Útiloka ekki kosningar í vor Bjarki Sigurðsson skrifar 25. september 2024 11:58 Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, og Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Þingflokksformenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks útiloka ekki vorkosningar þó þær hafi ekki verið ræddar innan flokkanna. Eini frambjóðandinn til formannssætis Vinstri grænna vill kosningar í vor frekar en í haust. Í gær tilkynnti Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra að hún ætli að gefa kost á sér til formanns Vinstri grænna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, sem hefur verið formaður eftir að Katrín Jakobsdóttir hætti formennsku til að fara í forsetaframboð, ætlar ekki á móti Svandísi en sækist eftir varaformannssætinu. Engin mótframboð hafa komið fram en nýr formaður flokksins verður kjörinn á landsfundi eftir rúma viku. Svandís sagði við fréttastofu í gær að hún vilji kosningar í vor frekar en næsta haust eins og dagskráin er. Nýhafinn þingvetur ætti að vera sá síðasti og fólk ætti að setja sig í stellingar fyrir þingkosningar. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekkert útilokað að það verði kosið fyrr. Það ráðist fyrst og fremst á því hvernig ríkisstjórninni gangi að klára sín verkefni. „Ég held það sé rétt að flokkarnir vinni sína vinnum, svo skulum við sjá hvernig hún mun ganga. Þessi ákvörðun mun vera tekin með hliðsjón af því. En enn sem komið er er það þannig að þó að kjörtímabilið er fram á næsta haust þá er í mínum huga ekkert heilagt í þeim efnum,“ segir Hildur. Flokkurinn sé þó undirbúinn í allt. „Sjálfstæðismenn eru alltaf tilbúnir í kosningar,“ segir Hildur. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segist vænta þess að ríkisstjórnin taki samtal um vorkosningar eftir þessi orð Svandísar. „Í okkar huga þá er kannski eðlilegt að taka þetta samtal fyrst innan ríkisstjórnarinnar. Það er svona eðlilegt fyrsta skref. En við erum alveg opin fyrir samtalinu og það gerist örugglega bara í framhaldinu síðan,“ segir Ingibjörg. „En kjörtímabilið er fjögur ár. Það er það sem við höfum verið að horfa á þangað til og ef að annað er ákveðið. Við skulum bara sjá hvernig næstu dagar og vikur munu þróast í tengslum við þetta mál,“ segir Ingibjörg. Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjá meira
Í gær tilkynnti Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra að hún ætli að gefa kost á sér til formanns Vinstri grænna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, sem hefur verið formaður eftir að Katrín Jakobsdóttir hætti formennsku til að fara í forsetaframboð, ætlar ekki á móti Svandísi en sækist eftir varaformannssætinu. Engin mótframboð hafa komið fram en nýr formaður flokksins verður kjörinn á landsfundi eftir rúma viku. Svandís sagði við fréttastofu í gær að hún vilji kosningar í vor frekar en næsta haust eins og dagskráin er. Nýhafinn þingvetur ætti að vera sá síðasti og fólk ætti að setja sig í stellingar fyrir þingkosningar. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekkert útilokað að það verði kosið fyrr. Það ráðist fyrst og fremst á því hvernig ríkisstjórninni gangi að klára sín verkefni. „Ég held það sé rétt að flokkarnir vinni sína vinnum, svo skulum við sjá hvernig hún mun ganga. Þessi ákvörðun mun vera tekin með hliðsjón af því. En enn sem komið er er það þannig að þó að kjörtímabilið er fram á næsta haust þá er í mínum huga ekkert heilagt í þeim efnum,“ segir Hildur. Flokkurinn sé þó undirbúinn í allt. „Sjálfstæðismenn eru alltaf tilbúnir í kosningar,“ segir Hildur. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segist vænta þess að ríkisstjórnin taki samtal um vorkosningar eftir þessi orð Svandísar. „Í okkar huga þá er kannski eðlilegt að taka þetta samtal fyrst innan ríkisstjórnarinnar. Það er svona eðlilegt fyrsta skref. En við erum alveg opin fyrir samtalinu og það gerist örugglega bara í framhaldinu síðan,“ segir Ingibjörg. „En kjörtímabilið er fjögur ár. Það er það sem við höfum verið að horfa á þangað til og ef að annað er ákveðið. Við skulum bara sjá hvernig næstu dagar og vikur munu þróast í tengslum við þetta mál,“ segir Ingibjörg.
Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjá meira