Flestir hlynntir inngöngu í ESB og hafa aldrei verið fleiri Kjartan Kjartansson skrifar 1. október 2024 13:55 Um tíu prósentustigum fleiri eru til í að ganga í Evrópusambandð en þeir sem eru á móti því í nýrri könnun. Vísir/EPA Aldrei hafa fleiri verið hlynntir aðild Íslands að Evrópusambandinu en í nýrri skoðanakönnun sem áhugafólk um aðild lét gera. Umtalsvert fleiri sögðust hlynntir inngöngu en mótfallnir í könnuninni. Alls sögðust 45,3 prósent svarenda í könnun sem Maskína gerði fyrir Evrópuhreyfinguna styðja aðild Íslands að ESB en 35,7 prósent sögðust andvíg. Tæpur fimmtungur tók ekki afstöðu. Hlutfall þeirra sem segjast hlynntir hefur aldrei verið hærra frá því að MMR og síðar Maskína hófu að spyrja um málið fyrir þrettán árum. Svo gott sem jafnmargir sögðust mjög hlynntir inngöngu og mjög andvígir, um 22,7 prósent. Hins vegar voru þeir sem sögðust frekar hlynnt umtalsvert fleiri en þeir frekar andvígu, 22,6 prósent gegn 12,9 prósentum. Karlar eru ákveðnari í afstöðu sinni til aðildar en konur. Af þeim segjast 46,5 prósent hlynntir inngöngu en 40,2 prósent mótfallin. Hjá konunum voru 43,8 prósent hlynnt en 30,1 prósent andvígt. Mestur stuðningur við aðild var í aldursflokknum 40-49 ára þar sem rétt tæpur helmingur sagðist hlynntur. Skammt undan var yngsti aldurshópurinn, 18-29 ára þar sem 49 prósent sögðust hlynnt og aðeins 26,9 prósent andvíg. Mesta andstaðan var í elsta aldurshópnum sextíu ára og eldri, 44,2 prósent andvíg. Þróun afstöðu svarenda til Evrópusambandsaðildar í könnun Maskínu. Bláa línan sýnir hlutfall hlynntra, sú appelsínugula andsnúinna og sú gráa þeirra sem segja hvorki né.Evrópuhreyfingin Borgarbúar áhugasamir, landsbyggðin andsnúin Mikill munur er á afstöðu fólks eftir búsetu. Meira en helmingur Reykvíkinga, 53,7 prósent sögðust hlynnt inngöngu í ESB og 47,6 prósent íbúa nágrannasveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Á landsbyggðinni var almenn andstaða gegn aðild. Íbúar Austurlands eru harðaðist á móti Evrópusambandsaðild. Þar var aðeins fjórðungur hlynntur aðild en 56 prósent andvíg. Væntanlegir kjósendur Pírata og Viðreisnar eru langáhugasamastir um aðild, yfir áttatíu prósent þeirra sem sögðust ætla að kjósa þá flokka í næstu kosningum sögðust jafnframt hlynnt ESB-aðild. Þar á eftir komu kjósendur Samfylkingarinnar, 70,9 prósent hlynnt. Kjósendur Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokks og Vinstri grænna eru mest á móti Evrópusambandinu. Af kjósendum Sjálfstæðisflokksin sögðust rúm sjötíu prósent mótfallin aðild og rúm 69 prósent kjósenda Miðflokksins. Evrópusambandið Skoðanakannanir Utanríkismál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
Alls sögðust 45,3 prósent svarenda í könnun sem Maskína gerði fyrir Evrópuhreyfinguna styðja aðild Íslands að ESB en 35,7 prósent sögðust andvíg. Tæpur fimmtungur tók ekki afstöðu. Hlutfall þeirra sem segjast hlynntir hefur aldrei verið hærra frá því að MMR og síðar Maskína hófu að spyrja um málið fyrir þrettán árum. Svo gott sem jafnmargir sögðust mjög hlynntir inngöngu og mjög andvígir, um 22,7 prósent. Hins vegar voru þeir sem sögðust frekar hlynnt umtalsvert fleiri en þeir frekar andvígu, 22,6 prósent gegn 12,9 prósentum. Karlar eru ákveðnari í afstöðu sinni til aðildar en konur. Af þeim segjast 46,5 prósent hlynntir inngöngu en 40,2 prósent mótfallin. Hjá konunum voru 43,8 prósent hlynnt en 30,1 prósent andvígt. Mestur stuðningur við aðild var í aldursflokknum 40-49 ára þar sem rétt tæpur helmingur sagðist hlynntur. Skammt undan var yngsti aldurshópurinn, 18-29 ára þar sem 49 prósent sögðust hlynnt og aðeins 26,9 prósent andvíg. Mesta andstaðan var í elsta aldurshópnum sextíu ára og eldri, 44,2 prósent andvíg. Þróun afstöðu svarenda til Evrópusambandsaðildar í könnun Maskínu. Bláa línan sýnir hlutfall hlynntra, sú appelsínugula andsnúinna og sú gráa þeirra sem segja hvorki né.Evrópuhreyfingin Borgarbúar áhugasamir, landsbyggðin andsnúin Mikill munur er á afstöðu fólks eftir búsetu. Meira en helmingur Reykvíkinga, 53,7 prósent sögðust hlynnt inngöngu í ESB og 47,6 prósent íbúa nágrannasveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Á landsbyggðinni var almenn andstaða gegn aðild. Íbúar Austurlands eru harðaðist á móti Evrópusambandsaðild. Þar var aðeins fjórðungur hlynntur aðild en 56 prósent andvíg. Væntanlegir kjósendur Pírata og Viðreisnar eru langáhugasamastir um aðild, yfir áttatíu prósent þeirra sem sögðust ætla að kjósa þá flokka í næstu kosningum sögðust jafnframt hlynnt ESB-aðild. Þar á eftir komu kjósendur Samfylkingarinnar, 70,9 prósent hlynnt. Kjósendur Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokks og Vinstri grænna eru mest á móti Evrópusambandinu. Af kjósendum Sjálfstæðisflokksin sögðust rúm sjötíu prósent mótfallin aðild og rúm 69 prósent kjósenda Miðflokksins.
Evrópusambandið Skoðanakannanir Utanríkismál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira