Mörkin úr Bestu: Sjáðu perlur Gylfa og Ísaks Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2024 08:32 Ísak Snær Þorvaldsson skoraði glæsilegt mark gegn ÍA í gærkvöld. vísir/Anton Gylfi Þór Sigurðsson og Ísak Snær Þorvaldsson skoruðu glæsileg mörk í gærkvöld þegar fyrstu leikirnir í efri hluta Bestu deildarinnar í fótbolta fóru fram. Valur gerði 2-2 jafntefli við Stjörnuna þrátt fyrir erfiða stöðu heimamanna í hálfleik. Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnunni í 1-0 með góðu skoti eftir frábæran sprett Óla Vals Ómarssonar, og Adolf Daði Birgisson jók muninn í 2-0. Albin Skoglund minnkaði muninn eftir undirbúning Patrick Pedersen en það var svo Gylfi sem jafnaði metin upp á eigin spýtur, með frábæru skoti. Klippa: Mörk Vals og Stjörnunnar Í Kópavogi vann Breiðablik 2-0 sigur gegn ÍA. Staðan var markalaus fram í seinni hálfleik en þá átti Davíð Ingvarsson fyrirgjöf sem fór af Johannesi Vall og í mark ÍA. Ísak Snær skrúfaði svo boltann frábærlega í slá og inn undir lok leiks, og innsiglaði sigur Blika. Breiðablik er þar með með þriggja stiga forskot á Víkinga sem eiga til góða leik við FH á morgun. Klippa: Mörk Breiðabliks gegn ÍA Á sunnudag gerðu KR og Vestri 2-2 jafntefli í Vesturbænum. Atli Sigurjónsson kom KR yfir með skalla rétt fyrir hálfleik. Andri Rúnar Bjarnason jafnaði metin á 65. mínútu en Benoný Breki Andrésson kom KR yfir á nýjan leik. Vestri jafnaði metin svo korteri fyrir leikslok og er markið skráð á Gustav Kjeldsen, þó að skallinn fari svo af Jóni Arnari Sigurðssyni í netið. Klippa: Mörk KR og Vestra Fram vann svo 2-0 sigur gegn Fylki sem situr á botni deildarinnar, og komu bæði mörkin í fyrri hálfleik. Alex Freyr Elísson skoraði það fyrra með frábæru skoti í stöng og inn, og Magnús Þórðarson vann boltann af vörn Fylkis og skoraði það seinna. Klippa: Mörk Fram gegn Fylki Besta deild karla Breiðablik ÍA KR Fylkir Fram Valur Stjarnan Tengdar fréttir Uppgjörið, viðtöl og myndir: Breiðablik - ÍA 2-0 | Afbragðsafgreiðsla Ísaks innsiglaði sigurinn Breiðablik vann 2-0 sigur gegn ÍA á heimavelli. Staðan var markalaus í hálfleik en í síðari hálfleik gerði Johannes Vall sjálfsmark og Ísak Snær Þorvaldsson bætti við öðru marki í uppbótartíma. 23. september 2024 21:52 Uppgjörið: Valur - Stjarnan 2-2 | Gylfi Þór jafnaði með stórkostlegu marki Valur og Stjarnan skildu jöfn 2-2 þegar liðin leiddu saman hesta sína á N1-völlinn að Hlíðarenda í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn var liður í fyrstu umferð í keppni efstu liða deildarinnar. 23. september 2024 21:08 Uppgjörið og viðtöl: Fram - Fylkir 2-0 | Langþráður sigur Fram setur níu tær í efstu deild að ári Fram innbyrti kærkomin þrjú stig þegar liðið fékk Fram í heimsókn í fyrstu umferð í keppni liðanna í neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 2-0 Fram í vil. 22. september 2024 21:04 Uppgjörið: KR - Vestri 2-2 | Guy Smit bjargaði stigi fyrir KR KR og Vestri skildu jöfn, 2-2, í fyrstu umferð úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar karla í dag. KR-ingar komust tvisvar yfir en Vestramenn jöfnuðu í bæði skiptin. 22. september 2024 16:00 Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Sjá meira
Valur gerði 2-2 jafntefli við Stjörnuna þrátt fyrir erfiða stöðu heimamanna í hálfleik. Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnunni í 1-0 með góðu skoti eftir frábæran sprett Óla Vals Ómarssonar, og Adolf Daði Birgisson jók muninn í 2-0. Albin Skoglund minnkaði muninn eftir undirbúning Patrick Pedersen en það var svo Gylfi sem jafnaði metin upp á eigin spýtur, með frábæru skoti. Klippa: Mörk Vals og Stjörnunnar Í Kópavogi vann Breiðablik 2-0 sigur gegn ÍA. Staðan var markalaus fram í seinni hálfleik en þá átti Davíð Ingvarsson fyrirgjöf sem fór af Johannesi Vall og í mark ÍA. Ísak Snær skrúfaði svo boltann frábærlega í slá og inn undir lok leiks, og innsiglaði sigur Blika. Breiðablik er þar með með þriggja stiga forskot á Víkinga sem eiga til góða leik við FH á morgun. Klippa: Mörk Breiðabliks gegn ÍA Á sunnudag gerðu KR og Vestri 2-2 jafntefli í Vesturbænum. Atli Sigurjónsson kom KR yfir með skalla rétt fyrir hálfleik. Andri Rúnar Bjarnason jafnaði metin á 65. mínútu en Benoný Breki Andrésson kom KR yfir á nýjan leik. Vestri jafnaði metin svo korteri fyrir leikslok og er markið skráð á Gustav Kjeldsen, þó að skallinn fari svo af Jóni Arnari Sigurðssyni í netið. Klippa: Mörk KR og Vestra Fram vann svo 2-0 sigur gegn Fylki sem situr á botni deildarinnar, og komu bæði mörkin í fyrri hálfleik. Alex Freyr Elísson skoraði það fyrra með frábæru skoti í stöng og inn, og Magnús Þórðarson vann boltann af vörn Fylkis og skoraði það seinna. Klippa: Mörk Fram gegn Fylki
Besta deild karla Breiðablik ÍA KR Fylkir Fram Valur Stjarnan Tengdar fréttir Uppgjörið, viðtöl og myndir: Breiðablik - ÍA 2-0 | Afbragðsafgreiðsla Ísaks innsiglaði sigurinn Breiðablik vann 2-0 sigur gegn ÍA á heimavelli. Staðan var markalaus í hálfleik en í síðari hálfleik gerði Johannes Vall sjálfsmark og Ísak Snær Þorvaldsson bætti við öðru marki í uppbótartíma. 23. september 2024 21:52 Uppgjörið: Valur - Stjarnan 2-2 | Gylfi Þór jafnaði með stórkostlegu marki Valur og Stjarnan skildu jöfn 2-2 þegar liðin leiddu saman hesta sína á N1-völlinn að Hlíðarenda í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn var liður í fyrstu umferð í keppni efstu liða deildarinnar. 23. september 2024 21:08 Uppgjörið og viðtöl: Fram - Fylkir 2-0 | Langþráður sigur Fram setur níu tær í efstu deild að ári Fram innbyrti kærkomin þrjú stig þegar liðið fékk Fram í heimsókn í fyrstu umferð í keppni liðanna í neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 2-0 Fram í vil. 22. september 2024 21:04 Uppgjörið: KR - Vestri 2-2 | Guy Smit bjargaði stigi fyrir KR KR og Vestri skildu jöfn, 2-2, í fyrstu umferð úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar karla í dag. KR-ingar komust tvisvar yfir en Vestramenn jöfnuðu í bæði skiptin. 22. september 2024 16:00 Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Sjá meira
Uppgjörið, viðtöl og myndir: Breiðablik - ÍA 2-0 | Afbragðsafgreiðsla Ísaks innsiglaði sigurinn Breiðablik vann 2-0 sigur gegn ÍA á heimavelli. Staðan var markalaus í hálfleik en í síðari hálfleik gerði Johannes Vall sjálfsmark og Ísak Snær Þorvaldsson bætti við öðru marki í uppbótartíma. 23. september 2024 21:52
Uppgjörið: Valur - Stjarnan 2-2 | Gylfi Þór jafnaði með stórkostlegu marki Valur og Stjarnan skildu jöfn 2-2 þegar liðin leiddu saman hesta sína á N1-völlinn að Hlíðarenda í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn var liður í fyrstu umferð í keppni efstu liða deildarinnar. 23. september 2024 21:08
Uppgjörið og viðtöl: Fram - Fylkir 2-0 | Langþráður sigur Fram setur níu tær í efstu deild að ári Fram innbyrti kærkomin þrjú stig þegar liðið fékk Fram í heimsókn í fyrstu umferð í keppni liðanna í neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 2-0 Fram í vil. 22. september 2024 21:04
Uppgjörið: KR - Vestri 2-2 | Guy Smit bjargaði stigi fyrir KR KR og Vestri skildu jöfn, 2-2, í fyrstu umferð úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar karla í dag. KR-ingar komust tvisvar yfir en Vestramenn jöfnuðu í bæði skiptin. 22. september 2024 16:00