Ein kært nauðgun og fjórar segjast hafa verið beittar ofbeldi Árni Sæberg skrifar 23. september 2024 13:11 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður gætir hagsmuna kvenanna. Fimm konur sem starfa eða starfað hafa hjá Icelandair segjast hafa verið beittar ofbeldi af hálfu samstarfsmanns þeirra hjá félaginu. Ein þeirra hefur lagt fram kæru á hendur manninum, Sóloni Guðmundssyni, fyrir nauðgun. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Vilhjálmi Vilhjálmssyni lögmanni, sem gætir hagsmuna kvennanna. Í yfirlýsingunni segir að ofbeldið, sem konurnar lýsa, hafi ýmist verið andlegt eða líkamlegt, eða hvoru tveggja og megi meðal annars heimfæra undir ákvæði almennra hegningarlaga um nauðgun. Í yfirlýsingunni er Sólon ekki nafngreindur heldur er vísað til hans sem samstarfsmanns kvennanna. Þær hafi allar komið upplýsingum um brotin á framfæri við Icelandair. Hafi nauðgað konu í júlí Ein kvennanna hafi lagt fram kæru á hendur Sóloni fyrir nauðgun, sem eigi að hafa verið framin í lok júlí þessa árs. Í beinu framhaldi hafi brotaþoli leitað til sálfræðings, sem hafi sent hana á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Um miðjan ágúst hafi brotaþoli upplýst Icelandair um hið meinta brot. Stuttu síðar hafi hún lagt fram kæru hjá lögreglu. Fjölskyldan heimtar rannsókn Talsvert hefur verið fjallað um mál Sólons undanfarna daga en hann svipti sig lífi 25. ágúst síðastliðinn. Nokkru áður hafði hann að sögn fjölskyldu hans verið neyddur til að segja upp störfum sem flugmaður hjá Icelandair. Fjölskyldan hefur farið fram á að andlát Sólons verði rannsakað. Hafa ekki áhuga á að vera hluti af umræðunni Í yfirlýsingu kvennanna segir að engin þeirra hafi áhuga á að vera hluti af opinberri umræðu um málið. „Þvert á móti þá hefur fjölmiðlaumfjöllun síðustu daga verið þeim þungbær. Að gefnu tilefni vilja þær hins vegar koma ofangreindu á framfæri.“ Kynferðisofbeldi Icelandair MeToo Tengdar fréttir Fjölskylda flugmanns Icelandair vill að lögregla rannsaki andlát hans Fjölskylda flugmanns hjá Icelandair hefur lagt fram beiðni til lögreglu um að andlát hans verði rannsakað. Flugmaðurinn féll fyrir eigin hendi eftir að mál tengd honum voru tekin fyrir innan fyrirtækisins. Fjölskylda hans telur mörgum spurningum enn ósvarað í málinu. Miklar brotalamir hafi verið á málsmeðferð innan Icelandair. 20. september 2024 18:42 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Vilhjálmi Vilhjálmssyni lögmanni, sem gætir hagsmuna kvennanna. Í yfirlýsingunni segir að ofbeldið, sem konurnar lýsa, hafi ýmist verið andlegt eða líkamlegt, eða hvoru tveggja og megi meðal annars heimfæra undir ákvæði almennra hegningarlaga um nauðgun. Í yfirlýsingunni er Sólon ekki nafngreindur heldur er vísað til hans sem samstarfsmanns kvennanna. Þær hafi allar komið upplýsingum um brotin á framfæri við Icelandair. Hafi nauðgað konu í júlí Ein kvennanna hafi lagt fram kæru á hendur Sóloni fyrir nauðgun, sem eigi að hafa verið framin í lok júlí þessa árs. Í beinu framhaldi hafi brotaþoli leitað til sálfræðings, sem hafi sent hana á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Um miðjan ágúst hafi brotaþoli upplýst Icelandair um hið meinta brot. Stuttu síðar hafi hún lagt fram kæru hjá lögreglu. Fjölskyldan heimtar rannsókn Talsvert hefur verið fjallað um mál Sólons undanfarna daga en hann svipti sig lífi 25. ágúst síðastliðinn. Nokkru áður hafði hann að sögn fjölskyldu hans verið neyddur til að segja upp störfum sem flugmaður hjá Icelandair. Fjölskyldan hefur farið fram á að andlát Sólons verði rannsakað. Hafa ekki áhuga á að vera hluti af umræðunni Í yfirlýsingu kvennanna segir að engin þeirra hafi áhuga á að vera hluti af opinberri umræðu um málið. „Þvert á móti þá hefur fjölmiðlaumfjöllun síðustu daga verið þeim þungbær. Að gefnu tilefni vilja þær hins vegar koma ofangreindu á framfæri.“
Kynferðisofbeldi Icelandair MeToo Tengdar fréttir Fjölskylda flugmanns Icelandair vill að lögregla rannsaki andlát hans Fjölskylda flugmanns hjá Icelandair hefur lagt fram beiðni til lögreglu um að andlát hans verði rannsakað. Flugmaðurinn féll fyrir eigin hendi eftir að mál tengd honum voru tekin fyrir innan fyrirtækisins. Fjölskylda hans telur mörgum spurningum enn ósvarað í málinu. Miklar brotalamir hafi verið á málsmeðferð innan Icelandair. 20. september 2024 18:42 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Sjá meira
Fjölskylda flugmanns Icelandair vill að lögregla rannsaki andlát hans Fjölskylda flugmanns hjá Icelandair hefur lagt fram beiðni til lögreglu um að andlát hans verði rannsakað. Flugmaðurinn féll fyrir eigin hendi eftir að mál tengd honum voru tekin fyrir innan fyrirtækisins. Fjölskylda hans telur mörgum spurningum enn ósvarað í málinu. Miklar brotalamir hafi verið á málsmeðferð innan Icelandair. 20. september 2024 18:42