Innlent

Ungur öku­maður ekki grunaður um akstur undir á­hrifum

Bjarki Sigurðsson og Jón Þór Stefánsson skrifa
Banaslys varð á Sæbraut aðfaranótt síðastliðins sunnudags.
Banaslys varð á Sæbraut aðfaranótt síðastliðins sunnudags. Vísir/Vilhelm

Rannsókn lögreglu á banaslysi sem varð á Sæbraut aðfaranótt sunnudags gengur vel. Ekki er grunur um að ökumaður sem ók fólksbíl á gangandi vegfaranda, sem lét lífið, hafi verið undir áhrifum áfengis. Þó hafa niðurstöður úr blóðefnarannsókn ekki borist.

Ekki er vitað hversu hratt ökumaðurinn ók.

Þetta segir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu.

Slysið varð aðfaranótt síðastliðins sunnudags þar sem fólksbíl var ekið norður Sæbraut við Vogabyggð og á gangandi vegfaranda, íslenska konu á fertugsaldri, sem var á leið yfir götuna.

Íbúar í hverfinu tjáðu sig í fréttum Stöðvar 2 á sunnudagskvöld um áhyggjur sínar af börnum sínum sem ganga yfir gatnamótin á leið sinni í skóla.


Tengdar fréttir

Fimmti hver öku­maður með ó­eðli­leg af­skipti við slysstað

Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir þeim tilfellum fjölga þar sem almenningur hefur afskipti af störfum lögreglu við götulokanir við slysstað. Hann segir ríkar ástæður fyrir götulokun og alltaf reynt að búa til hjáleiðir. Rannsókn vegna alvarlegra slysa geti tekið tíma og þrifin sem fylgja. Framkoma fólks við slysstað á Sæbraut um helgina hafi verið dapurleg. 

Foreldrar margoft kvartað undan hættulegum gatnamótum

Íbúar í Vogahverfi hafa ítrekað gert athugasemdir við hættuleg gatnamót við Sæbraut þar sem banaslys varð seint í gærkvöldi. Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sem sækja skóla og frístundir yfir götuna og skora á borgarstjórn að kynna sér aðstæður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×