Þar kom fram í morgun að KÍ styðji heilshugar við nýjan námsferil stjórnvalda. Það var hinsvegar þungt hljóðið í fulltrúa Viðskiptaráðs Íslands sem sat þingið en hann talar um neyðarástand í skólakerfinu.
Þá fjöllum við um Ölfusárbrúnna margræddu en sérstakur fundur um málið fór fram í morgun þar sem meirhlutar í tveimur nefndum ræddu við ráðherra innviða- og fjármála.
Einnig segjum við fundi í Hörpu þar sem hundrað og fjörutíu ræðismenn Íslands í sjötíu og einu landi eru komnir saman til skrafs og ráðagerða.
Í íþróttapakka dagsins verður leikur Stjörnunnar og ÍA í Bestu deildinni í forgrunni en þar er mikið undir.