Þreföldun á endurnýjanlegri orkuframleiðslu innan seilingar Kjartan Kjartansson skrifar 24. september 2024 12:07 Vindorkulundur þar sem endurnýjanleg orka er framleidd í Bretlandi. Vísir/EPA Alþjóðlegt markmið um að þrefalda framleiðslugetu endurnýjanlegrar orku er innan seilingar, að mati Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Orkuframleiðslan dragi þó ekki ein og sér úr losun gróðurhúsalofttegunda sem ógnar loftslagi jarðar. Hátt í tvö hundruð ríki samþykktu að stefna að kolefnishlutleysi í orkuframleiðslu fyrir miðja öldina á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Dúbaí í fyrra. Á sama tíma settu þau sér það markmið að þrefalda framleiðslugetu sína á endurnýjanlegri orku eins og sólar- og vindorku og tvöfalda orkunýtni fyrir lok þessa áratugs. Alþjóðaorkumálastofnunin (IEA) segir það markmið innan seilingar, þökk sé hagstæðum efnahagslegum skilyrðum, framleiðslugetu ríkjanna og stefnumótun þeirra, í skýrslu sem var birt fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í dag. Til þess að svo verði þurfi þó að eyða flöskuhálsum sem tefji leyfisveitingar og tengingar við flutningskerfi raforku. Þannig þurfa ríkin að byggja og endurnýja um 25 milljónir kílómetra af raflínum og auka getu sína til þess að geyma orku um 1.500 gígavött fyrir árið 2030. Aldrei hefur losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuframleiðslu verið meiri en í fyrra. Í skýrslu IEA segir að með því að þrefalda framleiðslu á endurnýjanlegri orku og tvöfalda orkunýtni væri hægt að minnka losunina um tíu milljarða tonna fyrir lok áratugsins. Stofnunin varar þó við því að það hreinsi ekki sjálfkrafa til í orkubúskap mannkynsins að auka framleiðslu endurnýjanlegrar orku. Hún ein og sér dragi ekki úr notkun jarðefnaeldsneytis eða lækki orkukostnað neytenda. Orkumál Loftslagsmál Orkuskipti Bensín og olía Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Sjá meira
Hátt í tvö hundruð ríki samþykktu að stefna að kolefnishlutleysi í orkuframleiðslu fyrir miðja öldina á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Dúbaí í fyrra. Á sama tíma settu þau sér það markmið að þrefalda framleiðslugetu sína á endurnýjanlegri orku eins og sólar- og vindorku og tvöfalda orkunýtni fyrir lok þessa áratugs. Alþjóðaorkumálastofnunin (IEA) segir það markmið innan seilingar, þökk sé hagstæðum efnahagslegum skilyrðum, framleiðslugetu ríkjanna og stefnumótun þeirra, í skýrslu sem var birt fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í dag. Til þess að svo verði þurfi þó að eyða flöskuhálsum sem tefji leyfisveitingar og tengingar við flutningskerfi raforku. Þannig þurfa ríkin að byggja og endurnýja um 25 milljónir kílómetra af raflínum og auka getu sína til þess að geyma orku um 1.500 gígavött fyrir árið 2030. Aldrei hefur losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuframleiðslu verið meiri en í fyrra. Í skýrslu IEA segir að með því að þrefalda framleiðslu á endurnýjanlegri orku og tvöfalda orkunýtni væri hægt að minnka losunina um tíu milljarða tonna fyrir lok áratugsins. Stofnunin varar þó við því að það hreinsi ekki sjálfkrafa til í orkubúskap mannkynsins að auka framleiðslu endurnýjanlegrar orku. Hún ein og sér dragi ekki úr notkun jarðefnaeldsneytis eða lækki orkukostnað neytenda.
Orkumál Loftslagsmál Orkuskipti Bensín og olía Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Sjá meira