Verslunin Dover Street parfums market fagnaði fimm ára afmæli sínu og sérstakar uppsetningar og upplifanir voru í forgrunni, þar á meðal frá Fischer.
„Við buðum gestum upp á ilmleiðsögn um ilmvötnin okkar sem við sérhæfum okkur einmitt í ásamt ljóðalestri, tónlistarupplifun og buðum upp á íslenskan snaps allan daginn. Það var troðið út úr dyrum og alls konar áhugavert og skemmtilegt fólk mætti.
Við erum með ilmvötnin okkar í Dover Street parfums market í París sem er tveggja hæða rými staðsett nálægt Musée Picasso. Dover Street Market er heimsþekkt merki með sérvöldum vörum og er mjög eftirsótt að komast þar að. Upplifunin er eins og að stíga inn á listasafn með vandað úrval af ilmvötnum hvaðan af úr heiminum með stór merki á við Gucci og Byredo.“
Lilja Birgisdóttir segir þetta virkilega kærkomið.
„Þetta er algjör draumur að rætast, að fá að vera partur af einstöku vöruúrvali Dover Street parfum market!“
Hér má sjá vel valdar myndir frá teitinu:























