumeistarar. Getty/Tom Weller Þjóðverjar geta nú haldið áfram að svekkja sig á því hvernig fór fyrir þeim á Evrópumótinu í fótbolta á heimavelli í sumar, því þeir áttu svo sannarlega að fá vítaspyrnu í leiknum við Spán í 8-liða úrslitum. Margir, og þá sérstaklega Þjóðverjar, muna eflaust enn eftir atvikinu í framlengingu leiksins þegar Marc Cucurella, bakvörður Spánar, fékk skot Jamals Musiala í höndina innan teigs. Enski dómarinn Anthony Taylor dæmdi ekkert og kollegar hans sem sinntu myndbandsdómgæslu ákváðu sömuleiðis að grípa ekki inn í. Þetta gerðist á 107. mínútu, í stöðunni 1-1, en í stað þess að Þýskaland fengi víti og gullið tækifæri til að komast yfir þá vann Spánn 2-1 með marki Mikels Merino á lokamínútu framlengingarinnar. Spánverjar enduðu svo á að verða Evrópumeistarar. Ákvörðun Taylors var vægast sagt umdeild, enda Cucurella með höndina nokkuð frá líkamanum þegar skot Musiala hæfði hana, og núna hefur dómaranefnd UEFA viðurkennt að dæma hefði átt vítaspyrnu. Höndin of langt frá búknum Spænski miðillinn Relevo greinir frá þessu og segir að dómaranefndin vegi reglulega og meti dóma í leikjum, til að stuðla að auknu samræmi í dómgæslu í Evrópu. Eftirlitsmaðurinn Roberto Rosetti segir í áliti til nefndarinnar: „Samkvæmt nýjustu viðmiðum UEFA ætti að taka strangar á því þegar skot eru stöðvuð með hendi, nema að höndin sé mjög nálægt eða snerti búkinn. Í þessu tilviki var höndin sem stöðvaði skotið ekki mjög nálægt búknum, og þannig gerði varnarmaðurinn sig stærri, svo að það hefði átt að dæma víti.“ Tveir og hálfur mánuður eru síðan að leikurinn fór fram og því ekkert sem að Þjóðverjar geta gert úr þessu annað en að svekkja sig á orðnum hlut. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Sjá meira
Margir, og þá sérstaklega Þjóðverjar, muna eflaust enn eftir atvikinu í framlengingu leiksins þegar Marc Cucurella, bakvörður Spánar, fékk skot Jamals Musiala í höndina innan teigs. Enski dómarinn Anthony Taylor dæmdi ekkert og kollegar hans sem sinntu myndbandsdómgæslu ákváðu sömuleiðis að grípa ekki inn í. Þetta gerðist á 107. mínútu, í stöðunni 1-1, en í stað þess að Þýskaland fengi víti og gullið tækifæri til að komast yfir þá vann Spánn 2-1 með marki Mikels Merino á lokamínútu framlengingarinnar. Spánverjar enduðu svo á að verða Evrópumeistarar. Ákvörðun Taylors var vægast sagt umdeild, enda Cucurella með höndina nokkuð frá líkamanum þegar skot Musiala hæfði hana, og núna hefur dómaranefnd UEFA viðurkennt að dæma hefði átt vítaspyrnu. Höndin of langt frá búknum Spænski miðillinn Relevo greinir frá þessu og segir að dómaranefndin vegi reglulega og meti dóma í leikjum, til að stuðla að auknu samræmi í dómgæslu í Evrópu. Eftirlitsmaðurinn Roberto Rosetti segir í áliti til nefndarinnar: „Samkvæmt nýjustu viðmiðum UEFA ætti að taka strangar á því þegar skot eru stöðvuð með hendi, nema að höndin sé mjög nálægt eða snerti búkinn. Í þessu tilviki var höndin sem stöðvaði skotið ekki mjög nálægt búknum, og þannig gerði varnarmaðurinn sig stærri, svo að það hefði átt að dæma víti.“ Tveir og hálfur mánuður eru síðan að leikurinn fór fram og því ekkert sem að Þjóðverjar geta gert úr þessu annað en að svekkja sig á orðnum hlut.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Sjá meira