Úkraínumenn berjist með „aðra hönd bundna fyrir aftan bak“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. september 2024 20:02 Marko Mihkelson, formaður utanríkismálanefndar eistneska þingsins, var ómyrkur í máli gagnvart Rússlandi í pallborðsumræðum í Háskólanum í Reykjavík í dag. Hann segir varasamt að styðja ekki almennilega við bakið á Úkraínu í stríði þeirra við Rússland. Vísir/Vilhelm Tregða Bandaríkjanna og annarra ríkja til að leyfa Úkraínumönnum að nota vopn frá þeim innan landamæra Rússlands er mikil vonbrigði. Þetta segir formaður utanríkismálanefndar Eistlands sem telur afstöðuna hættulega og merki um veikleika. Mikið sé í húfi fyrir allsherjaröryggi í Evrópu. Úkraínuforseti er staddur í Bandaríkjunum í tengslum við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Hann hefur meðal annars nýtt ferðina til að heimsækja vopnaverksmiðju í Pennsylvaníu sem framleiðir skotfæri sem Úkraínuher notar í stríðinu gegn Rússlandi. Þá mun hann funda með ráðamönnum og forsetaframbjóðendum, en stórveldi á borð við Bandaríkin hafa verið rög við að leyfa Úkraínumönnum að nota vopn frá þeim innan landamæra Rússlands, af ótta við að það muni eggja Pútín áfram til frekari átaka og stigmögnunar stríðsins. Úkraínuforseti er staddur í Bandaríkjunum í tengslum við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Hann hefur meðal annars nýtt ferðina til að heimsækja vopnaverksmiðju í Pennsylvaníu sem framleiðir skotfæri sem Úkraínuher notar í stríðinu gegn Rússlandi. Þá mun hann funda með ráðamönnum og forsetaframbjóðendum, en stórveldi á borð við Bandaríkin hafa verið rög við að leyfa Úkraínumönnum að nota vopn frá þeim innan landamæra Rússlands, af ótta við að það muni eggja Pútín áfram til frekari átaka og stigmögnunar stríðsins. „Það eina sem eggjar Rússa er veikleiki. Enginn eggjaði Rússa til að hefja þetta stórstríð í Evrópu. Þeir hafa sett sér langtímastefnu, sem felst ekki aðeins í að eyða Úkraínu heldur einnig til að skaða öryggisuppbyggingu og frið í Evrópu,“ segir Marko Mihkelson sem er formaður utanríkismálanefndar eistneska þingsins. Undir þessar áhyggjur taka einnig kollegar hans, formenn og varaformenn utanríkismálanefnda þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja, sem staddir eru hér á landi og tóku þátt í pallborðsumræðum um öryggis- og varnarmál á vegum Varðbergs í Háskólanum í Reykjavík í dag. Sjálfur hefur Mihkelson margsinnis heimsótt Úkraínu og kynnt sér aðstæður á framlínu stríðsins. Diljá Mist Einarsdóttir alþingismaður og fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar Alþingis stýrði pallborðsumræðum.Vísir/Vilhelm „Það er ótrúlegt að sjá úkraínska hermenn og foringja berjast í þessu stríði með aðra hönd bundna fyrir aftan bak. Þeir geta ekki beitt þeim vopnum sem þeim hefur verið send,“ bætir hann við. Þá hafi hann einnig í síðustu heimsókn sinni til Úkraínu séð lista yfir öll þau vopn sem Bandaríkjamenn hafi lofað Úkraínumönnum til viðbótar, en ekkert bóli á þeim enn mörgum mánuðum síðar. Þetta eigi ekki aðeins við um langdræg vopn, heldur ýmislegt annað sem Úkraínumenn þurfi á að halda. Fundarsalurinn var nokkuð þétt setinn á pallborðsumræðum formanna utanríkismálanefnda í HR í dag.Vísir/Vilhelm Staðan sé alvarlegri en fólk geri sér grein fyrir Mihkelson segir mikið vera í húfi, ekki aðeins fyrir Úkraínu. Hann bendir jafnframt á mikilvægi þess að missa ekki augun af öðrum ríkjum sem hliðholl eru Rússlandi, til að mynda Kína, sem vilji auka vægi sitt, áhrif og völd á heimsvísu. „Við í Evrópu og hinum vestræna heimi skiljum líklega enn hversu hættuleg staðan er.“ Spurður hvort hann sé bjartsýnn á að Selenskí Úkraínuforseti nái að beita sannfæringarmætti sínum í heimsókninni til Bandaríkjanna segist Mihkelson vona að hann gefist ekki upp. „Ég hef hitt Selenskí forseta nokkrum sinnum og í hvert sinn spyr ég sjálfan mig hvernig hann þraukar,“ segir Mihkelson. „Hlustið á Selenskí.“ Viðtal Stöðvar 2 við Marko Mihkelson, formann utanríkismálanefndar eistneska þingsins, í heild sinni má finna í spilaranum hér að neðan. Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Eistland Hernaður Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Úkraínuforseti er staddur í Bandaríkjunum í tengslum við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Hann hefur meðal annars nýtt ferðina til að heimsækja vopnaverksmiðju í Pennsylvaníu sem framleiðir skotfæri sem Úkraínuher notar í stríðinu gegn Rússlandi. Þá mun hann funda með ráðamönnum og forsetaframbjóðendum, en stórveldi á borð við Bandaríkin hafa verið rög við að leyfa Úkraínumönnum að nota vopn frá þeim innan landamæra Rússlands, af ótta við að það muni eggja Pútín áfram til frekari átaka og stigmögnunar stríðsins. Úkraínuforseti er staddur í Bandaríkjunum í tengslum við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Hann hefur meðal annars nýtt ferðina til að heimsækja vopnaverksmiðju í Pennsylvaníu sem framleiðir skotfæri sem Úkraínuher notar í stríðinu gegn Rússlandi. Þá mun hann funda með ráðamönnum og forsetaframbjóðendum, en stórveldi á borð við Bandaríkin hafa verið rög við að leyfa Úkraínumönnum að nota vopn frá þeim innan landamæra Rússlands, af ótta við að það muni eggja Pútín áfram til frekari átaka og stigmögnunar stríðsins. „Það eina sem eggjar Rússa er veikleiki. Enginn eggjaði Rússa til að hefja þetta stórstríð í Evrópu. Þeir hafa sett sér langtímastefnu, sem felst ekki aðeins í að eyða Úkraínu heldur einnig til að skaða öryggisuppbyggingu og frið í Evrópu,“ segir Marko Mihkelson sem er formaður utanríkismálanefndar eistneska þingsins. Undir þessar áhyggjur taka einnig kollegar hans, formenn og varaformenn utanríkismálanefnda þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja, sem staddir eru hér á landi og tóku þátt í pallborðsumræðum um öryggis- og varnarmál á vegum Varðbergs í Háskólanum í Reykjavík í dag. Sjálfur hefur Mihkelson margsinnis heimsótt Úkraínu og kynnt sér aðstæður á framlínu stríðsins. Diljá Mist Einarsdóttir alþingismaður og fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar Alþingis stýrði pallborðsumræðum.Vísir/Vilhelm „Það er ótrúlegt að sjá úkraínska hermenn og foringja berjast í þessu stríði með aðra hönd bundna fyrir aftan bak. Þeir geta ekki beitt þeim vopnum sem þeim hefur verið send,“ bætir hann við. Þá hafi hann einnig í síðustu heimsókn sinni til Úkraínu séð lista yfir öll þau vopn sem Bandaríkjamenn hafi lofað Úkraínumönnum til viðbótar, en ekkert bóli á þeim enn mörgum mánuðum síðar. Þetta eigi ekki aðeins við um langdræg vopn, heldur ýmislegt annað sem Úkraínumenn þurfi á að halda. Fundarsalurinn var nokkuð þétt setinn á pallborðsumræðum formanna utanríkismálanefnda í HR í dag.Vísir/Vilhelm Staðan sé alvarlegri en fólk geri sér grein fyrir Mihkelson segir mikið vera í húfi, ekki aðeins fyrir Úkraínu. Hann bendir jafnframt á mikilvægi þess að missa ekki augun af öðrum ríkjum sem hliðholl eru Rússlandi, til að mynda Kína, sem vilji auka vægi sitt, áhrif og völd á heimsvísu. „Við í Evrópu og hinum vestræna heimi skiljum líklega enn hversu hættuleg staðan er.“ Spurður hvort hann sé bjartsýnn á að Selenskí Úkraínuforseti nái að beita sannfæringarmætti sínum í heimsókninni til Bandaríkjanna segist Mihkelson vona að hann gefist ekki upp. „Ég hef hitt Selenskí forseta nokkrum sinnum og í hvert sinn spyr ég sjálfan mig hvernig hann þraukar,“ segir Mihkelson. „Hlustið á Selenskí.“ Viðtal Stöðvar 2 við Marko Mihkelson, formann utanríkismálanefndar eistneska þingsins, í heild sinni má finna í spilaranum hér að neðan.
Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Eistland Hernaður Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira