Ishiba verður næsti forsætisráðherra Japans Atli Ísleifsson skrifar 27. september 2024 07:52 Shigeru Ishiba hefur gegnt fjölda ráðherraembætta á ferli sínum og setið á japanska þinginu frá 1986. EPA Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn í Japan hefur valið Shigeru Ishiba, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sem næsta formann flokksins. Hann verður því næsti forsætisráðherra landsins og mun hann taka við af Fumio Kishida sem tilkynnti í síðasta mánuði að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri og láta af embætti. Breska ríkisútvarpið segir frá því að aldrei áður hafi jafn margir, eða níu, sóst eftir því að verða formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins sem hefur haft tögl og haldir í japönskum stjórnmálum allt frá lokum síðari heimstyrjaldarinnar. Þar sem flokkurinn er með meirihluta á þingi er ljóst að nýr formaður flokksins verður jafnframt næsti forsætisráðherra. Þetta er í fimmta sinn sem hinn 67 ára Ishiba gerir atlögu að formannsembættinu í flokknum, en hann mun nú taka við forsætisráðherraembættinu næstkomandi þriðjudag. Kishida hefur gegnt embætti forsætisráðherra í um þrjú ár. Vinsældir hans hafa farið dvínandi síðustu misserin, meðal annars vegna viðvarandi verðbólgu í landinu, og þá hafa ýmis hneykslismál skekið flokkinn. Þegar Kishida tilkynnti um afsögn sína sagðist hann telja þetta vera það besta í stöðunni fyrir japönsku þjóðina, og jafnframt nauðsynlega ákvörðun til að hægt væri að auka traust þjóðarinnar í garð stjórnarflokksins. Sanae Takaichi var mjög náinn samstarfskona forsætisráðherrans fyrrverandi, Shinzo Abe, sem ráðinn var af dögum 2022.EPA Formannskjörið fór fram í tveimur umferðum þar sem kosið var milli þeirra tveggja sem hlutu flest atkvæði í fyrri umferðinni í þeirri síðari. Kosið var milli Ishiba og hinnar 63 ára Sanae Takaichi í síðari umferðinni, en hefði Takaichi orðið fyrir valinu hefði hún orðið fyrsti kvenkyns forsætisráðherra landsins. Hún hefur farið með fjölda ráðherraembætta frá árinu 2006, síðast ráðherra efnahagsmála, og þykir mjög íhaldsöm í skoðunum. Ishiba þykir hins vegar um margt frjálslyndur stjórnmálamaður og hefur meðal annars talað því að konur ættu að geta verið Japanskeistarar, ólíkt Takaichi. Málið er mjög umdeilt í Japan og innan Frjálslynda lýðræðisflokksins þar sem stór hluti er andvígur slíkri breytingu. Japan Tengdar fréttir Forsætisráðherra Japan sækist ekki eftir endurkjöri Forsætisráðherra Japans Fumio Kishida ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri sem formaður Frjálslynd demókrataflokksins en kosið verður í embættið á næsta landsfundi í september. Það er því ljóst að hann mun einnig hætta sem forsætisráðherra Japans en Kishida, sem er 67 ára gamall, hefur gegnt embættinu frá árinu 2021. 14. ágúst 2024 08:12 Mest lesið Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Fleiri fréttir Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Sjá meira
Breska ríkisútvarpið segir frá því að aldrei áður hafi jafn margir, eða níu, sóst eftir því að verða formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins sem hefur haft tögl og haldir í japönskum stjórnmálum allt frá lokum síðari heimstyrjaldarinnar. Þar sem flokkurinn er með meirihluta á þingi er ljóst að nýr formaður flokksins verður jafnframt næsti forsætisráðherra. Þetta er í fimmta sinn sem hinn 67 ára Ishiba gerir atlögu að formannsembættinu í flokknum, en hann mun nú taka við forsætisráðherraembættinu næstkomandi þriðjudag. Kishida hefur gegnt embætti forsætisráðherra í um þrjú ár. Vinsældir hans hafa farið dvínandi síðustu misserin, meðal annars vegna viðvarandi verðbólgu í landinu, og þá hafa ýmis hneykslismál skekið flokkinn. Þegar Kishida tilkynnti um afsögn sína sagðist hann telja þetta vera það besta í stöðunni fyrir japönsku þjóðina, og jafnframt nauðsynlega ákvörðun til að hægt væri að auka traust þjóðarinnar í garð stjórnarflokksins. Sanae Takaichi var mjög náinn samstarfskona forsætisráðherrans fyrrverandi, Shinzo Abe, sem ráðinn var af dögum 2022.EPA Formannskjörið fór fram í tveimur umferðum þar sem kosið var milli þeirra tveggja sem hlutu flest atkvæði í fyrri umferðinni í þeirri síðari. Kosið var milli Ishiba og hinnar 63 ára Sanae Takaichi í síðari umferðinni, en hefði Takaichi orðið fyrir valinu hefði hún orðið fyrsti kvenkyns forsætisráðherra landsins. Hún hefur farið með fjölda ráðherraembætta frá árinu 2006, síðast ráðherra efnahagsmála, og þykir mjög íhaldsöm í skoðunum. Ishiba þykir hins vegar um margt frjálslyndur stjórnmálamaður og hefur meðal annars talað því að konur ættu að geta verið Japanskeistarar, ólíkt Takaichi. Málið er mjög umdeilt í Japan og innan Frjálslynda lýðræðisflokksins þar sem stór hluti er andvígur slíkri breytingu.
Japan Tengdar fréttir Forsætisráðherra Japan sækist ekki eftir endurkjöri Forsætisráðherra Japans Fumio Kishida ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri sem formaður Frjálslynd demókrataflokksins en kosið verður í embættið á næsta landsfundi í september. Það er því ljóst að hann mun einnig hætta sem forsætisráðherra Japans en Kishida, sem er 67 ára gamall, hefur gegnt embættinu frá árinu 2021. 14. ágúst 2024 08:12 Mest lesið Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Fleiri fréttir Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Sjá meira
Forsætisráðherra Japan sækist ekki eftir endurkjöri Forsætisráðherra Japans Fumio Kishida ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri sem formaður Frjálslynd demókrataflokksins en kosið verður í embættið á næsta landsfundi í september. Það er því ljóst að hann mun einnig hætta sem forsætisráðherra Japans en Kishida, sem er 67 ára gamall, hefur gegnt embættinu frá árinu 2021. 14. ágúst 2024 08:12