Það er skortur á orku en ekki orkuskortur Hörður Arnarson skrifar 2. október 2024 14:31 Íslenskt raforkukerfi er einstakt í heiminum. Hér rekum við lokað kerfi með 100% endurnýjanlegum orkugjöfum. Landsvirkjun, orkufyrirtæki þjóðarinnar, ber mikla ábyrgð, enda vinnum við rúm 70% þeirrar raforku sem hér er framleidd. Það er mikil kúnst að stýra svona kerfi þar sem náttúruöflin ráða því hversu mikla orku er hægt að vinna á hverju ári. Að mínum dómi hefur það gengið gríðarlega vel og Landsvirkjun hefur aldrei í sinni nær 60 ára sögu skert forgangsorku. Ég tel þó að það hafi verið farið aðeins frjálslega með hugtök í umræðunni um orkuskort undanfarið. Förum stuttlega yfir þetta. Það er ekki orkuskortur þegar skerðanleg orka er skert í lélegum vatnsárum. (Það er eðlilegt, þess vegna heitir hún skerðanleg orka, er seld á lægra verði og er bara í boði þegar vatnsstaðan býður upp á umframorku). Það er hins vegar orkuskortur þegar stærri fyrirtæki fá ekki afhenta forgangsorku sem hefur verið samið um eða þegar almenni markaðurinn sem sinnir heimilum og smærri fyrirtækjum fær ekki nægilega orku til að uppfylla þarfir þeirra. Það er ekki orkuskortur þegar nýtt álver, gagnaver, metanólverksmiðja, landeldisfyrirtæki – fær ekki samning um eins mikla orku og það vill. Ef það héti orkuskortur, þá væri hann stöðugt ástand. Þá er og verður alltaf orkuskortur. Hamlandi skortur á orku Það er hins vegar skortur á orku. Þetta er ekki hártogun eða háð. Það er mikilvægt að greina á milli orkuskorts - sem lýsir sér með því að ekki er hægt að standa við gerða samninga – og skorts á orku – sem lýsir sér með því að ekki er hægt að gera nýja samninga eða stækka þá sem fyrir eru til að styðja við vöxt samfélagsins. Þótt það sé ekki orkuskortur þá er ljóst að þær tafir á uppbyggingu nýrrar orkuvinnslu sem hafa einkennt síðustu ár hamla vaxtarmöguleikum samfélagsins. Okkur er að fjölga og íslenskt samfélag er að vaxa. Deilum ekki um keisarans skegg Þegar orkuþörf framtíðar er metin er mikilvægast að horfa til næstu 10-12 ára. Það er hægt að segja með nokkurri vissu að til að styðja við almennan vöxt og orkuskipti í samfélaginu til ársins 2035 þarf um það bil 6 terawattstundir. Orkuspár Landsnets, Orkustofnunar og Samorku eru allar á svipuð róli. Nú eru unnar um 20 TWst á ári svo það er þó nokkur aukning, en engan veginn óyfirstíganleg. Það sem meira er – við vitum að þessi orka mun koma frá þeim orkulindum sem við þekkjum nú þegar: vatnsafli, jarðvarma og vindi á landi. Tækniframfarir og nýsköpun gætu mögulega gert aðrar leiðir hagstæðari þegar frá líður en næsta áratuginn hið minnsta eru þetta hagkvæmustu kostirnir sem hægt er að nýta. Framleiðum velsæld Á starfsdegi Landsvirkjunar á dögunum varð einum starfsmanninum að orði: Ég lít ekki svo á að við séum bara að vinna raforku. Við erum að framleiða velsæld. Ég geri hans orð að mínum og vona að við getum öll verið sammála um mikilvægi þess að gefa íslensku samfélagi tækifæri til að vaxa og draga úr losun svo við skerðum ekki lífsgæði þeirra kynslóða sem á eftir okkur koma. Til þess þarf aukna orkuvinnslu svo ekki verði hamlandi skortur á orku (sem er ekki það sama og orkuskortur). Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Arnarson Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir Skoðun Skoðun Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Íslenskt raforkukerfi er einstakt í heiminum. Hér rekum við lokað kerfi með 100% endurnýjanlegum orkugjöfum. Landsvirkjun, orkufyrirtæki þjóðarinnar, ber mikla ábyrgð, enda vinnum við rúm 70% þeirrar raforku sem hér er framleidd. Það er mikil kúnst að stýra svona kerfi þar sem náttúruöflin ráða því hversu mikla orku er hægt að vinna á hverju ári. Að mínum dómi hefur það gengið gríðarlega vel og Landsvirkjun hefur aldrei í sinni nær 60 ára sögu skert forgangsorku. Ég tel þó að það hafi verið farið aðeins frjálslega með hugtök í umræðunni um orkuskort undanfarið. Förum stuttlega yfir þetta. Það er ekki orkuskortur þegar skerðanleg orka er skert í lélegum vatnsárum. (Það er eðlilegt, þess vegna heitir hún skerðanleg orka, er seld á lægra verði og er bara í boði þegar vatnsstaðan býður upp á umframorku). Það er hins vegar orkuskortur þegar stærri fyrirtæki fá ekki afhenta forgangsorku sem hefur verið samið um eða þegar almenni markaðurinn sem sinnir heimilum og smærri fyrirtækjum fær ekki nægilega orku til að uppfylla þarfir þeirra. Það er ekki orkuskortur þegar nýtt álver, gagnaver, metanólverksmiðja, landeldisfyrirtæki – fær ekki samning um eins mikla orku og það vill. Ef það héti orkuskortur, þá væri hann stöðugt ástand. Þá er og verður alltaf orkuskortur. Hamlandi skortur á orku Það er hins vegar skortur á orku. Þetta er ekki hártogun eða háð. Það er mikilvægt að greina á milli orkuskorts - sem lýsir sér með því að ekki er hægt að standa við gerða samninga – og skorts á orku – sem lýsir sér með því að ekki er hægt að gera nýja samninga eða stækka þá sem fyrir eru til að styðja við vöxt samfélagsins. Þótt það sé ekki orkuskortur þá er ljóst að þær tafir á uppbyggingu nýrrar orkuvinnslu sem hafa einkennt síðustu ár hamla vaxtarmöguleikum samfélagsins. Okkur er að fjölga og íslenskt samfélag er að vaxa. Deilum ekki um keisarans skegg Þegar orkuþörf framtíðar er metin er mikilvægast að horfa til næstu 10-12 ára. Það er hægt að segja með nokkurri vissu að til að styðja við almennan vöxt og orkuskipti í samfélaginu til ársins 2035 þarf um það bil 6 terawattstundir. Orkuspár Landsnets, Orkustofnunar og Samorku eru allar á svipuð róli. Nú eru unnar um 20 TWst á ári svo það er þó nokkur aukning, en engan veginn óyfirstíganleg. Það sem meira er – við vitum að þessi orka mun koma frá þeim orkulindum sem við þekkjum nú þegar: vatnsafli, jarðvarma og vindi á landi. Tækniframfarir og nýsköpun gætu mögulega gert aðrar leiðir hagstæðari þegar frá líður en næsta áratuginn hið minnsta eru þetta hagkvæmustu kostirnir sem hægt er að nýta. Framleiðum velsæld Á starfsdegi Landsvirkjunar á dögunum varð einum starfsmanninum að orði: Ég lít ekki svo á að við séum bara að vinna raforku. Við erum að framleiða velsæld. Ég geri hans orð að mínum og vona að við getum öll verið sammála um mikilvægi þess að gefa íslensku samfélagi tækifæri til að vaxa og draga úr losun svo við skerðum ekki lífsgæði þeirra kynslóða sem á eftir okkur koma. Til þess þarf aukna orkuvinnslu svo ekki verði hamlandi skortur á orku (sem er ekki það sama og orkuskortur). Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun