„Við erum ekki komin á húrrandi ferð niður Esjuna“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. október 2024 18:31 jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka, Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vísir/Hjalti Seðlabankinn lækkaði stýrivexti í fyrsta skipti í fjögur ár í morgun, um 0,25 prósentur. Varaseðlabankastjóri segir að við séum þó ekki komin á húrrandi ferð niður Esjuna. Hagkerfið verði að hægja meira á sér eigi þróunin að halda áfram niður á við. Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentstig í morgun en þeir höfðu fyrir þann tíma verið óbreyttir í rúmt ár. Þá er þetta í fyrsta skipti síðan 2020 sem bankinn ákveður að lækka vexti. Stýrivextir standa nú í 9 prósentum. Helvíti háir vextir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir merki um að hagkerfið sé að kólna. „Við erum að sjá hagkerfið hægja verulega á sér, við erum að sjá minni þenslu og verðbólgu minnka. Þannig að við teljum að þetta sé að ganga í rétta átt. Við erum náttúrulega búin að halda uppi verulegu vaxtaaðhaldi í rúmlega ár og það er að skila sér,“ segir Ásgeir. Seðlabankastjóri lýsti einmitt stýrivöxtunum undanfarið svona á fundi peningastefnunefndar í morgun. „Getum við ekki verið sammála um að þetta séu helvíti háir vextir,“ sagði Ásgeir. Varfærið skref Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri varaði þó við of mikilli bjartsýni. „Það er rétt að ítreka það að nefndin er að taka varfærið skref. Það er alls ekki gefið að það verði vaxtalækkun á næsta fundi. Það fer algjörlega eftir því sem gerist milli funda. Við erum ekki kominn á húrrandi ferð niður Esjuna,“ sagði Rannveig. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir ljóst að Peningastefnunefnd hafi ekki verið einhuga í ákvörðun sinni. Hann telur þó að vaxtalækkunarferli bankans sé hafið. „Ég held að þessi orð Rannveigar endurspegli skoðanaskipti innan nefndarinnar. Við teljum þó að ferlið sé komið af stað. Gangi verðbólgan niður eins og við og Seðlabankinn er að spá og hægi áfram á efnahagsumsvifum þá eru meiri líkur en minni að við fáum aftur vaxtalækkun í nóvember,“ segir Jón. Verðbólga hefur að stórum hluta verið drifin áfram af hækkunum á fasteignamarkaði. Ásgeir telur merki um að hann sé að hægja á sér. „Um leið og hagkerfið hægir á sér, þessi mikla vinnuaflseftirspurn hættir að draga fólk til landsins og hærri vextir leiða til þess að það hægir á fasteignamarkaðnum þá má búast við hann fari leggja sitt að mörkum til verðstöðugleika,“ segir Ásgeir. Fólki er létt Hlutabréfamarkaður tók tíðindunum vel í dag. „Það er greinilega að fólki á mörkuðum er létt eins og reyndar flestum,“ segir Jón Bjarki Bentsson. Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Íslandsbanki Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Sjá meira
Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentstig í morgun en þeir höfðu fyrir þann tíma verið óbreyttir í rúmt ár. Þá er þetta í fyrsta skipti síðan 2020 sem bankinn ákveður að lækka vexti. Stýrivextir standa nú í 9 prósentum. Helvíti háir vextir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir merki um að hagkerfið sé að kólna. „Við erum að sjá hagkerfið hægja verulega á sér, við erum að sjá minni þenslu og verðbólgu minnka. Þannig að við teljum að þetta sé að ganga í rétta átt. Við erum náttúrulega búin að halda uppi verulegu vaxtaaðhaldi í rúmlega ár og það er að skila sér,“ segir Ásgeir. Seðlabankastjóri lýsti einmitt stýrivöxtunum undanfarið svona á fundi peningastefnunefndar í morgun. „Getum við ekki verið sammála um að þetta séu helvíti háir vextir,“ sagði Ásgeir. Varfærið skref Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri varaði þó við of mikilli bjartsýni. „Það er rétt að ítreka það að nefndin er að taka varfærið skref. Það er alls ekki gefið að það verði vaxtalækkun á næsta fundi. Það fer algjörlega eftir því sem gerist milli funda. Við erum ekki kominn á húrrandi ferð niður Esjuna,“ sagði Rannveig. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir ljóst að Peningastefnunefnd hafi ekki verið einhuga í ákvörðun sinni. Hann telur þó að vaxtalækkunarferli bankans sé hafið. „Ég held að þessi orð Rannveigar endurspegli skoðanaskipti innan nefndarinnar. Við teljum þó að ferlið sé komið af stað. Gangi verðbólgan niður eins og við og Seðlabankinn er að spá og hægi áfram á efnahagsumsvifum þá eru meiri líkur en minni að við fáum aftur vaxtalækkun í nóvember,“ segir Jón. Verðbólga hefur að stórum hluta verið drifin áfram af hækkunum á fasteignamarkaði. Ásgeir telur merki um að hann sé að hægja á sér. „Um leið og hagkerfið hægir á sér, þessi mikla vinnuaflseftirspurn hættir að draga fólk til landsins og hærri vextir leiða til þess að það hægir á fasteignamarkaðnum þá má búast við hann fari leggja sitt að mörkum til verðstöðugleika,“ segir Ásgeir. Fólki er létt Hlutabréfamarkaður tók tíðindunum vel í dag. „Það er greinilega að fólki á mörkuðum er létt eins og reyndar flestum,“ segir Jón Bjarki Bentsson.
Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Íslandsbanki Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Sjá meira