Matvælastofnun kærði tvo búfjáreigendur til lögreglu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. september 2024 06:37 Hrönn Ólína Jörundardóttir er forstjóri MAST. Matvælastofnun hefur kært tvo einstaklinga til lögreglu fyrir hótanir í garð eftirlitsmanns stofnunarinnar. Um er að ræða tvo aðskilin atvik en báðir kærðu eru búfjáreigendur. Það var Bændablaðið sem greindi fyrst frá en Hrönn Ólína Jörundardóttir, forstjóri MAST, segir í samtali við Morgunblaðið að vinnureglur séu skýrar hvað varðar mál af þessu tagi. „Í þessum tilfellum upplifði okkar fólk hótanir í sinn garð við eftirlitsstörf með búfénaði. Hjá okkur er verklagið mjög skýrt ef starfsfólk lendir í slíkum aðstæðum. Allt slíkt er kært til lögreglu hvort sem það eru hótanir eða einhvers konar ofbeldi. Þá er málið bara í höndum lögreglunnar,“ segir Hrönn. Frá árinu 2020 hefur MAST fimm sinnum kært búfjáreigendur til lögreglu vegna framkomu þeirra við eftirlitsmenn. Hrönn segir tilfelli sem þessi sem betur fer sjaldgæf ef horft er til fjölda eftirlitsheimsókna. „Í flestum tilfellum eru samskiptin mjög góð. Hótanir eru ekki algengar en koma þó upp,“ segir hún. Í ágúst síðastliðnum var greint frá því að Hrönn og tveir starfsmenn MAST hefðu kært einstakling sem sagður var hafa haft uppi aðdróttun um mútuþægni af hálfu starfsmanna stofnunarinnar. Leiða má líkur að því að umræddur einstaklingur sé Ester Hilmarsdóttir, sem skrifaði aðsenda grein sem birtist á Vísi undir fyrirsögninni „Af glyðrugangi eftirlitsstofnanna“. Þar fjallaði hún um rekstrarleyfi MAST til handa Arnarlaxi ehf. á nokkrum stöðu í Ísafjarðardjúpi. „Niðurstöður áhættumata svæðanna við Eyjahlíð og Óshlíð væru á þann veg að ekki væri ásættanlegt, með tilliti til siglingaöryggis, að leyfa fiskeldi á svæðunum. En þrátt fyrir þessar niðurstöður skakar starfsfólk MAST sér í skrifstofustólunum svo skrjáfar í seðlunum sem norskir auðkýfingar hafa stungið í vasa þeirra, um leið og þau skrifa upp á rekstrarleyfið þvert á mat Samgöngustofu og þrátt fyrir mótmæli Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar,“ sagði meðal annars í greininni. Lögreglumál Landbúnaður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Sjá meira
Það var Bændablaðið sem greindi fyrst frá en Hrönn Ólína Jörundardóttir, forstjóri MAST, segir í samtali við Morgunblaðið að vinnureglur séu skýrar hvað varðar mál af þessu tagi. „Í þessum tilfellum upplifði okkar fólk hótanir í sinn garð við eftirlitsstörf með búfénaði. Hjá okkur er verklagið mjög skýrt ef starfsfólk lendir í slíkum aðstæðum. Allt slíkt er kært til lögreglu hvort sem það eru hótanir eða einhvers konar ofbeldi. Þá er málið bara í höndum lögreglunnar,“ segir Hrönn. Frá árinu 2020 hefur MAST fimm sinnum kært búfjáreigendur til lögreglu vegna framkomu þeirra við eftirlitsmenn. Hrönn segir tilfelli sem þessi sem betur fer sjaldgæf ef horft er til fjölda eftirlitsheimsókna. „Í flestum tilfellum eru samskiptin mjög góð. Hótanir eru ekki algengar en koma þó upp,“ segir hún. Í ágúst síðastliðnum var greint frá því að Hrönn og tveir starfsmenn MAST hefðu kært einstakling sem sagður var hafa haft uppi aðdróttun um mútuþægni af hálfu starfsmanna stofnunarinnar. Leiða má líkur að því að umræddur einstaklingur sé Ester Hilmarsdóttir, sem skrifaði aðsenda grein sem birtist á Vísi undir fyrirsögninni „Af glyðrugangi eftirlitsstofnanna“. Þar fjallaði hún um rekstrarleyfi MAST til handa Arnarlaxi ehf. á nokkrum stöðu í Ísafjarðardjúpi. „Niðurstöður áhættumata svæðanna við Eyjahlíð og Óshlíð væru á þann veg að ekki væri ásættanlegt, með tilliti til siglingaöryggis, að leyfa fiskeldi á svæðunum. En þrátt fyrir þessar niðurstöður skakar starfsfólk MAST sér í skrifstofustólunum svo skrjáfar í seðlunum sem norskir auðkýfingar hafa stungið í vasa þeirra, um leið og þau skrifa upp á rekstrarleyfið þvert á mat Samgöngustofu og þrátt fyrir mótmæli Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar,“ sagði meðal annars í greininni.
Lögreglumál Landbúnaður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Sjá meira