Hér sést risaþotan taka á loft frá Keflavíkurflugvelli Kristján Már Unnarsson skrifar 3. október 2024 21:31 Flugtakið frá Keflavíkurflugvelli í dag. Egill Aðalsteinsson Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747-júmbóþotunni var í dag og flaug vélin sérstakan kveðjuhring yfir Reykjavíkursvæðinu. Forstjóri Atlanta segir þessa flugvélartegund hafa byggt upp félagið. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp þegar Atlanta fékk sína fyrstu júmbóþotu vorið 1993, en það þóttu stór tímamót. Stofnendur flugfélagsins, þau Arngrímur Jóhannsson og Þóra Guðmundsdóttir, tóku á móti fyrstu vélinni. Fyrsta Boeing 747-þota Air Atlanta, TF-ABK, kom til Keflavíkur vorið 1993. Hún hlaut nafnið Agnar Kofoed-HansenStöð 2/Billi En núna, rúmum þremur áratugum seinna, er komið að ákveðnum sögulokum. „Já, sannarlega. Við erum að kveðja núna fjörutíuogsjöuna eftir 31 og hálft ár í rekstri. Fjörutíuogsjöan er búin að vera okkar vinnuhestur allan þennan tíma. Og við erum búin að byggja upp reksturinn á grunni fjörutíuogsjöunnar,“ segir Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Air Atlanta. „Já, þetta eru ákveðin tímamót að sjá á eftir vélinni enda synd, þetta er gullfalleg flugvél.“ Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Air Atlanta, skömmu fyrir brottför í dag.Egill Aðalsteinsson Vegna tímamótanna var starfsmönnum ásamt mökum boðið í kveðjuferð til Marokkó og forstjórinn bauð sjálfur alla velkomna um borð. Áfangastaðurinn er borgin Casablanca. „Við ætlum að vera þar fram á sunnudag og fólkið er sannarlega búið að vinna fyrir þessu hörðum höndum. Þanng að þetta verður skemmtilegt,“ segir Baldvin. Og það er auðheyrt að flugmennirnir eiga eftir að sakna hennar. Róbert Kristmundsson, yfirflugstjóri Air Atlanta, og Þorsteinn Steindórsson flugmaður.KMU „Þetta er vélin sem ég er búinn að vera lengst á og þykir alveg gríðarlega vænt um hana. Þetta er glæsilegt tæki, eins og þið sjáið. Þetta er svona partur af manni,“ segir Róbert Kristmundsson, yfirflugstjóri Air Atlanta. Sem fraktþota mun hún þó lifa lengur í rekstri hjá félaginu þannig að flugmennirnir eiga eftir að fljúga tegundinni áfram. „Hún er þýð og góð í flugi og fer vel með mann. En maður verður nú líka einhvern tímann að taka á móti nýja tímanum hjá félaginu. Ætli það verði ekki nokkur ár í viðbót,“ segir Þorsteinn Steindórsson, flugmaður í ferðinni. Síðasta 747-farþegaþota Air Atlanta við Leifsstöð í dag. 465 farþegasæti eru um borð.KMU „Við erum ennþá með fjölmargar 747-fraktvélar og þær munu næstu 6-8 árin halda áfram að þjóna okkur,“ segir forstjórinn. Þau flugfélög heims, sem enn nýta hana til farþegaflugs, eru orðin teljandi á fingrum annarrar handar. Þetta verður því að öllum líkindum í síðasta sinn sem við sjáum drottningu háloftanna halda frá Leifsstöð með farþega. Um 240 manns voru um borð í þessari 465 sæta flugvél, sem er í uppáhaldi hjá flugþjóninum Einari Sebastian Ólafssyni. Einar Sebastian Ólafsson, yfirflugþjónn hjá Air Atlanta.Egill Aðalsteinsson „Þetta er náttúrlega bara vélin, vél vélanna, finnst mér. Þannig að það verður mjög leiðinlegt þegar hún fer. Það eru margir sem gráta í dag hér í fyrirtækinu. En líka, þetta er partí. Það er gaman, þetta er svona starfsmannaflug,“ segir Einar. „Fyrir mér er bara ein drottning himnanna. Það er 747-vélin. Það er ekkert flóknara en það,“ segir forstjórinn Baldvin Már. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Air Atlanta Boeing Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Marokkó Flugþjóðin Tengdar fréttir Risaþota flaug í lágflugi yfir Reykjavík Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747 verður um klukkan tvö í dag. Flogið verður í lágflugi yfir Reykjavík í tilefni dagsins og þaðan í sérstakt kveðjuflug með starfsmenn félagsins til Casablanca í Marokkó í Norður-Afríku. 3. október 2024 13:31 Veikindi flugstjóra settu óvænt strik í flugáætlun Atlanta-þotu Áhöfn Boeing 747-þotu Air Atlanta, TF-AMI, flaug með hátt í eitthundrað tonn af lyfjum frá Evrópu til Suður-Afríku. Eftir lendingu í Jóhannesarborg þurfti starfsfólk félagsins í skyndi að bregðast við óvæntum veikindum flugstjóra. 3. október 2024 10:48 Flugfreyjan frestaði íbúðakaupum og fórnaði sparnaðinum í flugnám Hún var orðin flugfreyja, sá svo að hún gæti allt eins orðið flugmaður og fórnaði húsnæðissparnaðinum í flugnám. Núna stýrir hún stærstu þotum íslenska flugflotans. 30. september 2024 22:11 Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747-júmbóþotunni Flugfélagið Air Atlanta er að kveðja Boeing 747-breiðþotuna sem farþegaflugvél eftir 31 ár í rekstri. Síðasta farþegaflug Atlanta á júmbó-þotunni verður sérstakt kveðjuflug til Norður-Afríku um næstu helgi með starfsmenn félagsins. 29. september 2024 21:21 Atlanta með 600 manna flugútgerð í Sádí-Arabíu Pílagrímaflug Air Atlanta stendur nú sem hæst en flugfélagið er með sexhundruð manns að störfum í Sádí-Arabíu um þessar mundir við að flytja múslima sem þrá að sjá hina helgu borg Mekka. Verkefnin fyrir Saudia-flugfélagið eru þó mun víðtækari en þau eru kjölfestan í rekstri Atlanta. 11. júlí 2024 21:42 Íslenskt flugfélag fjórði stærsti flugrekandi júmbó-þotunnar Framleiðslu júmbó-risaþotunnar hefur nú verið hætt og hefur síðasta Boeing 747-þotan verið afhent frá verksmiðjunum. Í upprifjun erlendra fjölmiðla á yfir hálfrar aldar sögu hennar hefur komið fram að íslenskt flugfélag er í fjórða sæti yfir stærstu flugrekendur þessarar einstöku flugvélar. 14. febrúar 2023 21:03 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp þegar Atlanta fékk sína fyrstu júmbóþotu vorið 1993, en það þóttu stór tímamót. Stofnendur flugfélagsins, þau Arngrímur Jóhannsson og Þóra Guðmundsdóttir, tóku á móti fyrstu vélinni. Fyrsta Boeing 747-þota Air Atlanta, TF-ABK, kom til Keflavíkur vorið 1993. Hún hlaut nafnið Agnar Kofoed-HansenStöð 2/Billi En núna, rúmum þremur áratugum seinna, er komið að ákveðnum sögulokum. „Já, sannarlega. Við erum að kveðja núna fjörutíuogsjöuna eftir 31 og hálft ár í rekstri. Fjörutíuogsjöan er búin að vera okkar vinnuhestur allan þennan tíma. Og við erum búin að byggja upp reksturinn á grunni fjörutíuogsjöunnar,“ segir Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Air Atlanta. „Já, þetta eru ákveðin tímamót að sjá á eftir vélinni enda synd, þetta er gullfalleg flugvél.“ Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Air Atlanta, skömmu fyrir brottför í dag.Egill Aðalsteinsson Vegna tímamótanna var starfsmönnum ásamt mökum boðið í kveðjuferð til Marokkó og forstjórinn bauð sjálfur alla velkomna um borð. Áfangastaðurinn er borgin Casablanca. „Við ætlum að vera þar fram á sunnudag og fólkið er sannarlega búið að vinna fyrir þessu hörðum höndum. Þanng að þetta verður skemmtilegt,“ segir Baldvin. Og það er auðheyrt að flugmennirnir eiga eftir að sakna hennar. Róbert Kristmundsson, yfirflugstjóri Air Atlanta, og Þorsteinn Steindórsson flugmaður.KMU „Þetta er vélin sem ég er búinn að vera lengst á og þykir alveg gríðarlega vænt um hana. Þetta er glæsilegt tæki, eins og þið sjáið. Þetta er svona partur af manni,“ segir Róbert Kristmundsson, yfirflugstjóri Air Atlanta. Sem fraktþota mun hún þó lifa lengur í rekstri hjá félaginu þannig að flugmennirnir eiga eftir að fljúga tegundinni áfram. „Hún er þýð og góð í flugi og fer vel með mann. En maður verður nú líka einhvern tímann að taka á móti nýja tímanum hjá félaginu. Ætli það verði ekki nokkur ár í viðbót,“ segir Þorsteinn Steindórsson, flugmaður í ferðinni. Síðasta 747-farþegaþota Air Atlanta við Leifsstöð í dag. 465 farþegasæti eru um borð.KMU „Við erum ennþá með fjölmargar 747-fraktvélar og þær munu næstu 6-8 árin halda áfram að þjóna okkur,“ segir forstjórinn. Þau flugfélög heims, sem enn nýta hana til farþegaflugs, eru orðin teljandi á fingrum annarrar handar. Þetta verður því að öllum líkindum í síðasta sinn sem við sjáum drottningu háloftanna halda frá Leifsstöð með farþega. Um 240 manns voru um borð í þessari 465 sæta flugvél, sem er í uppáhaldi hjá flugþjóninum Einari Sebastian Ólafssyni. Einar Sebastian Ólafsson, yfirflugþjónn hjá Air Atlanta.Egill Aðalsteinsson „Þetta er náttúrlega bara vélin, vél vélanna, finnst mér. Þannig að það verður mjög leiðinlegt þegar hún fer. Það eru margir sem gráta í dag hér í fyrirtækinu. En líka, þetta er partí. Það er gaman, þetta er svona starfsmannaflug,“ segir Einar. „Fyrir mér er bara ein drottning himnanna. Það er 747-vélin. Það er ekkert flóknara en það,“ segir forstjórinn Baldvin Már. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Air Atlanta Boeing Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Marokkó Flugþjóðin Tengdar fréttir Risaþota flaug í lágflugi yfir Reykjavík Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747 verður um klukkan tvö í dag. Flogið verður í lágflugi yfir Reykjavík í tilefni dagsins og þaðan í sérstakt kveðjuflug með starfsmenn félagsins til Casablanca í Marokkó í Norður-Afríku. 3. október 2024 13:31 Veikindi flugstjóra settu óvænt strik í flugáætlun Atlanta-þotu Áhöfn Boeing 747-þotu Air Atlanta, TF-AMI, flaug með hátt í eitthundrað tonn af lyfjum frá Evrópu til Suður-Afríku. Eftir lendingu í Jóhannesarborg þurfti starfsfólk félagsins í skyndi að bregðast við óvæntum veikindum flugstjóra. 3. október 2024 10:48 Flugfreyjan frestaði íbúðakaupum og fórnaði sparnaðinum í flugnám Hún var orðin flugfreyja, sá svo að hún gæti allt eins orðið flugmaður og fórnaði húsnæðissparnaðinum í flugnám. Núna stýrir hún stærstu þotum íslenska flugflotans. 30. september 2024 22:11 Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747-júmbóþotunni Flugfélagið Air Atlanta er að kveðja Boeing 747-breiðþotuna sem farþegaflugvél eftir 31 ár í rekstri. Síðasta farþegaflug Atlanta á júmbó-þotunni verður sérstakt kveðjuflug til Norður-Afríku um næstu helgi með starfsmenn félagsins. 29. september 2024 21:21 Atlanta með 600 manna flugútgerð í Sádí-Arabíu Pílagrímaflug Air Atlanta stendur nú sem hæst en flugfélagið er með sexhundruð manns að störfum í Sádí-Arabíu um þessar mundir við að flytja múslima sem þrá að sjá hina helgu borg Mekka. Verkefnin fyrir Saudia-flugfélagið eru þó mun víðtækari en þau eru kjölfestan í rekstri Atlanta. 11. júlí 2024 21:42 Íslenskt flugfélag fjórði stærsti flugrekandi júmbó-þotunnar Framleiðslu júmbó-risaþotunnar hefur nú verið hætt og hefur síðasta Boeing 747-þotan verið afhent frá verksmiðjunum. Í upprifjun erlendra fjölmiðla á yfir hálfrar aldar sögu hennar hefur komið fram að íslenskt flugfélag er í fjórða sæti yfir stærstu flugrekendur þessarar einstöku flugvélar. 14. febrúar 2023 21:03 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Risaþota flaug í lágflugi yfir Reykjavík Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747 verður um klukkan tvö í dag. Flogið verður í lágflugi yfir Reykjavík í tilefni dagsins og þaðan í sérstakt kveðjuflug með starfsmenn félagsins til Casablanca í Marokkó í Norður-Afríku. 3. október 2024 13:31
Veikindi flugstjóra settu óvænt strik í flugáætlun Atlanta-þotu Áhöfn Boeing 747-þotu Air Atlanta, TF-AMI, flaug með hátt í eitthundrað tonn af lyfjum frá Evrópu til Suður-Afríku. Eftir lendingu í Jóhannesarborg þurfti starfsfólk félagsins í skyndi að bregðast við óvæntum veikindum flugstjóra. 3. október 2024 10:48
Flugfreyjan frestaði íbúðakaupum og fórnaði sparnaðinum í flugnám Hún var orðin flugfreyja, sá svo að hún gæti allt eins orðið flugmaður og fórnaði húsnæðissparnaðinum í flugnám. Núna stýrir hún stærstu þotum íslenska flugflotans. 30. september 2024 22:11
Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747-júmbóþotunni Flugfélagið Air Atlanta er að kveðja Boeing 747-breiðþotuna sem farþegaflugvél eftir 31 ár í rekstri. Síðasta farþegaflug Atlanta á júmbó-þotunni verður sérstakt kveðjuflug til Norður-Afríku um næstu helgi með starfsmenn félagsins. 29. september 2024 21:21
Atlanta með 600 manna flugútgerð í Sádí-Arabíu Pílagrímaflug Air Atlanta stendur nú sem hæst en flugfélagið er með sexhundruð manns að störfum í Sádí-Arabíu um þessar mundir við að flytja múslima sem þrá að sjá hina helgu borg Mekka. Verkefnin fyrir Saudia-flugfélagið eru þó mun víðtækari en þau eru kjölfestan í rekstri Atlanta. 11. júlí 2024 21:42
Íslenskt flugfélag fjórði stærsti flugrekandi júmbó-þotunnar Framleiðslu júmbó-risaþotunnar hefur nú verið hætt og hefur síðasta Boeing 747-þotan verið afhent frá verksmiðjunum. Í upprifjun erlendra fjölmiðla á yfir hálfrar aldar sögu hennar hefur komið fram að íslenskt flugfélag er í fjórða sæti yfir stærstu flugrekendur þessarar einstöku flugvélar. 14. febrúar 2023 21:03