Hlín og Guðný Árnadóttir léku allan leikinn í liði heimamanna, Guðný í vörninni og Hlín í fremstu línu. Katla Tryggvadóttir var ekki í leikmannahóp Kristianstad í dag.
Eftir markalausan fyrri hálfleik var það reynsluboltinn frá Ástralíu, Clare Polkinghorne, sem kom Kristianstad yfir snemma í síðari hálfleik. Hlín fékk gult spjald á 83. mínúut leiksins en kláraði leikinn fyrir heimaliðið ekki löngur síðar.
85’ 2-0 Hlín Eiríksdóttir🌟 pic.twitter.com/GJYA1J7jE8
— Kristianstads DFF (@KDFF1998) September 28, 2024
Lokatölur 2-0 og með sigrinum fer Kristianstad upp í 41 stig í 4. sæti. Íslendingaliðið er nú aðeins fjórum stigum á eftir Häcken sem er í 2. sæti en á þó leik til góða.