Eftir sigur Real Madríd í gær þurfti Barcelona á sigri að halda til að halda áfram góðri forystu sinni á toppi deildarinnar. Heimamenn byrjuðu vel og Lewandowski kom Börsungum yfir eftir aðeins 19. mínútna leik.
Reyndist það eina mark leiksins þó Börsungar hafi fengið þó nokkuð af færum í kvöld. Sigurinn þýðir að Barcelona er áfram með full hús stiga eða 21 að loknum sjö umferðum. Spánarmeistarar Real koma þar fjórum stigum á eftir og stefnir í hörkubaráttu um spænska meistaratitilinn.