Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2024 10:15 Hútar hafa skotið fjölmörgum eldflaugum að frakt- og herskipum á Rauðahafi á undanförnum mánuðum. AP/Ansar Allah Media Erindrekar frá Íran hafa komið að viðræðum milli yfirvalda í Rússlandi og Húta í Jemen, sem vilja fá háþróaðar eldflaugar frá Rússum til að sökkva skipum á Rauðahafi. Hútar hafa gert ítrekaðar árásir á skip á svæðinu og óttast er að umræddar eldflaugar gætu aukið getu þeirra til muna. Hópurinn stjórnar Sanaa, höfuðborg Jemen, og stórum hlutum landsins í norðri og vestri. Átökin hafa leitt til hrikalegs mannúðarástands í Jemen, þar sem fátækt er mikil. Hungursneyð og smitsóttir hafa leikið í íbúa landsins grátt. Frá því hernaður Ísraela á Gasaströndinni hófst hafa Hútar, sem njóta stuðnings frá Íran eins og Hamas og Hezbollah, gert ítrekaðar dróna- og eldflaugaárásir á fraktskip og herskip á Rauðahafi. Þeir hafa sökkt að minnsta kosti tveimur skipum og tekið eitt hervaldi. Bretar og Bandaríkjamenn hafa gert fjölmargar árásir gegn Hútum og skotið niður fjölda eldflauga og dróna. Hútar hafa einnig skotið niður að minnsta kosti tvo bandaríska MQ-9 Reaper dróna með flugskeyti. Sjá einnig: Segjast hafa skotið á flugmóðurskip eftir loftárásir Sjö heimildarmenn Reuters fréttaveitunnar sem þekkja til viðræðnanna segja að ekki sé búið að taka ákvörðun í Kreml um hvort senda eigi Hútum eldflaugarnar sem þeir vilja. Þar er um að ræða svokallaðar Yakhont eða P-800-eldflaugar, sem eru hljóðfráar stýriflaugar sem hannaðar eru til að sökkva skipum og eiga að geta drifið allt að þrjú hundruð kílómetra. Stýriflaugarnar voru fyrst þróaðar árið 1993 en þær fljúga á rúmlega tvöföldum hljóðhraða í um tíu til fimmtán metra hæð í átt að skotmörkum sínum og geta verið búnar allt að 250 kílógrömmum af sprengiefni. Slíkar eldflaugar myndu gera Hútum kleift að gera mun skæðari árásir á fraktskip á Rauðahafi og ógna vestrænum herskipum sem hafa verið notuð til að verja skipasiglingar um hafsvæðið á undanförnum mánuðum. Hér að neðan má sjá gamla frétt NBC News um tilraunir Rússa með eldflaugarnar. Tengja stýriflaugarnar við kröfu Úkraínumanna Reuters hefur eftir heimildarmönnum sínum að Ebrahim Raisi, fyrrverandi forseti Írans, sem lést í þyrluslysi í maí, hafi byrjað á því að hafa milligöngu milli Rússa og Húta. Þá segir miðillinn að rússneskir erindrekar hafi tvisvar sinnum fundað með sendinefnd Húta í Tehran í Íran á þessu ári. Þar eru þeir sagðir hafa rætt hvort Rússar væru tilbúnir til að senda Hútum áðurnefndar stýriflaugar í tugatali. Til að koma slíkum vopnum í hendur Húta, þyrfti það að gerast án þess að Bandaríkjamenn og aðrir kæmust að því og Rússar þyrftu einnig að þjálfa Húta í notkun stýriflauganna. Ferlið væri nokkuð umfangsmikið. Rússar hafa þó áður sent Yakhont-stýriflaugar til Hezbollah í Líbanon. Bandaríkjamenn eru sagðir hafa áhyggjur af því að veiti þeir Úkraínumönnum leyfi til að nota bandarísk vopn til árása í Rússlandi, muni ráðamenn í Kreml ákveða að senda Hútum stýriflaugar. Háttsettur bandarískur embættismaður sagði Reuters að vísbendingar væru um að viðræður Rússa og Húta tengdust að einhverju leyti kröfum Úkraínumanna um áðurnefnd leyfi. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði til að mynda í júní að Rússar gætu sent langdræg vopn til andstæðinga Bandaríkjanna og annarra víðsvegar um heim. Öryggissérfræðingar segja í höndum Húta myndu stýriflaugarnar gerbreyta öryggisástandinu í Mið-Austurlöndum. Hútar gætu ekki eingöngu notað þær gegn breskum og bandarískum herskipum, eða fraktskipum, heldur einnig gegn skotmörkum í Sádi-Arabíu. Sádar eru sagðir hafa komið áhyggjum sínum á framfæri við yfirvöld í Rússlandi. Jemen Rússland Íran Bandaríkin Bretland Sádi-Arabía Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Skipaflutningar Tengdar fréttir Lofar að svara árásum Húta af hörku Flugskeyti sem skotið var frá Jemen til Ísrael virkjuðu í morgun loftvarnaflautur á alþjóðlega flugvellinum í Tel Aviv í Ísrael. Flugskeytunum var skotið í loft upp af Hútum, uppreisnarmönnum í Jemen sem studdir eru af írönskum yfirvöldum. Forsætisráðherra Ísrael segir að árásunum verði svarað. 15. september 2024 12:18 Þrír drepnir í árás Ísraela í Jemen Þrír voru drepnir og um 80 manns særðust í loftárásum Ísraela á hafnarborgina Hodeida í Jemen í gær. Árásin er viðbragð við loftárás Húta á Tel Aviv í Ísrael þar sem einn lét lífið og tíu særðust. 21. júlí 2024 07:50 Íranskir sérsveitarmenn tóku stjórn á flutningaskipi Hermenn frá Byltingarvörðum Írans tóku í morgun stjórn á flutningaskipi nærri Hormuz-sundi. Skipinu var í kjölfarið siglt inn í landhelgi Írans en skipið er sagt tengjast Ísrael, þó því sé siglt undir fána Portúgal. 13. apríl 2024 14:44 Skip sökk eftir loftárás Húta Flutningaskipið Rubymar sökk í Rauðahafinu í gærkvöldi eftir loftárás Húta í Jemen. Skipið er það fyrsta til þess að sökkva vegna aðgerða Húta í tengslum við stríðið á Gasa. 2. mars 2024 13:44 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Hópurinn stjórnar Sanaa, höfuðborg Jemen, og stórum hlutum landsins í norðri og vestri. Átökin hafa leitt til hrikalegs mannúðarástands í Jemen, þar sem fátækt er mikil. Hungursneyð og smitsóttir hafa leikið í íbúa landsins grátt. Frá því hernaður Ísraela á Gasaströndinni hófst hafa Hútar, sem njóta stuðnings frá Íran eins og Hamas og Hezbollah, gert ítrekaðar dróna- og eldflaugaárásir á fraktskip og herskip á Rauðahafi. Þeir hafa sökkt að minnsta kosti tveimur skipum og tekið eitt hervaldi. Bretar og Bandaríkjamenn hafa gert fjölmargar árásir gegn Hútum og skotið niður fjölda eldflauga og dróna. Hútar hafa einnig skotið niður að minnsta kosti tvo bandaríska MQ-9 Reaper dróna með flugskeyti. Sjá einnig: Segjast hafa skotið á flugmóðurskip eftir loftárásir Sjö heimildarmenn Reuters fréttaveitunnar sem þekkja til viðræðnanna segja að ekki sé búið að taka ákvörðun í Kreml um hvort senda eigi Hútum eldflaugarnar sem þeir vilja. Þar er um að ræða svokallaðar Yakhont eða P-800-eldflaugar, sem eru hljóðfráar stýriflaugar sem hannaðar eru til að sökkva skipum og eiga að geta drifið allt að þrjú hundruð kílómetra. Stýriflaugarnar voru fyrst þróaðar árið 1993 en þær fljúga á rúmlega tvöföldum hljóðhraða í um tíu til fimmtán metra hæð í átt að skotmörkum sínum og geta verið búnar allt að 250 kílógrömmum af sprengiefni. Slíkar eldflaugar myndu gera Hútum kleift að gera mun skæðari árásir á fraktskip á Rauðahafi og ógna vestrænum herskipum sem hafa verið notuð til að verja skipasiglingar um hafsvæðið á undanförnum mánuðum. Hér að neðan má sjá gamla frétt NBC News um tilraunir Rússa með eldflaugarnar. Tengja stýriflaugarnar við kröfu Úkraínumanna Reuters hefur eftir heimildarmönnum sínum að Ebrahim Raisi, fyrrverandi forseti Írans, sem lést í þyrluslysi í maí, hafi byrjað á því að hafa milligöngu milli Rússa og Húta. Þá segir miðillinn að rússneskir erindrekar hafi tvisvar sinnum fundað með sendinefnd Húta í Tehran í Íran á þessu ári. Þar eru þeir sagðir hafa rætt hvort Rússar væru tilbúnir til að senda Hútum áðurnefndar stýriflaugar í tugatali. Til að koma slíkum vopnum í hendur Húta, þyrfti það að gerast án þess að Bandaríkjamenn og aðrir kæmust að því og Rússar þyrftu einnig að þjálfa Húta í notkun stýriflauganna. Ferlið væri nokkuð umfangsmikið. Rússar hafa þó áður sent Yakhont-stýriflaugar til Hezbollah í Líbanon. Bandaríkjamenn eru sagðir hafa áhyggjur af því að veiti þeir Úkraínumönnum leyfi til að nota bandarísk vopn til árása í Rússlandi, muni ráðamenn í Kreml ákveða að senda Hútum stýriflaugar. Háttsettur bandarískur embættismaður sagði Reuters að vísbendingar væru um að viðræður Rússa og Húta tengdust að einhverju leyti kröfum Úkraínumanna um áðurnefnd leyfi. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði til að mynda í júní að Rússar gætu sent langdræg vopn til andstæðinga Bandaríkjanna og annarra víðsvegar um heim. Öryggissérfræðingar segja í höndum Húta myndu stýriflaugarnar gerbreyta öryggisástandinu í Mið-Austurlöndum. Hútar gætu ekki eingöngu notað þær gegn breskum og bandarískum herskipum, eða fraktskipum, heldur einnig gegn skotmörkum í Sádi-Arabíu. Sádar eru sagðir hafa komið áhyggjum sínum á framfæri við yfirvöld í Rússlandi.
Jemen Rússland Íran Bandaríkin Bretland Sádi-Arabía Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Skipaflutningar Tengdar fréttir Lofar að svara árásum Húta af hörku Flugskeyti sem skotið var frá Jemen til Ísrael virkjuðu í morgun loftvarnaflautur á alþjóðlega flugvellinum í Tel Aviv í Ísrael. Flugskeytunum var skotið í loft upp af Hútum, uppreisnarmönnum í Jemen sem studdir eru af írönskum yfirvöldum. Forsætisráðherra Ísrael segir að árásunum verði svarað. 15. september 2024 12:18 Þrír drepnir í árás Ísraela í Jemen Þrír voru drepnir og um 80 manns særðust í loftárásum Ísraela á hafnarborgina Hodeida í Jemen í gær. Árásin er viðbragð við loftárás Húta á Tel Aviv í Ísrael þar sem einn lét lífið og tíu særðust. 21. júlí 2024 07:50 Íranskir sérsveitarmenn tóku stjórn á flutningaskipi Hermenn frá Byltingarvörðum Írans tóku í morgun stjórn á flutningaskipi nærri Hormuz-sundi. Skipinu var í kjölfarið siglt inn í landhelgi Írans en skipið er sagt tengjast Ísrael, þó því sé siglt undir fána Portúgal. 13. apríl 2024 14:44 Skip sökk eftir loftárás Húta Flutningaskipið Rubymar sökk í Rauðahafinu í gærkvöldi eftir loftárás Húta í Jemen. Skipið er það fyrsta til þess að sökkva vegna aðgerða Húta í tengslum við stríðið á Gasa. 2. mars 2024 13:44 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Lofar að svara árásum Húta af hörku Flugskeyti sem skotið var frá Jemen til Ísrael virkjuðu í morgun loftvarnaflautur á alþjóðlega flugvellinum í Tel Aviv í Ísrael. Flugskeytunum var skotið í loft upp af Hútum, uppreisnarmönnum í Jemen sem studdir eru af írönskum yfirvöldum. Forsætisráðherra Ísrael segir að árásunum verði svarað. 15. september 2024 12:18
Þrír drepnir í árás Ísraela í Jemen Þrír voru drepnir og um 80 manns særðust í loftárásum Ísraela á hafnarborgina Hodeida í Jemen í gær. Árásin er viðbragð við loftárás Húta á Tel Aviv í Ísrael þar sem einn lét lífið og tíu særðust. 21. júlí 2024 07:50
Íranskir sérsveitarmenn tóku stjórn á flutningaskipi Hermenn frá Byltingarvörðum Írans tóku í morgun stjórn á flutningaskipi nærri Hormuz-sundi. Skipinu var í kjölfarið siglt inn í landhelgi Írans en skipið er sagt tengjast Ísrael, þó því sé siglt undir fána Portúgal. 13. apríl 2024 14:44
Skip sökk eftir loftárás Húta Flutningaskipið Rubymar sökk í Rauðahafinu í gærkvöldi eftir loftárás Húta í Jemen. Skipið er það fyrsta til þess að sökkva vegna aðgerða Húta í tengslum við stríðið á Gasa. 2. mars 2024 13:44