„Æsandi að hugsa til þess að annar maður horfi á“ Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 24. september 2024 20:00 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Vísir Spurning barst frá lesenda svo hljóðandi: „Er óeðlilegt að mér finnist æsandi að hugsa um mig með manninum mínum í kynlífi með öðrum manni að horfa á?“ Ohh fantasíur eru svo skemmtilegar! Eflaust tengja mörg við það að hafa heyrt bólfélaga eða maka hvísla að sér: „Segðu mér hvað þú vilt.“ Kannski er að hitna í kolunum eða þið eruð dottin í koddahjal eftir kynlíf. Flest eigum við frekar erfitt með að hleypa öðrum inn í okkar fantasíuheim. Hefur þú í alvöru og þá meina ég Í ALVÖRU sagt einhverjum frá öllu því sem þig langar að prófa í kynlífi eða sagt frá því hverjar þínar fantasíur eru? Mmmm.. grunaði það! En af hverju er þetta svona flókið? Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Fantasíur eru mjög persónulegar.Vísir/Getty Til að tryggja að við séum öll á sömu blaðsíðu þá eru fantasíur ímyndir og hugsanir sem koma upp í hugann og kveikja í þér kynferðislega. Fantasíur eru mjög persónulegar og geta gefið okkur vísbendingar um það sem kveikir í okkur alveg óháð því hvort okkur langi til að upplifa það í raunveruleikanum eða ekki. Fantasíur eru öruggt rými til að prófa okkur áfram eða hreinlega leið til að auka unað í kynlífi og sjálfsfróun. Svo ég snúi mér að spurningunni þá er alls ekki óeðlilegt að finnast æsandi að hugsa um einhvern þriðja aðila sem horfir á eða tekur þátt í kynlífi með þér og manninum þínum. Fantasíur eru sjaldnast um það sem við þekkjum best, þær byggja stundum á raunveruleikanum en bæta yfirleitt einhverju kryddi við. Rannsóknir sýna að flest fólk fantaserar og gera það jafnvel oft á dag eða viku. Þegar fólk er spurt út í sínar helstu fantasíur er algengast að fólk nefni hópkynlíf, þar sem þrír eða fleiri stunda kynlíf saman. Þar að auki nefnir fólk oft fantasíur sem snúast um það að leika með sársauka eða völd. Annað algengt þema eru fantasíur sem beinast að því að fylgjast með öðrum stunda kynlíf eða að aðrir horfi á sig. Ein bók hefur verið sérstaklega skrifuð um fantasíur sem ég get mælt með fyrir lesendur er Tell Me What You Want eftir Justin Lehmiller. View this post on Instagram A post shared by Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir (@aldisthorbjorg) Því miður upplifa mörg okkar skömm gagnvart eigin fantasíum. Mörg gera sér grein fyrir því að sumar fantasíur munu aldrei rætast en óttast samt álit annarra. Það eitt að fantasían komi upp í hugann getur kveikt á tilfinningum eins og skömm. Sum óttast að særa tilfinningar maka eða bólfélaga, þar sem fantasíur hafa stundum ekkert með þau að gera. Það getur aukið nánd og ýtt undir erótíska tengingu þegar fantasíum er deilt með maka eða bólfélaga. Ávallt er gott að nálgast samtalið á nærgætinn hátt og gott er að muna að fantasíur þurfa ekki að verða að veruleika. Það eitt og sér að segja frá þeim getur verið ansi heitt! Ef þú hefur áhyggjur af eigin fantasíum, finnst þær taka upp mjög mikinn tíma í þínu daglega lífi eða þær valda þér vanlíðan hvet ég þig til að leita þér aðstoðar. Hægt er að leita til kynfræðinga og kynlífsráðgjafa eftir ráðgjöf. Kynlífið með Aldísi Kynlíf Tengdar fréttir Ein lausn er að liggja hlið við hlið og fróa sér Jæja haustið er komið, rútínan mætt og foreldrar landsins fagna. Eitt af því sem ég heyri frá foreldrum er að sumarið sé tími sem einkennist af mjög mörgu… öðru en kynlífi. Þannig að kannski má segja að sumarið sé ekki alltaf tíminn! 17. september 2024 20:01 Mest lesið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Sjá meira
Ohh fantasíur eru svo skemmtilegar! Eflaust tengja mörg við það að hafa heyrt bólfélaga eða maka hvísla að sér: „Segðu mér hvað þú vilt.“ Kannski er að hitna í kolunum eða þið eruð dottin í koddahjal eftir kynlíf. Flest eigum við frekar erfitt með að hleypa öðrum inn í okkar fantasíuheim. Hefur þú í alvöru og þá meina ég Í ALVÖRU sagt einhverjum frá öllu því sem þig langar að prófa í kynlífi eða sagt frá því hverjar þínar fantasíur eru? Mmmm.. grunaði það! En af hverju er þetta svona flókið? Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Fantasíur eru mjög persónulegar.Vísir/Getty Til að tryggja að við séum öll á sömu blaðsíðu þá eru fantasíur ímyndir og hugsanir sem koma upp í hugann og kveikja í þér kynferðislega. Fantasíur eru mjög persónulegar og geta gefið okkur vísbendingar um það sem kveikir í okkur alveg óháð því hvort okkur langi til að upplifa það í raunveruleikanum eða ekki. Fantasíur eru öruggt rými til að prófa okkur áfram eða hreinlega leið til að auka unað í kynlífi og sjálfsfróun. Svo ég snúi mér að spurningunni þá er alls ekki óeðlilegt að finnast æsandi að hugsa um einhvern þriðja aðila sem horfir á eða tekur þátt í kynlífi með þér og manninum þínum. Fantasíur eru sjaldnast um það sem við þekkjum best, þær byggja stundum á raunveruleikanum en bæta yfirleitt einhverju kryddi við. Rannsóknir sýna að flest fólk fantaserar og gera það jafnvel oft á dag eða viku. Þegar fólk er spurt út í sínar helstu fantasíur er algengast að fólk nefni hópkynlíf, þar sem þrír eða fleiri stunda kynlíf saman. Þar að auki nefnir fólk oft fantasíur sem snúast um það að leika með sársauka eða völd. Annað algengt þema eru fantasíur sem beinast að því að fylgjast með öðrum stunda kynlíf eða að aðrir horfi á sig. Ein bók hefur verið sérstaklega skrifuð um fantasíur sem ég get mælt með fyrir lesendur er Tell Me What You Want eftir Justin Lehmiller. View this post on Instagram A post shared by Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir (@aldisthorbjorg) Því miður upplifa mörg okkar skömm gagnvart eigin fantasíum. Mörg gera sér grein fyrir því að sumar fantasíur munu aldrei rætast en óttast samt álit annarra. Það eitt að fantasían komi upp í hugann getur kveikt á tilfinningum eins og skömm. Sum óttast að særa tilfinningar maka eða bólfélaga, þar sem fantasíur hafa stundum ekkert með þau að gera. Það getur aukið nánd og ýtt undir erótíska tengingu þegar fantasíum er deilt með maka eða bólfélaga. Ávallt er gott að nálgast samtalið á nærgætinn hátt og gott er að muna að fantasíur þurfa ekki að verða að veruleika. Það eitt og sér að segja frá þeim getur verið ansi heitt! Ef þú hefur áhyggjur af eigin fantasíum, finnst þær taka upp mjög mikinn tíma í þínu daglega lífi eða þær valda þér vanlíðan hvet ég þig til að leita þér aðstoðar. Hægt er að leita til kynfræðinga og kynlífsráðgjafa eftir ráðgjöf.
Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni.
Kynlífið með Aldísi Kynlíf Tengdar fréttir Ein lausn er að liggja hlið við hlið og fróa sér Jæja haustið er komið, rútínan mætt og foreldrar landsins fagna. Eitt af því sem ég heyri frá foreldrum er að sumarið sé tími sem einkennist af mjög mörgu… öðru en kynlífi. Þannig að kannski má segja að sumarið sé ekki alltaf tíminn! 17. september 2024 20:01 Mest lesið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Sjá meira
Ein lausn er að liggja hlið við hlið og fróa sér Jæja haustið er komið, rútínan mætt og foreldrar landsins fagna. Eitt af því sem ég heyri frá foreldrum er að sumarið sé tími sem einkennist af mjög mörgu… öðru en kynlífi. Þannig að kannski má segja að sumarið sé ekki alltaf tíminn! 17. september 2024 20:01
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið