Pallborðið: „Taumlaus græðgi“ eða verðið á hveiti? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. september 2024 10:44 Sigurður Ágúst Sigurðsson, Ragnar Þór Ingólfsson og Sigríður Margrét Oddsdóttir eru gestir Pallborðsins í dag. Vísir/Vilhelm Staða heimilanna og fyrirtækja á haustmánuðum, útlitið í efnahagsmálum og efnd loforða í tengslum við kjarasamninga verða til umræðu í Pallborðinu í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 12.15. Sérfræðingar spá því að verðbólgan verði komin niður í um fimm prósent í árslok en greiningardeild Íslandsbanka gaf það út í gær að gert væri ráð fyrir að stýrivextir yrðu 8,25 prósent um mitt næsta ár, 7,5 prósent í lok árs 2025 og 5,5 prósent í árslok 2026. Stýrivextir eru í dag 9,25 prósent og hafa verið óbreyttir í meira en ár. Á sama tíma hafa bankarnir hækkað vexti á verðtryggðum lánum. Sjá má þáttinn í heild sinni í spilaranum að neðan. Taumlaus græðgi, hveiti og brauð Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, sagði á dögunum að hækkanirnar væru til marks um „taumlausa græðgi“ sem hefði fengið að viðgangast í fjármálakerfinu en þessu svaraði Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, með því að útskýra að það væri ekki hægt að selja brauðið ódýrara en hveitið. Húsnæðiseigendur sitja uppi með hærri afborganir og lán þar sem fastir vextir eru að losna, neytendur borga meira fyrir matarkörfuna og leigjendur sitja í súpunni á þröngum húsnæðismarkaði. Til alls þessa var horft við gerð kjarasamninga fyrr á árinu, þar sem markmiðið var að stuðla að stöðugleika, auknum kaupmætti og lækkun vaxta og verðbólgu. Hvernig hefur ræst úr þeim fyrirheitum sem gefin voru? Og hvernig verður þróunin í vetur? Þetta og fleira verður til umræðu í Pallborðinu klukkan 12.15 í dag. Stjórnandi er Hólmfríður Gísladóttir en gestir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Sigurður Ágúst Sigurðsson, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík. Hægt er að hlusta á Pallborðið á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Pallborðið Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Húsnæðismál Leigumarkaður Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Sérfræðingar spá því að verðbólgan verði komin niður í um fimm prósent í árslok en greiningardeild Íslandsbanka gaf það út í gær að gert væri ráð fyrir að stýrivextir yrðu 8,25 prósent um mitt næsta ár, 7,5 prósent í lok árs 2025 og 5,5 prósent í árslok 2026. Stýrivextir eru í dag 9,25 prósent og hafa verið óbreyttir í meira en ár. Á sama tíma hafa bankarnir hækkað vexti á verðtryggðum lánum. Sjá má þáttinn í heild sinni í spilaranum að neðan. Taumlaus græðgi, hveiti og brauð Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, sagði á dögunum að hækkanirnar væru til marks um „taumlausa græðgi“ sem hefði fengið að viðgangast í fjármálakerfinu en þessu svaraði Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, með því að útskýra að það væri ekki hægt að selja brauðið ódýrara en hveitið. Húsnæðiseigendur sitja uppi með hærri afborganir og lán þar sem fastir vextir eru að losna, neytendur borga meira fyrir matarkörfuna og leigjendur sitja í súpunni á þröngum húsnæðismarkaði. Til alls þessa var horft við gerð kjarasamninga fyrr á árinu, þar sem markmiðið var að stuðla að stöðugleika, auknum kaupmætti og lækkun vaxta og verðbólgu. Hvernig hefur ræst úr þeim fyrirheitum sem gefin voru? Og hvernig verður þróunin í vetur? Þetta og fleira verður til umræðu í Pallborðinu klukkan 12.15 í dag. Stjórnandi er Hólmfríður Gísladóttir en gestir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Sigurður Ágúst Sigurðsson, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík. Hægt er að hlusta á Pallborðið á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Pallborðið Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Húsnæðismál Leigumarkaður Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira