Síðasta kolaorkuveri Bretlands lokað Kjartan Kjartansson skrifar 1. október 2024 08:43 Ratcliffe-on-Soar-kolaorkuverið í Nottingham á Englandi. Slökk var á þessu síðasta kolaorkuveri Bretlands í nótt. AP/Rui Vieira Brennslu kola til rafmagnsframleiðslu er lokið í Bretlandi eftir 142 ára sögu. Slökkt var á síðasta kolaorkuveri landsins í nótt. Meiri en helmingur af raforku er nú framleidd með endurnýjanlegum hætti í Bretlandi. Ratfliffe-on-Soar-kolaorkuverið í Nottingham á Englandi brenndi sínum síðustu kolum á miðnætti að staðartíma í nótt. Það hafði verið starfrækt frá árinu 1967. Peter O'Grady, stöðvarstjóri versins, segir daginn tilfinningaþrunginn. „Þegar ég hóf feril minn fyrir 36 árum ímyndað ekkert okkar sér framtíð án kolabrennslu um ævi okkar,“ segir O'Grady. Fyrsta kolaorkuverið, Rafljóssstöð Edisons, opnaði í London árið 1882. Síðan þá voru kol aðalorkugjafi landsins. Íbúar stórborga fundu áþreifanlega fyrir því þegar mengunarþoka vegna kolabrunans lá yfir þeim. Hlutur kola í orkuframleiðslu Bretlands hefur verið á hraðri niðurleið. Um áttatíu prósent alls rafmagns þar var framleitt með bruna á kolum árið 1990 en hlutfallið var komið niður í 39 prósent árið 20212. Í fyrra stóðu kol aðeins fyrir einu prósenti af raforkuframleiðslunni. Um helmingur raforku í Bretlandi er nú framleiddur í sólar- og vindorkuverum og afgangurinn með bruna á jarðgasi og í kjarnorkuverum. Bresk stjórnvöld stefna að því að öll orka í landinu verði vistvæn fyrir árið 2030. „Tímabili kolanna er kannski að ljúka en ný öld góðra starfa í orkuframleiðslu í landinu er bara rétt að byrja,“ sagði Michael Shanks, orkumálaráðherra, í tilefni tímamótanna. Loftslagsmál Orkumál Bretland Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Ratfliffe-on-Soar-kolaorkuverið í Nottingham á Englandi brenndi sínum síðustu kolum á miðnætti að staðartíma í nótt. Það hafði verið starfrækt frá árinu 1967. Peter O'Grady, stöðvarstjóri versins, segir daginn tilfinningaþrunginn. „Þegar ég hóf feril minn fyrir 36 árum ímyndað ekkert okkar sér framtíð án kolabrennslu um ævi okkar,“ segir O'Grady. Fyrsta kolaorkuverið, Rafljóssstöð Edisons, opnaði í London árið 1882. Síðan þá voru kol aðalorkugjafi landsins. Íbúar stórborga fundu áþreifanlega fyrir því þegar mengunarþoka vegna kolabrunans lá yfir þeim. Hlutur kola í orkuframleiðslu Bretlands hefur verið á hraðri niðurleið. Um áttatíu prósent alls rafmagns þar var framleitt með bruna á kolum árið 1990 en hlutfallið var komið niður í 39 prósent árið 20212. Í fyrra stóðu kol aðeins fyrir einu prósenti af raforkuframleiðslunni. Um helmingur raforku í Bretlandi er nú framleiddur í sólar- og vindorkuverum og afgangurinn með bruna á jarðgasi og í kjarnorkuverum. Bresk stjórnvöld stefna að því að öll orka í landinu verði vistvæn fyrir árið 2030. „Tímabili kolanna er kannski að ljúka en ný öld góðra starfa í orkuframleiðslu í landinu er bara rétt að byrja,“ sagði Michael Shanks, orkumálaráðherra, í tilefni tímamótanna.
Loftslagsmál Orkumál Bretland Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira