„Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. október 2024 13:04 Kylie Jenner kom sýningargestum á óvart þegar hún gekk tískupallinn fyrir Coperni. Lyvans Boolaky/Getty Images Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kylie Jenner kom tískusýningargestum á óvart í gær þegar hún lokaði sýningu franska tískuhússins Coperni með stæl. Kylie gekk tískupallinn síðust allra, rokkaði svartan galakjól og minnti á illgjarna Disney drottningu. Tískuvikan er í fullu fjöri í París um þessar mundir og stórstjörnur hvaðan af úr heiminum eru nú mætt til tískuhöfuðborgarinnar að virða fyrir sér nýjustu stefnur og strauma. Coperni sýningin var stórglæsileg og staðsetningin einstök þar sem viðburðurinn var haldinn í Disneylandi rétt fyrir utan París. Þetta ýtti undir þá upplifun að gestir væru staddir inni í ævintýri þar sem hátíska og Disney mætast á einstakan máta. Var þetta í fyrsta sinn sem Kylie gengur tískupallinn á tískuvikunni í París og var upplifunin að hennar sögn algjörlega ógleymanleg. „Takk fyrir mig Sebastian og Arnaud, ég get ekki einu sinni byrjað að lýsa því hvað ég er þakklát ykkur tveimur fyrir þetta ævintýrakvöld sem ég mun aldrei gleyma. Mér leið eins og alvöru prinsessu,“ skrifar Kylie á Instagram síðu sinni. Kylie leið eins og alvöru prinsessu.Lyvans Boolaky/Getty Images Kris Jenner, móðir Kylie og ein frægasta mamma í heimi, var sömuleiðis að springa úr stolti yfir dóttur sinni. View this post on Instagram A post shared by Kris Jenner (@krisjenner) Íslenski fatahönnuðurinn Hildur Yeoman var á sýningunni en hún selur Coperni í Yeoman verslun sinni. Hún sat á fremsta bekk og náði góðu sjónarhorni á Jenner en gestir sýningarinnar fóru svo í eftirpartý í rússíbana. Fatahönnuðurinn Hildur Yeoman nýtur sín á tískuvikunni í París en verslun hennar selur meðal annars vörur frá franska tískuhúsinu Coperni.Instagram story @hilduryeoman Hildur náði góðu myndbandi af hinni heimsfrægu Kylie Jenner.Instagram story @hilduryeoman Tíska og hönnun Hollywood Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Tískuvikan er í fullu fjöri í París um þessar mundir og stórstjörnur hvaðan af úr heiminum eru nú mætt til tískuhöfuðborgarinnar að virða fyrir sér nýjustu stefnur og strauma. Coperni sýningin var stórglæsileg og staðsetningin einstök þar sem viðburðurinn var haldinn í Disneylandi rétt fyrir utan París. Þetta ýtti undir þá upplifun að gestir væru staddir inni í ævintýri þar sem hátíska og Disney mætast á einstakan máta. Var þetta í fyrsta sinn sem Kylie gengur tískupallinn á tískuvikunni í París og var upplifunin að hennar sögn algjörlega ógleymanleg. „Takk fyrir mig Sebastian og Arnaud, ég get ekki einu sinni byrjað að lýsa því hvað ég er þakklát ykkur tveimur fyrir þetta ævintýrakvöld sem ég mun aldrei gleyma. Mér leið eins og alvöru prinsessu,“ skrifar Kylie á Instagram síðu sinni. Kylie leið eins og alvöru prinsessu.Lyvans Boolaky/Getty Images Kris Jenner, móðir Kylie og ein frægasta mamma í heimi, var sömuleiðis að springa úr stolti yfir dóttur sinni. View this post on Instagram A post shared by Kris Jenner (@krisjenner) Íslenski fatahönnuðurinn Hildur Yeoman var á sýningunni en hún selur Coperni í Yeoman verslun sinni. Hún sat á fremsta bekk og náði góðu sjónarhorni á Jenner en gestir sýningarinnar fóru svo í eftirpartý í rússíbana. Fatahönnuðurinn Hildur Yeoman nýtur sín á tískuvikunni í París en verslun hennar selur meðal annars vörur frá franska tískuhúsinu Coperni.Instagram story @hilduryeoman Hildur náði góðu myndbandi af hinni heimsfrægu Kylie Jenner.Instagram story @hilduryeoman
Tíska og hönnun Hollywood Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira