„Draumur að spila fyrir uppeldisfélagið“ Árni Gísli Magnússon skrifar 25. september 2024 19:12 Mikael Breki byrjaði sinn fyrsta leik í Bestu deild karla þegar KA tók á móti HK. Vísir/Björgvin KA og HK gerðu 3-3 jafntefli á Greifavellinum í dag í fyrstu umferð neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta. KA menn voru enn í sigurvímu eftir bikarmeistaratitilinn sem vannst á dögunum og spilaði liðið ekki sinn besta leik. Hinn 17 ára Mikael Breki Þórðarson byrjaði sinn fyrsta leik fyrir uppeldisfélagið í dag og hélt upp á það með því að skora frábært mark. Hann kom í viðtal beint eftir leik og var eðlilega ánægður með sitt framlag. „Bara jákvæður og hefði verið sætt að vinna þennan leik auðvitað. Byrjuðum mjög sterkt fyrstu 25-30 mínúturnar en misstum okkur aðeins niður síðan en komum til baka þannig það var súrt að sjá HK skora þarna en jákvæður bara. Frábært að fá fyrstu mínútur og fyrsta mark.“ Mikael smurði boltann laglega í fjær hornið þegar boltinn barst til hans rétt fyrir utan teig og var hann fenginn til að lýsa augnablikinu góða; „Ég man ekki hvernig, hann kom bara einhvern veginn út í teignum hjá mér og ég tek bara snertingu og ákvað bara að skjóta sko og það heppnaðist í þetta skipti og það gat hjálpað liðinu og þá er ég mjög glaður.“ Mikael Breki í viðtali við Vísi og Stöð 2 Sport að leik loknum.Vísir/Björgvin Mikael var í fyrsta skipti í byrjunarliði KA í dag en hann er uppalinn í félaginu og voru því tilfinningarnar miklar þegar boltinn söng í netinu. „Ég er búinn að vera í KA bara síðan ég man eftir mér, síðan ég fæddist, og bara fá að spila fyrir uppeldisfélagið og sérstaklega fyrsta leik, fyrsta startið, það er bara draumur eftir hvernig síðustu dagar búnir að vera og hvað maður er búinn að upplifa með þessum klúbb þannig það er bara frábært.“ KA varð bikarmeistari á dögunum eins og frægt er orðin og hafa síðustu dagar eflaust verið skemmtilegir fyrir norðan. „Þetta hefur verið mjög mikil gleði og þetta þýðir svo mikið. KA er svo mikil fjölskylda og við erum svo stór fjölskylda. Samstaðan hjá stuðningsmönnum og leikmönnum á vellinum, þetta var bara sturlað og frábært að landa fyrsta bikarmeistaratitli í sögu KA.“ Það er eðlilegt að búast við fleiri mínútum í lokaleikjum tímabilsins hjá hinum unga Mikael eftir frammistöðuna í dag. „Ég held bara áfram að bæta mig sem leikmann og reyna hjálpa liðinu og ef ég fæ fleiri mínútur þá bara geggjað,“ sagði Mikael hógvær að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Hinn 17 ára Mikael Breki Þórðarson byrjaði sinn fyrsta leik fyrir uppeldisfélagið í dag og hélt upp á það með því að skora frábært mark. Hann kom í viðtal beint eftir leik og var eðlilega ánægður með sitt framlag. „Bara jákvæður og hefði verið sætt að vinna þennan leik auðvitað. Byrjuðum mjög sterkt fyrstu 25-30 mínúturnar en misstum okkur aðeins niður síðan en komum til baka þannig það var súrt að sjá HK skora þarna en jákvæður bara. Frábært að fá fyrstu mínútur og fyrsta mark.“ Mikael smurði boltann laglega í fjær hornið þegar boltinn barst til hans rétt fyrir utan teig og var hann fenginn til að lýsa augnablikinu góða; „Ég man ekki hvernig, hann kom bara einhvern veginn út í teignum hjá mér og ég tek bara snertingu og ákvað bara að skjóta sko og það heppnaðist í þetta skipti og það gat hjálpað liðinu og þá er ég mjög glaður.“ Mikael Breki í viðtali við Vísi og Stöð 2 Sport að leik loknum.Vísir/Björgvin Mikael var í fyrsta skipti í byrjunarliði KA í dag en hann er uppalinn í félaginu og voru því tilfinningarnar miklar þegar boltinn söng í netinu. „Ég er búinn að vera í KA bara síðan ég man eftir mér, síðan ég fæddist, og bara fá að spila fyrir uppeldisfélagið og sérstaklega fyrsta leik, fyrsta startið, það er bara draumur eftir hvernig síðustu dagar búnir að vera og hvað maður er búinn að upplifa með þessum klúbb þannig það er bara frábært.“ KA varð bikarmeistari á dögunum eins og frægt er orðin og hafa síðustu dagar eflaust verið skemmtilegir fyrir norðan. „Þetta hefur verið mjög mikil gleði og þetta þýðir svo mikið. KA er svo mikil fjölskylda og við erum svo stór fjölskylda. Samstaðan hjá stuðningsmönnum og leikmönnum á vellinum, þetta var bara sturlað og frábært að landa fyrsta bikarmeistaratitli í sögu KA.“ Það er eðlilegt að búast við fleiri mínútum í lokaleikjum tímabilsins hjá hinum unga Mikael eftir frammistöðuna í dag. „Ég held bara áfram að bæta mig sem leikmann og reyna hjálpa liðinu og ef ég fæ fleiri mínútur þá bara geggjað,“ sagði Mikael hógvær að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti