Lét sér fátt um finnast að Pence væri í hættu Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2024 09:01 Stuðningsmenn Trump reistu gálga fyrir utan þinghúsið 6. janúar 2021. Þeir kyrjuðu einnig um að hengja Mike Pence sem Trump sakaði um að gera ekki skyldu sínu til þess að hjálpa sér að sitja áfram sem forseti. Getty/RIcky Carioti/Washington Post „Hvað með það?“ er Donald Trump sagður hafa svarað þegar honum var sagt að Mike Pence, varaforseti hans, hefði þurft að flýja undan æstum múgi sem réðst á bandaríska þinghúsið. Þetta kemur fram í gögnum úr rannsókn á árásinni sem voru lögð fram í gær. Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, Jack Smith, lagði fram ítarlega greinargerð með sönnunargögnum sem embætti hans hefur aflað um aðild Trump að árás stuðningsmanna fyrrverandi forsetans á þinghúsið 6. janúar árið 2021. Smith lagði greinargerðina fram til stuðnings kröfu sinni um að hægt sé að sækja Trump til saka þrátt fyrir dóm Hæstaréttar Bandaríkjanna um að forseta njóti algerrar friðhelgi vegna embættisfærslna sinna og langt umfram þær í flestum tilfellum. Hann heldur því fram að Trump hafi framið glæpi sína til að sitja áfram sem forseti sem almennur borgari. Vitnisburð sumra nánustu ráðgjafa Trump í Hvíta húsinu er að finna í greinargerðinni. Þeir lýstu því hvernig Trump hefði háð örvæntingafulla baráttu fyrir því að sitja áfram sem forseti þrátt fyrir að hann hefði tapað kosningunum fyrir Joe Biden árið 2020. Hann hefði haldið áfram að fullyrða ranglega að kosningasvik hefðu kostað hann sigurinn þrátt fyrir að honum hefði verið sagt að þær fullyrðingar ættu við engin rök að styðjast. Þá er því lýst hvernig Mike Pence, varaforseti, streittist staðfastlega á móti þrýstingi Trump um að hann kæmi í veg fyrir að Bandaríkjaþing staðfesti úrslit kosninganna þrátt fyrir að varaforseti hefði engar heimildir til þess. Trump hafi þá hótað Pence að hann þyrfti að úthúða honum á samfélagsmiðlinum Twitter. Trump heldur því enn fram að kosningasvik hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020 þrátt fyrir að þær fullyrðingar hafi verið marghraktar og að ráðgjafar hans hafi ítrekað bent honum á að þær ættu ekki við rök að styðjast.AP/Andy Manis Tísti um Pence eftir að honum var sagt að árásin væri hafin Trump er sagður hafa verið fullmeðvitaður um það sem átti sér stað 6. janúar 2021. Ráðgjafar hans hafi sagt honum að óeirðir væru í gangi og að fólk hefði brotið sér leið inn í þinghúsið þar sem þingfundur var í gangi til þess að staðfesta úrslit forsetakosninganna. Hann hafi streist á móti því að gefa út skilaboð til þess að reyna að stilla til friðar. Samkvæmt framburði ráðgjafa hans sat Trump einn og horfði á sjónvarpið þegar hann sendi út tíst þar sem hann sagði að Pence „hafði ekki hugrekkið til þess að gera það sem hefði átt að gera til þess að verja landið okkar og stjórnarskrána“. Um mínútu síðar komu leyniþjónustumenn Pence á öruggan stað undan æstum múgnum. Stuðningsmenn Trump höfðu meðal annars kyrjað um að hengja Pence og reistu gálga nærri þinghúsinu. Skömmu eftir að Trump tísti um Pence sagði ráðgjafi hans honum frá því að Pence hefði verið komið í skjól. Ráðgjafinn vonaði að Trump gerði þá eitthvað til að hjálpa. „Hvað með það?“ var hins vegar svar þáverandi forsetans. Það var ekki fyrr en tæpum tveimur tímum síðar sem Trump hvatti stuðningsmenn sína til þess að fara heim, án þess þó að fordæma árásina eða ofbeldið. Mike Pence varaforseti skoðar síma sinn eftir að hann var fluttur í öruggt skjól þegar stuðningsmenn Trump réðust inn í þinghúsið.AP/6. janúarnefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings „Fyndu ástæðu fyrir því að þau séu það ekki“ Sami ráðgjafi og færði Trump fréttirnar af afdrifum Pence 6. janúar sagðist hafa heyrt ummæli Trump sem bentu til þess að honum hefði verið ljóst að hann væri ekki raunverulegur sigurvegari kosninganna. „Það skiptir ekki máli hvort þú vannst eða tapaðir kosningunum. Þú verður samt að berjast af fullum krafti,“ á Trump að hafa sagt við fjölskyldu sína og fleiri um borð í forsetaflugvélinni. Þá er vitnað til ummæla ýmissa ráðgjafa Trump sem virðast einnig hafa verið meðvitaður um að fullyrðingar þeirra um kosningasvik væru ekki sett fram í góðri trú. „Fyndu ástæðu fyrir því að þau séu það ekki,“ sagði einn kosningastjóra Trump þegar hann fékk fréttir um að atkvæðabunki sem framboðið reyndi að vefengja væri vissulega rétt talinn. Það skipti kosningastjórann ekki máli hvort að ástæðurnar væru „kjaftæði“ svo lengi sem hann gæti farið með þær fyrir dómstóla, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Pence segir óbeinum orðum að Trump sé vanhæfur „Sjötti janúar var sorgardagur í sögu þjóðar okkar. En þökk sé hugrekki löggæsluyfirvalda náðist að kveða ofbeldið niður og hefja þingfund á ný. Sama dag ógnuðu kæruleysisleg orð Trump forseta fjölskyldu minni og öllum í þinghúsinu.“ 8. júní 2023 08:12 Trump skellir skuldinni á Pence fyrir árásina á þinghúsið Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, heldur því fram að Mike Pence, þáverandi varaforseti sinn, hefði getað komið í veg fyrir ofbeldi stuðningsmanna Trumps við þinghúsið fyrir tveimur árum með því að hjálpa honum að snúa við úrslitum forsetakosninganna. 13. mars 2023 23:39 Fjölskyldu Pence ógnað vegna orða Trumps Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump fara með fleipur um innrásina sem gerð var á þinghúsið í Washington 6. janúar 2021. Árásin hafi ekki verið neitt annað en svívirðileg. 12. mars 2023 10:20 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Sjá meira
Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, Jack Smith, lagði fram ítarlega greinargerð með sönnunargögnum sem embætti hans hefur aflað um aðild Trump að árás stuðningsmanna fyrrverandi forsetans á þinghúsið 6. janúar árið 2021. Smith lagði greinargerðina fram til stuðnings kröfu sinni um að hægt sé að sækja Trump til saka þrátt fyrir dóm Hæstaréttar Bandaríkjanna um að forseta njóti algerrar friðhelgi vegna embættisfærslna sinna og langt umfram þær í flestum tilfellum. Hann heldur því fram að Trump hafi framið glæpi sína til að sitja áfram sem forseti sem almennur borgari. Vitnisburð sumra nánustu ráðgjafa Trump í Hvíta húsinu er að finna í greinargerðinni. Þeir lýstu því hvernig Trump hefði háð örvæntingafulla baráttu fyrir því að sitja áfram sem forseti þrátt fyrir að hann hefði tapað kosningunum fyrir Joe Biden árið 2020. Hann hefði haldið áfram að fullyrða ranglega að kosningasvik hefðu kostað hann sigurinn þrátt fyrir að honum hefði verið sagt að þær fullyrðingar ættu við engin rök að styðjast. Þá er því lýst hvernig Mike Pence, varaforseti, streittist staðfastlega á móti þrýstingi Trump um að hann kæmi í veg fyrir að Bandaríkjaþing staðfesti úrslit kosninganna þrátt fyrir að varaforseti hefði engar heimildir til þess. Trump hafi þá hótað Pence að hann þyrfti að úthúða honum á samfélagsmiðlinum Twitter. Trump heldur því enn fram að kosningasvik hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020 þrátt fyrir að þær fullyrðingar hafi verið marghraktar og að ráðgjafar hans hafi ítrekað bent honum á að þær ættu ekki við rök að styðjast.AP/Andy Manis Tísti um Pence eftir að honum var sagt að árásin væri hafin Trump er sagður hafa verið fullmeðvitaður um það sem átti sér stað 6. janúar 2021. Ráðgjafar hans hafi sagt honum að óeirðir væru í gangi og að fólk hefði brotið sér leið inn í þinghúsið þar sem þingfundur var í gangi til þess að staðfesta úrslit forsetakosninganna. Hann hafi streist á móti því að gefa út skilaboð til þess að reyna að stilla til friðar. Samkvæmt framburði ráðgjafa hans sat Trump einn og horfði á sjónvarpið þegar hann sendi út tíst þar sem hann sagði að Pence „hafði ekki hugrekkið til þess að gera það sem hefði átt að gera til þess að verja landið okkar og stjórnarskrána“. Um mínútu síðar komu leyniþjónustumenn Pence á öruggan stað undan æstum múgnum. Stuðningsmenn Trump höfðu meðal annars kyrjað um að hengja Pence og reistu gálga nærri þinghúsinu. Skömmu eftir að Trump tísti um Pence sagði ráðgjafi hans honum frá því að Pence hefði verið komið í skjól. Ráðgjafinn vonaði að Trump gerði þá eitthvað til að hjálpa. „Hvað með það?“ var hins vegar svar þáverandi forsetans. Það var ekki fyrr en tæpum tveimur tímum síðar sem Trump hvatti stuðningsmenn sína til þess að fara heim, án þess þó að fordæma árásina eða ofbeldið. Mike Pence varaforseti skoðar síma sinn eftir að hann var fluttur í öruggt skjól þegar stuðningsmenn Trump réðust inn í þinghúsið.AP/6. janúarnefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings „Fyndu ástæðu fyrir því að þau séu það ekki“ Sami ráðgjafi og færði Trump fréttirnar af afdrifum Pence 6. janúar sagðist hafa heyrt ummæli Trump sem bentu til þess að honum hefði verið ljóst að hann væri ekki raunverulegur sigurvegari kosninganna. „Það skiptir ekki máli hvort þú vannst eða tapaðir kosningunum. Þú verður samt að berjast af fullum krafti,“ á Trump að hafa sagt við fjölskyldu sína og fleiri um borð í forsetaflugvélinni. Þá er vitnað til ummæla ýmissa ráðgjafa Trump sem virðast einnig hafa verið meðvitaður um að fullyrðingar þeirra um kosningasvik væru ekki sett fram í góðri trú. „Fyndu ástæðu fyrir því að þau séu það ekki,“ sagði einn kosningastjóra Trump þegar hann fékk fréttir um að atkvæðabunki sem framboðið reyndi að vefengja væri vissulega rétt talinn. Það skipti kosningastjórann ekki máli hvort að ástæðurnar væru „kjaftæði“ svo lengi sem hann gæti farið með þær fyrir dómstóla, að því er kemur fram í frétt Washington Post.
Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Pence segir óbeinum orðum að Trump sé vanhæfur „Sjötti janúar var sorgardagur í sögu þjóðar okkar. En þökk sé hugrekki löggæsluyfirvalda náðist að kveða ofbeldið niður og hefja þingfund á ný. Sama dag ógnuðu kæruleysisleg orð Trump forseta fjölskyldu minni og öllum í þinghúsinu.“ 8. júní 2023 08:12 Trump skellir skuldinni á Pence fyrir árásina á þinghúsið Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, heldur því fram að Mike Pence, þáverandi varaforseti sinn, hefði getað komið í veg fyrir ofbeldi stuðningsmanna Trumps við þinghúsið fyrir tveimur árum með því að hjálpa honum að snúa við úrslitum forsetakosninganna. 13. mars 2023 23:39 Fjölskyldu Pence ógnað vegna orða Trumps Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump fara með fleipur um innrásina sem gerð var á þinghúsið í Washington 6. janúar 2021. Árásin hafi ekki verið neitt annað en svívirðileg. 12. mars 2023 10:20 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Sjá meira
Pence segir óbeinum orðum að Trump sé vanhæfur „Sjötti janúar var sorgardagur í sögu þjóðar okkar. En þökk sé hugrekki löggæsluyfirvalda náðist að kveða ofbeldið niður og hefja þingfund á ný. Sama dag ógnuðu kæruleysisleg orð Trump forseta fjölskyldu minni og öllum í þinghúsinu.“ 8. júní 2023 08:12
Trump skellir skuldinni á Pence fyrir árásina á þinghúsið Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, heldur því fram að Mike Pence, þáverandi varaforseti sinn, hefði getað komið í veg fyrir ofbeldi stuðningsmanna Trumps við þinghúsið fyrir tveimur árum með því að hjálpa honum að snúa við úrslitum forsetakosninganna. 13. mars 2023 23:39
Fjölskyldu Pence ógnað vegna orða Trumps Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump fara með fleipur um innrásina sem gerð var á þinghúsið í Washington 6. janúar 2021. Árásin hafi ekki verið neitt annað en svívirðileg. 12. mars 2023 10:20