Rafíþróttir

Venus skellti Skaga­mönnum á botninn

Þórarinn Þórarinsson skrifar
ÍA og Venus börðust á botni Ljósleiðaradeildarinnar í gærkvöld en eftir ágætis byrjun skellti Venus Skagamönnum harkalega í þriðja leik.
ÍA og Venus börðust á botni Ljósleiðaradeildarinnar í gærkvöld en eftir ágætis byrjun skellti Venus Skagamönnum harkalega í þriðja leik.

Fimmta um­­­­­­­­­­­ferð Ljós­­­­­­leiðara­­­­­­deildarinnar í Coun­ter Stri­ke hófst í gær­­­­­kvöld með tveimur leikjum þar sem Höttur sigraði Ár­mann 2-0 og ÍA tapaði í botn­bar­áttu­leik fyrir Venus 1-2.

Tómas Jóhannsson og Jón Þór Hermannsson lýstu viðureign ÍA og Venus í beinni útsendingu en áður en leikar hófust hafði hvorugt liðið unnið leik í deildinni. Þeir félagar töluðu því um sannkallaða botnbaráttu og hölluðu sér báðir heldur að ÍA í byrjun.

ÍA fór enda vel af stað og vann fyrsta leikinn en Venus tók hraustlega á móti í öðrum leiknum þannig að staðan var 1-1 fyrir þriðja og síðasta leikinn. Þar reyndust Skagamenn hins vegar ekki eiga séns og Venus valtaði yfir þá 4-13.

Tómas og Jón Þór sögðu ÍA beinlínis niðurlægt og liðið situr nú í neðsta sæti Ljósleiðaradeildarinnar með 0 stig. Dusty, Þór og Ármann eru enn í þremur efstu sætunum en margt getur breyst á toppnum á fimmtudaginn þegar umferðin klárast með leikjum Dusty og Veca, Kano á móti Þór og viðureign Sögu og Rafík sem þeir Tómas og Jón Þór ætla að lýsa í beinni útsendingu.

Staðan í Ljósleiðaradeildinni eftir tvo leiki í 5. umferð er þannig að Dusty er enn á toppnum og ÍA rekur lestina í 10. sæti.

Tengdar fréttir

Du­sty aftur á toppinn eftir 4. um­ferð

Fjórðu um­­­­­­­­­ferð Ljós­­­­­leiðara­­­­­deildarinnar í Coun­ter Stri­ke lauk í gær­­­­kvöld með þremur leikjum þar sem Du­sty sigraði Raf­ík 2-0, Saga lagði Kano 2-1 og Þór hafði betur gegn ÍA 2-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×